Orð og tunga - 01.06.2012, Síða 55

Orð og tunga - 01.06.2012, Síða 55
Jón Hilmar Jónsson: Að fanga orðaforðann 45 haflegur flettuforði að meginhluta bundinn setningarlegum og orð- myndunarlegum venslum og takmarkast ekki af notkunartíðni né öðrum hefðbundnum þáttum. Efniviðurinn og greining hans leiðir svo í ljós hversu virka stöðu fletturnar fá í orðabókarlýsingunni. Flettulistinn er áfram opinn á öllum stigum verksins og nýjar flettur bætast við eftir því sem greiningin gefur tilefni til. Orðabókarlýsing sem verður til á þennan hátt og ætlað er svo víð- tækt hlutverk er ekki kyrrstætt fyrirbæri heldur einkennist af stöð- ugum umbreytingum og endurbótum og í rauninni á hún sér engin skýr endimörk. Þannig kemur hún notendum fyrir sjónir og með það í huga verða þeir að nýta hana og meta. En eftir því sem greiningunni vindur fram verður lýsingin heillegri og þéttari og getur betur svarað fjölþættum kröfum notenda. 5 Endurmótun flettulistans, einræðing og fleiryrtar flettur Upphaflegur flettulisti orðanetsins, eins og hann er sóttur til orðabók- argagnanna sem það byggist á, samanstendur af einyrtum flettiorð- um. Mörg þessara flettiorða eru bundin merkingarlegum breytileika og koma fram í ólíkum merkingarbrigðum og sá breytileiki er að nokkru leyti háður formlegu og setningarlegu samhengi. Þessi einkenni eru fyrirferðarmest meðal sagna þar sem margs konar sagnasambönd hafa sjálfstæða merkingu og heilir sagnliðir taka myndhverfingu sem rýfur merkingartengslin við einstök orð innan liðarins. Ef slík sambönd og önnur merkingarbrigði eiga að fá virka aðild að lýsingunni verður að gera hvert og eitt þeirra að sjálfstæðri flettu sem kallast á við aðrar flettur innan flettulistans (sjá einnig Jón Hilmar Jónsson 2009b). Til þess að koma því í kring þarf að umbreyta flettulistanum á tvo vegu, ná fram merkingarlegri einræðingu og flettugera merkingarbær orðasambönd (þ.e. gera slík orðasambönd að fullgildum flettum) á samræmdan hátt. Ákvörðun um einræðingu ræðst eðli málsins sam- kvæmt af vitnisburði orðabókarefnisins og fylgir þar með framvind- unni í greiningu þess. Myndun fleiryrtra flettna getur hins vegar að verulegu leyti farið fram á samfelldari hátt með hliðsjón af stöðluðum myndum orðasambandanna. Sú aðgerð hefur langmest áhrif á sagnir og sagnasambönd svo að fjöldi sagnaflettna í orðanetinu hefur allt að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.