Orð og tunga - 01.06.2012, Page 93
r
Veturliði G. Oskarsson
Rit um aðkomuorð á Norðurlöndum
Ritröðin Moderne importord i spráka i Nordcn I-XI (Oslo 2003-2009) er
afrakstur samnefnds rannsóknarverkefnis. Aðalritstjóri er Helge
Sandey prófessor í Björgvdn og var hann jafnframt í forsvari fyrir
verkefninu. Út eru komin tólf bindi þegar þetta er ritað en áætlað er
að bindin verði alls fimmtán. Auk þeirra verka sem hér verður fjallað
um er innan tíðar von á bók eftir Jógvan í Lon Jakobsen um viðhorf
í Færeyjum. Enn fremur er stefnt að því að út komi bók um viðhorf
í finnskumælandi hluta Finnlands eftir Saija Tamminen. Loks er í
vændum heildaryfirlit og lokaskýrsla í einu bindi eftir Helge Sandoy
og Tore Kristiansen.
Meginmarkmið verkefnisins voru annars vegar þau að bera saman
afdrif aðkomuorða (erlendra orða, tökuorða) sem borist hafa inn í
Norðurlandamálin, þ.m.t. finnsku, eftir seinni heimsstyrjöld (1945)
og hvernig orðin hafa aðlagast rihnáli og talmáli, og hins vegar að
varpa ljósi á viðhorf málnotenda til slíkra aðkomuorða og annarra
erlendra áhrifa á tungumálið (sjá heimasíðu verkefnisins, http://folk.
uib.no/hnohs/Moderne importord i spraka i Norden.html). Þau tólf
bindi sem út eru komin eru vel yfir 2000 bls. að lengd og hafa að
geyma meira en 70 mismunandi greinar, bókakafla og sérrit. Ekki er
vegur að gera grein fyrir svo miklu efni í stuttri umsögn og verður hér
að mestu staldrað við það sem snýr að íslensku.
Helge Sandey (ritstj.). 2003. Med 'bil' i Norden i 100 ár. Ordlaging og
tilpassing av utalandske ord. Moderne importord i spráka i Norden I.
Oslo: Novus forlag. 153 bls. ISBN 82-7099-380-8.
Þetta fyrsta bindi ritraðarinnar er ráðstefnurit með 17 greinum um
ný orð og aðkomuorð og aðlögun þeirra í norrænum málum. Um
Orð og tunga 14 (2012), 83-89. © Stotnun Áma Magnússonar í íslenskum fræðum,
Reykjavík.