Orð og tunga - 01.06.2012, Page 88

Orð og tunga - 01.06.2012, Page 88
78 Orð og tunga leiðir til að gera betur ef hún verður gefin út aftur og hins vegar að leiðbeina lesendum um notkun bókarinnar. Meginniðurstaðan er sú að ritið sé skref í átt að vönduðu yfirlitsverki á þessu sviði en þarfnist engu að síður rækilegrar endurskoðunar. Annar kafli ritdómsins fjall- ar um skipulag og frágang og þar er því haldið fram að stokka þurfi upp efnisskipan bókarinnar. Þriðji kafli fjallar um efnistök og meðal niðurstaðna þar er að umfjöllun um ýmsar mikilvægar málnýjungar verði útundan. I fjórða kafla eru niðurstöður dregnar saman. 2 Skipulag og frágangur Handbók um íslensku er einkar glæsileg í útliti. Kápan er falleg og text- inn vel frágenginn. Efnisskipan orkar hins vegar tvímælis og bitnar því miður á notagildi bókarinnar. Ekki virðist hafa verið tekin ákvörð- un um hvort bókin ætti að vera uppflettirit, greinasafn eða blanda af hvoru tveggja þar sem skilin væru þó skýr. Fyrir vikið er efninu raðað niður á nokkuð handahófskenndan hátt og hætt er við að margvís- legur fróðleikur fari fyrir ofan garð og neðan. Þetta er bagalegt því að handbækur verða að vera aðgengilegar og notendavænar. Meginmál bókarinnar skiptist í tvo hluta. Sá fyrri heitir Málnotkun, stafsetning og ritun (bls. 9-282) ensá síðari Um íslensktmál (bls. 283-378) og er köflum raðað í stafrófsröð í hvorum hluta fyrir sig. Auk þess er formáli (bls. 5-8), heimildaskrá (bls. 379-387) og atriðisorðaskrá (bls. 388-401). Efnisyfirlit meginmáls er innan á bókarkápu fremst og aftast en þar hefði nauðsynlega þurft að vekja athygli á atriðisorðaskránni því að hún er gagnlegur lykill að efni bókarinnar. Fyrri hlutinn virðist eiga að endurspegla „það sem fólk á helst erfitt með" og í síðari hlut- anum eru „fróðleikskaflar um ýmis svið tungunnar" eins og það er orðað í formálanum. Sumir kaflar í fyrri hlutanum gætu þó vel staðið sem sjálfstæðir leskaflar, t.d. kaflarnir Gott mál og Leiðbeiningar um gott mál: hóflega formlegt ritað mál. Þar eru líka sérstakir kaflar um suma orðflokka en ekki aðra, t.d. langur kafli um fornöfn en enginn sambæri- legur kafli um nafnorð. Raunar má velta fyrir sér hvort málnotendur eigi yfirhöfuð „erfitt með" tiltekna orðflokka. I fyrri hlutanum ægir saman mjög almennum og þröngum kafla- heitum. Annars vegar eru t.d. kaflar sem heita Bcygingar, Fornöfn, Gott mál og Réttritun og uppruni orða og hins vegar Spurningarmerki, j inni í orði og Strik og bönd. Hér hefði verið heillavænlegra að hafa ann- aðhvort flettur í stafrófsröð með markvissum skýringum og dæm-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.