Orð og tunga - 01.06.2012, Síða 101
Bókafregnir
Nýjar íslensk-erlendar orðabækur
Islensk-spænsk orðabók. Diccionario Islandés-espafiol. Ritstj.: Guðrún H. Tulin-
ius, Margrét Jónsdóttir, Sigrún A. Eiríksdóttir, Teodore Manrique Antón og
Viola Miglio. Reykjavík: Forlagið. 2011. (xi + 701 bls.) ISBN 978-9979-53-
554-6.
A síðasta ári kom út ný íslensk-spænsk orðabók. Hún kemur í kjölfar spænsk-
íslenskrar orðabókar sem kom út fyrir fáeinum árum og var unnin af sama
ritstjómarhópi (Spænsk-tslensk orðabók, Mál og menning 2007). Með þessari
nýju bók er því lokið ákveðnu verki sem þær Guðrún H. Tulinius og Margrét
Jónsdóttir gerðu m.a. grein fyrir í þessu tímariti fyrir nokkrum árum (sjá Orð
og tunga 8 (2006), bls. 153-155).
Uppflettiorð í bókinni eru um 27 þúsund talsins eftir því sem segir á
bókarkápu og þeim fylgja ríflega 13 þúsund orðasambönd og máldæmi. Hún
er því á stærð við algengar skólaorðabækur rétt eins og forveri hennar enda
er hún ekki síst ætluð nemendum á ýmsum skólastigum. í samræmi við það
hefur áhersla verið lögð á orðaforða daglegs máls í samtímanum, orð sem
tengjast ákveðnum sérsviðum og fagorð úr tilteknum fræðigreinum. Við val
á sértækum orðaforða hefur verið tekið mið af samskiptaþörfum íslensku- og
spænskumælandi notenda nú á dögum, með því t.d. að leggja áherslu á orð
sem tengjast ferðamennsku, sjávarútvegi og menntun, viðskiptum, lögfræði
og upplýsingatækni. 1 greinunum eru gefnar hefðbundnar upplýsingar
um málfræði, þ.e. orðflokk og kyn íslensku uppflettiorðanna ásamt völd-
um beygingarmyndum eða endingum, og um málnotkun, einkum merk-
ingarsvið og/eða málsnið. Framan við orðabókina eru, auk formála, stutt-
ar en greinargóðar leiðbeiningar um notkun hennar og yfirlit yfir skamm-
stafanir og styttingar.
Islex orðabókin. (án ártals) Islensk-dönsk/norsk/sænsk veforðabók. Aðalrit-
stjóri: Þórdís Ulf’arsdóttir. Reykjavík/Kaupmannahöfn/Bergen /Gautaborg:
Stofnun Arna Magnússonar í íslenskum fræðum, Det Danske Sprog- og
Litteraturselskab, Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier &
Institutionen för svenska spráket. Vefaðgangur: http://islex.hi.is/ (danskt,
norskt og sænskt viðmót: http://islex.dk/, http://islex.no/, http://islex.se).