Orð og tunga - 01.06.2012, Page 84

Orð og tunga - 01.06.2012, Page 84
74 Orð og tunga safnaði viðamiklum upplýsingum um rúnasteina og aðrar norrænar fornleifar og gaf 1643 út sex binda rit með yfirliti um forn, norræn minnismerki: Danicorum monumentorum íibri sex. I Specimen lexici run- ici sameinast hið almenna álit lærðra skandinava samtíðarinnar að íslenskan væri lykillinn að sameiginlegri arfleifð frá gullöld norrænn- ar menningar og sú fullvissa Ole Worms að elstu norræn rit hefðu upprunalega verið skráð með rúnaskrift. Á þessum tímum endur- reisnar var litið á íslenskar miðaldabókmenntir sem vitnisburð um glæsilega menningu norðursins; menningu sem hvergi gaf hinni klassísku evrópsku menningu eftir. Vandinn var þó sá að málið í þessum óþrjótandi uppsprettum fróðleiks var torskilið fyrir skand- inavíska fræðimenn. Það er því ekki íslenska samtíðarinnar sem lýsingin í SLR á við. Eins og kemur fram í bréfi Ole Worms til Magnúsar Ólafssonar í Laufási, þar sem hann lætur fyrst í ljós óskir um orðalista, eru það gömul orð og orðtök sem hann hefur í huga: Gid der var en, som kunde opstille en Ordfortegnelse over gamle og digteriske Ord og Talemaader; det vilde være et meget nyttigt Arbejde, og hojst nodvendigt for at frelse det gamle Sprog fra Un- dergang. (Breve 1965:343) Þegar SLR kom út 1650 var hún ekki fyrst og fremst til þess fallin, eins og orðabókum yfirleitt er ætlað, að greiða fyrir samskiptum manna sem hafa takmarkaða kunnáttu í tungumáli hvor annars. Sem slík mun hún ekki hafa komið að miklu gagni. Þetta á hún sameigin- legt með fyrstu íslensku orðabókunum yfirleitt, þeim var ætlað að koma til móts við þarfir „erlendra fræðimanna sem áhuga höfðu á ís- lenskum fornritum" (Guðrún Kvaran 2009:54, sjá einnig Anna Helga Hannesdóttir 2004:105). Orðabókin á sér hliðstæðu í sænskri orðabókasögu 17. aldar. í upp- hafi aldarinnar var Johannes Bureus þjóðminjavörður og þjóðarbóka- vörður Svía. Hann vann að fornrannsóknum á svipaðan hátt og Worm og fylgdust þeir með verkum hvor annars. Bureus bókfesti rúnaristur og fornan orðaforða og gaf einnig út miðaldatexta. Seinna á öldinni lét Olof Verelius gefa út íslenskar miðaldasögur á íslensku, latínu og sænsku. Einnig vann hann að orðabókinni InAcx lingvae veteris sci/tho- scandicae sive gothicae sem kom út 1691, níu árum eftir dauða hans. Hann var, eins og Worm, fullviss um hlutverk íslenskunnar sem sam-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.