Orð og tunga - 01.06.2012, Page 84
74
Orð og tunga
safnaði viðamiklum upplýsingum um rúnasteina og aðrar norrænar
fornleifar og gaf 1643 út sex binda rit með yfirliti um forn, norræn
minnismerki: Danicorum monumentorum íibri sex. I Specimen lexici run-
ici sameinast hið almenna álit lærðra skandinava samtíðarinnar að
íslenskan væri lykillinn að sameiginlegri arfleifð frá gullöld norrænn-
ar menningar og sú fullvissa Ole Worms að elstu norræn rit hefðu
upprunalega verið skráð með rúnaskrift. Á þessum tímum endur-
reisnar var litið á íslenskar miðaldabókmenntir sem vitnisburð um
glæsilega menningu norðursins; menningu sem hvergi gaf hinni
klassísku evrópsku menningu eftir. Vandinn var þó sá að málið í
þessum óþrjótandi uppsprettum fróðleiks var torskilið fyrir skand-
inavíska fræðimenn.
Það er því ekki íslenska samtíðarinnar sem lýsingin í SLR á við.
Eins og kemur fram í bréfi Ole Worms til Magnúsar Ólafssonar í
Laufási, þar sem hann lætur fyrst í ljós óskir um orðalista, eru það
gömul orð og orðtök sem hann hefur í huga:
Gid der var en, som kunde opstille en Ordfortegnelse over gamle
og digteriske Ord og Talemaader; det vilde være et meget nyttigt
Arbejde, og hojst nodvendigt for at frelse det gamle Sprog fra Un-
dergang. (Breve 1965:343)
Þegar SLR kom út 1650 var hún ekki fyrst og fremst til þess fallin,
eins og orðabókum yfirleitt er ætlað, að greiða fyrir samskiptum
manna sem hafa takmarkaða kunnáttu í tungumáli hvor annars. Sem
slík mun hún ekki hafa komið að miklu gagni. Þetta á hún sameigin-
legt með fyrstu íslensku orðabókunum yfirleitt, þeim var ætlað að
koma til móts við þarfir „erlendra fræðimanna sem áhuga höfðu á ís-
lenskum fornritum" (Guðrún Kvaran 2009:54, sjá einnig Anna Helga
Hannesdóttir 2004:105).
Orðabókin á sér hliðstæðu í sænskri orðabókasögu 17. aldar. í upp-
hafi aldarinnar var Johannes Bureus þjóðminjavörður og þjóðarbóka-
vörður Svía. Hann vann að fornrannsóknum á svipaðan hátt og Worm
og fylgdust þeir með verkum hvor annars. Bureus bókfesti rúnaristur
og fornan orðaforða og gaf einnig út miðaldatexta. Seinna á öldinni
lét Olof Verelius gefa út íslenskar miðaldasögur á íslensku, latínu og
sænsku. Einnig vann hann að orðabókinni InAcx lingvae veteris sci/tho-
scandicae sive gothicae sem kom út 1691, níu árum eftir dauða hans.
Hann var, eins og Worm, fullviss um hlutverk íslenskunnar sem sam-