Orð og tunga - 01.06.2012, Page 111
Ráðstefnufréttir
101
lýsingar má nálgast á vefsíðunni http://www.saw-leipzig.de/news/ichll7set_
language=en.
Euralex 2012
1 sumar verður fimmtánda alþjóðlega EuRALEX-ráðstefnan haldin í Osló.
Slíkar ráðstefnur eru haldnar á tveggja ára fresti í nafni evrópsku orðabóka-
fræðisamtakanna Euralex (European Association for Lexicography) og að
þessu sinner Háskólinní Oslógestgjafi. Ráðstefnan, sem fer fram dagana 7-
11. ágúst, er skipulögð af málvísinda- og norrænudeild háskólans (Institutt
for lingvistiske og nordiske studier) og norska málráðinu undir forystu
Ruth Vatvedt-Fjeld. Gert er ráð fyrir að ráðstefnan spanni öll helstu svið
orðabókafræði en þau efni sem verða í brennidepli á ráðstefnunni að þessu
sinni eru:
• Orðabókafræði og þjóðarímynd
• Frumbyggjamál og orðabókafræði
• Orðabókagerð á grundvelli málheilda
• Orðabókafræði í máltækni
• Fjölmála orðabækur
• Orðabókafræði og kenningar í merkingarfræði
• íðorð, sérhæft mál og orðabókafræði
Auk þess er gert ráð fyrir kynningum á orðabókafræðilegum og orðfræði-
legum verkefnum og einnig verður rúm fyrir önnur umræðuefni. Auk fyr-
irlestra verður boðið upp á veggspjaldakynningar og sýningar . Frestur til
að skila tillögum að erindum eða veggspjöldum er þegar liðinn en enn er
hægt að skrá sig til þátttöku í ráðstefnunni. Allar upplýsingar um hana eru á
vefsíðunni http://www.hf.uio.no/iln/forskning/aktuelt/arrangementer/kon-
feranser-seminarer/2012/euralex/ sem líka má nálgast gegnum vef Euralex,
http://www.euralex.org/,
Norræna málnefndaþingið
Dagana 30. og 31. ágúst 2012 heldur samstarfsnet norrænu málnehndanna
hið árlega þing sitt í Osló. Þema þess verður textun kvikmynda og sjón-
varpsefnis. Þingið er öllum opið en dagskrá þess hefur enn ekki verið birt.
Frekari upplýsingar munu m.a. birtast á vefsíðu Nordisk sprogkoordination,
http://nordisksprogkoordination.org/konferencer-l.