Orð og tunga - 01.06.2012, Page 80

Orð og tunga - 01.06.2012, Page 80
70 Orð og tunga handritsins bæði hvað varðar einstaka orð og tilvitnanir í heimildir. Ritstjóri leitast ákaft við að komast að raun um hvaðan þetta efni sé sótt og hvenær því hafi verið bætt við. Sama á við um efni í SLR sem ekki er í DG 55. Fleiri komu við sögu undirbúnings SLR en Laufásprestarnir tveir og upphafsmaður DG 55, sem talinn er vera Stephan J. Stephanius. Þar á meðal er, eins og Faulkes hefur áður sýnt fram á, Guðmundur Andrésson, höfundur Lexicon islandicum sem gefin var út 1683 (og 1999 sem Orðfræðirit fyrri alda IV). Bent er á samnýtingu á efni í þessum verkum og rök eru leidd að því að Guðmundur hafi aukið við efni í SLR og jafnframt notað það efni og jafnvel annað efni úr SLR í handrit sitt að Lexicon isJandicum. Þar fyrir utan gerir Faulkes ráð fyrir að Worm sjálfur hafi bætt við eða látið bæta við efni í orðabókina, meðal annars úr skrifum Brynjólfs Sveinssonar biskups (Specimen 2010:xv). Kaflanum lýkur með að gerð er stuttlega grein fyrir mikilvægi orða- bókarinnar SLR. Hún er fyrsta orðabókin sem birt var yfir íslenska tungu. Þótt það sé fyrst og fremst fornmálið sem fjallað er um er þar líka talsvert af 17. aldar íslensku að finna. Fyrir utan að vera þýð- ingarmikil sem vitnisburður um heimildir að miðaldatextum, sem nú eru sumar glataðar, er hún einnig áhugaverð frá orðabókasögulegu sjónarmiði (Specimen 2010:xxi f.). Faulkes greinir í stuttu máli frá orða- bókagerð á 17. öld án þess þó að tengja orðabókina hinni vaknandi norrænu orðabókahefð né heldur hinni miklu starfsemi sem þá var í Skandinavíu varðandi lestur, túlkun og útgáfu á íslenskum mið- aldaverkum. Það er ekki orðabókafræði sem er sérgrein Faulkes. 3.2Heimildir orða og dæma Heimildir þær sem getið er í SLR eru raktar. Hér gerir Faulkes grein fyrir fjölda tilvitnana í miðaldaritin. Hann nefnir 270 tilvitnanir í Grettlu, rúmlega 100 í Eglu o.s.frv. Einnig eru tilgreind dæmi úr orðabókinni þar sem engra heimilda er getið og skorið er úr um uppruna þeirra í handritunum. Ekki er eingöngu látið nægja að geta þess í hvaða rit íslenska efnið sé sótt, því leitast er við að finna handrit það sem notast hefur verið við. Þar með er bætt nýrri vitneskju við það sem nú er þekkt um sögu einstakra handrita. Þar sem sum þessara handrita eru nú glötuð eru tilvitnanirnar í þau ótvíræður vottur um að þau hafi verið til á 17. öld. Faulkes telur til dæmis að handrit það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.