Orð og tunga - 01.06.2012, Page 78
68
Orð og tunga
nægja að gera þessi gömlu ritverk aðgengileg fyrir nýjar kynslóðir
fræðimanna sem hafa áhuga á íslenskum orðaforða 17. aldarinnar.
Ollu fremur vilja þeir taka við þar sem hin íslenska endurreisn 17.
aldar lét staðar numið við að varpa ljósi á orðaforðann í íslenskum
miðaldabókmenntum. Við það bætist sjónarmið sem nánast varðar
handritafræði og fílólógíu.
Allt ritstjórnarefni er á ensku. Hin nýja útgáfa er því aðgengileg
alþjóðlegum fræðimönnum án kunnáttu í íslensku, á sama hátt og
skrif 17. aldar fræðimanna á latínu.
Hér verður farið yfir útgáfuna 2010 í stórum dráttum. Einnig verð-
ur í stuttu máli fjallað um Specimen lexici ranici 1650 sem orðabók og
hún tengd norrænni orðabókahefð fyrri alda.
2 Efni útgáfunnar 2010
Specimen lexici runici (SLR) og handritið DG 55 eru gefin út í mjúku
bandi, á þykkum glanspappír í sama stóra, tveggja blaða broti og
orðabókin 1650. Utgáfunni fylgír atliugasemd ritstjóra („Note on this
Edition"). Þar er gerð grein fyrir verkaskiptingu ritstjóranna. Anthony
Faulkes samdi inngang og sá um afritun og vinnslu handrits þess sem
hér er gefið út í fyrsta sinn, DG 55. Hann er höfundur að meginparti
skýringa og ábyrgur fyrir hönnun útgáfunnar allrar. Gunnlaugur Ing-
ólfsson útbjó íslenska orðalistann í lok verksins og lagði einnig sitt af
mörkum við skýringarnar. í formálanum er líka gerð grein fyrir tákn-
kerfi því sem notað er í útgáfunni.
Útgáfan hefst á inngangi („Introduction") í tveim köflum: „The His-
tory of the Glossary" og „The Sources". Þessum köflum fylgir síðan
y firlit yfir heimildir og skammstafanir: „Bibliographical references and
abbreviations" og innganginum lýkur með „Index of manuscripts".
Þá tekur við hin ljósritaða útgáfa af SLR jafnhliða samsvarandi efni í
„Glossarium priscæ lingvæ danicæ" (DG 55). Að þessum kafla lokn-
um er kaflinn „Notes", sem geymir athugasemdir Faulkes, fyrst við
heimildaskrána í SLR: „Syllabus Autorum, qvorum in hoc lexico testi-
rnonia citantur" og þar næst við flettiorðin í verkunum tveimur. Þá
fylgir stafrétt útgáfa á handritinu DG 55 og verkinu lýkur með skrá
yfir íslensku orðin sem koma fyrir í verkunum báðum. Útgáfan fyrir
utan innganginn nær yfir 492 blaðsíður.
Strax við efnisyfirlitið vakna tvær spurningar sem einungis er svar-