Orð og tunga - 01.06.2012, Page 103
Bókafregnir
93
á eftir notkunarleiðbeiningum (1 bls.) og efnisyfirliti kemur ensk-íslenskur
orðalisti (u.þ.b. 60 bls.) með stuttum og einföldum orðabókagreinum. Þær
eru flestar aðeins enskt uppflettiorð og íslenskt jafnheiti þess, stundum
með skýringarmynd. I einstaka greinum eru þó gefin stutt notkunardæmi
til frekari skýringar, t.d. þegar um fleiri en eina merkingu er að ræða og með
orðum sem ekki hafa skýra merkingartilvísun heldur tákna e.k. vensl innan
sehiingar. Beinar málfræðilegar upplýsingar eru aftur á móti litlar sem engar.
Á eftir þessum hluta fylgja u.þ.b. 30 opnur þar sem orðaforði á tilteknum
merkingarsviðum er sýndur myndrænt þannig að á hverri opnu er mynd
eða myndir sem tengjast tilteknu sviði eða þema og eru orð (sem að jafnaði
eru einnig þýdd í orðalistanum) tengd við viðeigandi myndhluta. Sem dæmi
um þemu má nefna „Nature" (dýr, plöntur o.fl.), „The body" (líkamshlutar),
„The Living Room" (húsgögn, húsbúnaður) og „Time" (árstíðir, vikudagar,
veður o.fl.). Síðustu opnurnar í þessum hluta tengjast tilteknum orðflokkum
- sögnum og forsetningum, andstæðum, ólíkum myndum sagnarinnar to be
og algengu orðalagi („Common Phrases"). Síðasti hluti bókarinnar (rúmlega
50 síður) geymir svo íslensk-enskan orðalista sem speglar fyrsta hlutann.
Islensk barnaorðabók er ný einmála orðabók yfir íslensku. Hún er greini-
lega öðrum þræði ætluð til þess að þjálfa börn í notkun orðabóka og búa þau
þannig undir að notfæra sér almennar orðabækur síðar. Orðabókagreinamar
eru byggðar upp og settar fram eins og tíðkast í hefðbundnum orðabókum
með upplýsingum um orðflokk og beygingu uppflettiorðanna, orðskýringu
sem skipt er í merkingarliði þar sem við á og notkunardæmum þar sem
orðin eru sýnd í samhengi. Skammstöfunum er aftur á móti stillt í hóf, t.d.
eru beygingarmyndir sýndar í heilu lagi en ekki einungis með endingum.
Skýringarnar eru heilar setningar og greinilega er leitast við að hafa þær
einfaldar og ljósar. Mikið er af myndum í bókinni og þær virðast bæði
gegna skreytingar- og skýringarhlutverki. Framan við orðabókarhlutann
er ítarlegur inngangur (10 bls.) með leiðbeiningum um notkun bókarinnar
þar sem bygging flettugreinanna og einstakir hlutar þeirra eru skýrðir ná-
kvæmlega. Þar er jafnframt formáli um bókina og skammstafanaskrá. Aftan
við orðabókarhlutann eru svokallaðar þemasíður á tíu opnum. Þær eru af
ýmsu tagi, t.d. er ein opna helguð málsháttum, önnur orðtökum og sú þriðja
andheitapörum og er hvert og eitt skýrt með mynd. Ein opna geymir heiti
á árstíðum og mánaðaheiti, þ.á m. yfirlit yfir gömul íslensk mánaðaheiti,
og önnur er lögð undir norræna goðafræði. Hlutverk orðabókarinnar sem
kennslugagns fær stuðning af verkefnum fyrir mismunandi aldursflokka sem
nálgast má á vefsíðu útgáfunnar (sjá http://www.forlagid.is/?p=583254).
Þrjú afmælis og minningarrit
Nefningar. Greinar eftir Svavar Sigmundsson gefnar út í tilefni af sjötugs-
afmæli hans 7. september 2009. Ritnefnd: Ari Páll Kristinsson, Guðrún