Orð og tunga - 01.06.2012, Page 87
Ásgrímur Angantýsson
Handbók um íslensku
Handbók um íslensku. Hagnýtur leiðarvísir um íslenskt mál, málnotk-
un, stafsetningu og ritun. Ritstjóri Jóhannes B. Sigtryggsson. JPV út-
gáfa, Reykjavík. 2011. (401 bls.) ISBN 978-9935-11-172-2.
1 Inngangur
Stofnun Arna Magnússonar í íslenskum fræðum stendur að útgáfu
Handbókar um íslensku (HUI) með stuðningi Þjóðhátíðarsjóðs. Henni er
„ætlað að vera handhægt rit þar sem hægt er að leita svara við margs
konar spurningum sem vakna við ritun" og lögð er áliersla á „þau
atriði í málnotkun, stafsetningu og ritun sem fólk á helst erfitt með"
(bls. 5). Aftan á bókarkápu er enn fremur sagt að HUÍ sé „aðgengilegt
uppsláttarrit". I reglugerð um Stofnun Arna Magnússonar í íslensk-
um fræðum (861/2008) segir: „Stofnunin miðlar þekkingu á íslenskri
tungu. Málfarsráðgjöf og leiðbeiningar liennar miða að eflingu og varð-
veislu íslenskrar tungu í ræðu og riti og skulu byggðar á fræðilegum
grundvelli." Markhópurinn er samkvæmt formála sá sístækkandi
hópur sem fæst við ýmiss konar skrif og markaðssetning bókarinnar
bendir til þess að hún sé ætluð mjög breiðum lnópi Jesenda. Þar sem
leiðbeiningar um málnotkun er víða að finna í kennslubókum og
handbókum lilýtur liugmyndin með þessari útgáfu að vera sú að
draga saman það markverðasta í þeim efnum, setja það skilmerkilega
fram og byggja umfjöllunina á rannsóknum eins og kostur er.
Markmiðið með þessum ritdómi er annars vegar að leggja mat á
hvernig til hefur tekist með útgáfu Handbókar um íslensku og benda á
Orð og tunga 14 (2012), 77-82. © Stofnun Ama Magnússonar í íslenskum fræðum,
Reykjavík.