Orð og tunga - 01.06.2012, Page 62
52
Orð og tunga
(7) 1 vera sofandi (sofa) [so lo-n]
2 vera sofandi (vera sljór/viðutan) [so lo-n]
(8) 1 vera klár (vera skýr/skarpur) [so lo-n]
2 vera klár (vera undirbúinn) [so lo-n]
Merking lýsingarorða sem eiga við hluti og fyrirbæri er augljóslega
kvikari að þessu leyti og það takmarkar möguleika á sundurgreiningu
og myndun fleiryrtra flettna þeirra á meðal. En að því marki sem það
á við kemur einræðingin fram í tvískiptum flettumyndum, þar sem
aðgreinandi og einkennandi nafnorð, afmarkað með hornklofum í
nefnimynd sinni, fer á eftir hefðbundinni flettumynd eins og sýnt er
í (9);
(9) 1 bitur [bragð] [lo [no]]
2 bitur [frost] [lo [no]]
3 bitur [háð] [lo [no]]
4 bitur [hnífur, sverð] [lo [no]]
5 bitur [reynsla] [lo [no]]
Með því er markað fyrir tengingu við önnur lýsingarorð líkrar merk-
ingar með sömu nafnorðatengslum eins og dæmin í (10) sýna:
(10) 1 beiskur [háð] [lo [no]]
2 beittur [háð] [lo [no]]
3 bitur [háð] [lo [no]]
4 egghvass [háð] [lo no]
5 napur [háð] [lo no]
En einkennisþættirnir eru misjafnlega skýrir og nafnorðin sem endur-
spegla þá eru vitaskuld ekki gefin fyrirfram. Hins vegar getur þessi
flettumyndun verið afar hagnýt með tilliti til þess að tengja saman
lýsingarorðaflettur með sameiginlegum einkennislið burtséð frá lýs-
ingarorðinu sem á undan fer. Frá því sjónarmiði getur þótt ástæða
til að tefla fram slíkum myndum til þess beinlínis að geta rakið lýs-
ingarorðatengsl einstakra nafnorða: brúnahvass [Jjall], fannþakinn [Jjall,
hlíð], keilulaga [Jjall], ókleifur [Jjall, fjallstindur, klettur]. Hvað sem því
líður halda hinar upphaflegu einyrtu lýsingarorðaflettur jafnframt
gildi sínu óbreyttar innan flettulistans með því gagnaefni sem þeim
tengist.