Orð og tunga - 01.06.2012, Síða 65

Orð og tunga - 01.06.2012, Síða 65
Jón Hilmar Jónsson: Að fanga orðaforðann 55 stakar flettur geta þá birst í ólíku flokkunarsamhengi og eftir atvikum tengst fleiri en einum merkingarflokki. Notendur þurfa ekki endilega að þekkja heiti merkingarflokkanna eða rekast á þau heldur er gert ráð fyrir að þeir komist á viðeigandi slóð út frá flettu(m) sem þeir gera ráð fyrir að varði leiðina þangað. í 7. kafla er gerð nánari grein fyrir merkingarflokkuninni eins og hún birtist notendum á vefsíðu orðanetsins. Framgangur hennar í greiningunni ræðst af því hvaða áhersla er lögð á þá þætti sem liggja henni til grundvallar. Þar hafa vissar aðgerðir orðið fyrirferðarmeiri en séð var fyrir í upphafi og gagnagrunnurinn hefur verið aukinn með verulegu viðbótarefni, í því augnamiði að víkka sjónarsviðið við grein- ingu merkingarvenslanna og styrkja með því flokkunina. Greining samheita (og tilbrigða þeirra) hefur frá upphafi verið fyrirferðarmikill þáttur í uppbyggingu orðanetsins, og sú greining hefur um leið skilað efni til afmörkunar stærri merkingarflokka. En merkingarflokkar og samheiti, þar sem byggt er á mati og innsæi greinandans, ná ekki ein sér að lýsa upp það svið sem merkingarvenslin birtast á. Þar þurfa gögnin sjálf líka að geta talað sínu máli og sveigt til þær skörpu línur sem alltaf myndast þegar skipað er í aðgreinda flokka. 6.3 Orðapör sem gagnategund Meðal orðasambanda sem fram komu undir flettunni hlátureru orða- pör, þ.e. hliðskipuð sambönd með jafnvægum liðum: pískur og hlátur, hlátur og skvaldur. I grunngögnum orðanetsins er allmikið af slíkum samböndum, nógu mikið til að gefa skýra vísbendingu um gildi þeirra við merkingargreiningu og merkingarflokkun og til að sannfærast um að orðapör skuli skilgreind sem sjálfstæð gagnategund (Par) í gagna- grunni orðanetsins. Vensl slíkra hliðskipaðra setningarliða eru sérlega bein og náin að því leyti að liðirnir falla inn í sama umhverfi og þau eru því ekki háð samhenginu við aðra setningarliði (t.d. sameiginlegri sögn eða lýsingarorði þegar um er að ræða nafnorð). Merkingarlegt samband liðanna er hins vegar misjafnlega náið og af því sprettur fjölbreytnin þegar litið er til einstakra flettna. Með tilliti til þessa þótti þörf á að afla viðbótarefniviðar. Akveðið var að leita fanga í hinu umfangsmikla textasafni Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns Tímarit.is, en íslenskt textasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur einnig verið nýtt í sama
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.