Orð og tunga - 01.06.2012, Page 90

Orð og tunga - 01.06.2012, Page 90
80 Orð og tunga í HUI er umræða um „þágufallssýki", notkun dvalarhorfs/fram- vinduhorfs og nýju þolmyndina/formgerðina vægast sagt snubbótt og ekkert vitnað í heimildir um efnið þótt full ástæða sé til. Allt eru þetta formgerðir sem málvöndunarmenn hafa fett fingur út í og mál- fræðingar hafa fjallað talsvert um á undanförnum árum (sjá t.d. Astu Svavarsdóttur 1982, Jóhannes Gísla Jónsson og Þórhall Eyþórsson 2003 og Höskuld Þráinsson 2005). Leiðbeiningar um meðferð gagn- verkandi fornafna (lwor/hver annan) og deilifornafna (sinn hvor/hver) eru vel unnar og byggðar á traustum heimildum. Hefðbundin notkun þessara fornafna virðist þó á hröðu undanhaldi í nútímamáli (sbr. Höskuld Þráinsson 2011). Það er málpólitísk spurning hversu miklum kröftum eigi að eyða í að endurvekja tilbrigði af þessu tagi. Málfarsleiðbeiningar í HUÍ eiga að vera byggðar á fræðilegum grunni og því er eðlileg krafa að þær séu rökstuddar. Það er að sjálf- sögðu víða gert í bókinni en ekki alltaf. Fremst í meginmáli (bls. 11- 12) er t.d. listi yfir nokkur algeng dæmi um forsetningarnar að og af í ýmsum samböndum en engar skýringar gefnar. Hér væri rakið að nefna tengsl við dvöl og hreyfingu og að sögnin í setningunni skipti máli (Það er gaman að þessu / Margir hafa gaman afþessu) (sbr. t.d. Jón G. Friðjónsson 2003). Ef málfarsleiðbeiningar eiga að vera til gagns verður að höfða til skilnings. Eitt viðfangsefna HUI er að leiðbeina um stafsetningu og greinar- merkjasetningu. I Auglýsingu um íslenska stafsetningu (nr. 132/1974 með innfelldum breytingum 261/1977) eru reglur um stóran staf og lítinn mjög óljósar á köflum, einkum hvað varðar valfrelsi í heitum stofnana (t.d. M/menntamálaráðuneyti). Bent hefur verið á leiðir til að túlka þær á skýrari hátt og auðvelda málnotendum að fara eftir þeim (sjá umræðu hjá Margréti Guðmundsdóttur 2000, Margréti Jónsdóttur 2006 og Höskuldi Þráinssyni 2009). Því miður er engin tilraun gerð til þess að greiða úr þessum flækjum í HUÍ og ekkert vitnað í umræðu málfræðinga um stafsetningarreglurnar. I reglum um eitt orð og tvö, þar sem einnig er visst valfrelsi, er hins vegar stundum tekin afstaða þótt forsendurnar séu ekki ljósar (bls. 37). I því efni er raunar ósam- ræmi vegna þess að á bls. 15 er mælt með rithættinum innan bæjar en á bls. 37 er mælt með því að láta áherslu ráða. Þá er mælt með að skrifa heiti fornsagna í aðskildum orðum (Brennu-Njáls saga o.s.frv.) „samkvæmt hefð" (bls. 34). Þessi ráðlegging fer þó í bága við anda stafsetningarreglnanna og það viðmið að orðáhersla ráði. Itarleg umræða um málfræðihugtök er að sjálfsögðu utan ramma HUI en gera verður þá kröfu að skilgreiningar séu skýrt orðaðar og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.