Morgunblaðið - 09.06.2016, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.06.2016, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 „Árituðum bréfum í dreifikerfinu hefur fækkað um 51% á síðustu tíu árum,“ segir Ingimundur Sigur- pálsson, forstjóri Íslandspósts, að- spurður hvers vegna þjónusta póstsins á landsbyggðina hafi dreg- ist svo mikið saman undanfarin ár. Pósturinn ákvað nýlega að bera póst á landsbyggðinni út þrjá daga í viku aðra vikuna og tvo hina. Hafa margir lýst yfir óánægju sinni með nýja fyrirkomulagið. Ingimundur segir mikinn sparnað falinn í því að fækka póstdreifingardögum. Það sé ástæðan fyrir því að póstur í þéttbýli hafi til dæmis verið borinn út annan hvern dag síðan 2012. Ingimundur telur flesta hafa skilning á því að ekki hafi verið hægt að reka póstþjónustu sem ekki stendur undir sér, enda- laust. Þó hafi borist ályktanir frá sveitastjórn- um þar sem nýja fyrirkomulagið er gagnrýnt. Hann telur þá gagnrýni þó frekar beinast að ríkinu. „Víða í Evrópu er dreifbýlisþjónustan greidd niður. Norðmenn borga sex milljarða á ári til að niðurgreiða póstþjónustuna,“ segir Ingimund- ur. Gagnrýnt hefur verið að A- póstur komist ekki lengur tím- anlega til skila á landsbyggðinni. Ingimundur segir A-póstþjónustu Póstsins standast allar kröfur. „Við mælum þetta oft á ári og skilum niðurstöðum til Póst- og fjar- skiptastofnunnar og erum alltaf yf- ir þessum viðmiðum á landsvísu,“ segir Ingimundur. Annars á hann von á því að dreifingardögum fækki enn frekar í framtíðinni. Þró- un í þá átt sé hafin á hinum Norður- löndunum og skoðanakannanir bendi til þess að fólk telji fullnægj- andi að fá póst tvisvar til þrisvar í viku. Hann á því von á að grunn- krafan verði brátt svipuð hér og þá verði hægt að spara mikið í kerfinu. elvar@mbl.is Póstþjónusta mun skerðast  Sendum bréfum fækkað um rúmlega helming  Ekki forsendur fyrir taprekstri  Póstþjónusta mun líklega dragast meira saman Ingimundur Sigurpálsson Umræða um heimagistingu og leigu- íbúðir í skammtímaleigu fór fram í borgarstjórn á þriðjudag. Þar kom fram í bókun borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins að fjöldi hótelrýma myndi ekki mæta fjölda ferðamanna næstu árin og enn yrði mikil eftir- spurn ferðamanna eftir íbúðarhús- næði í skammtímaleigu. Þá segir enn fremur í bókuninni að á sama tíma sé líklegt að húsnæðisvandinn í Reykja- vík verði enn mjög alvarlegur. „Ný lög gera heimagistingu auðveldari en setja jafnframt þak á fjölda útleigu- daga og leigutekjur. Í Reykjavík eru íbúðir sem nýttar eru í heimagistingu nú langflestar leigðar út lengur en 90 daga og fyrir hærri fjárhæðir en lögin geri ráð fyrir. Nauðsynlegt er að borgar- stjórn fylgist náið með hvort þróun verður á þann hátt að íbúðarhúsnæði verði í meira mæli notað í skamm- tímaleigu en áður og hvort íbúðar- húsnæði sem nú er nýtt í heimagist- ingu verði breytt í íbúðargistingu í meira mæli með frekari langtíma- áhrifum á almennan leigumarkað. Þá þarf að setja viðmið um hvenær fjöldi íbúða í skammtimaleigu hafi nei- kvæð áhrif á íbúaskilyrði einstakra hverfa eða svæða.“ benedikt@mbl.is Borgarstjórn verð- ur að fylgast með  Eftirspurn eftir skammtímaleigu Samfélagssjóður Valitor veitti ný- verið alls níu styrki sem námu átta milljónum króna. Hlutverk sjóðsins er að styðja við vandlega valin mál- efni, sem bæta mannlíf og efla. Stjórn sjóðsins afhenti styrkina, en hana skipa Guðmundur Þorbjörns- son, stjórnarformaður Valitor, Við- ar Þorkelsson, forstjóri Valitor, og Kristján Þór Harðarson, fram- kvæmdastjóri alþjóðasviðs Valitor. Sjóðurinn var stofnaður fyrir 24 ár- um og hafa frá upphafi verið veittir samtals 182 styrkir til einstaklinga og samtaka, sem láta til sín taka á sviði menningar-, mannúðar-, sam- félags- og velferðarmála. Meðal þeirra sem hlutu styrk að þessu sinni eru Herdís Stefáns- dóttir, til að stunda meistaranám í kvikmyndatónsmíðum við New York University, Kammermúsík- klúbburinn, vegna 60 ára afmælis klúbbsins, vökudeild Landspítalans, til að kaupa hugbúnað sem sam- hæfir næringarblöndur við blóð- prufur og einnig til kaupa á hús- gögnum í foreldraherbergin til að bæta aðbúnað foreldra og nýbura. Þá fékk Geðhjálp styrk til að fram- leiða myndband vegna verkefnisins ,,Útmeð’a“ sem hvetur ungt fólk til að tjá sig um andlega líðan til að draga úr hættu á sjálfsskaða og sjálfsvígum, svo fátt eitt sé nefnt. benedikt@mbl.is Glaðbeitt Styrkþegar úr samfélagssjóði og fulltrúar þeirra ásamt stjórn- endum Valitor að lokinni athöfn þar sem styrkirnir voru afhentir. Styrkir veittir til góðra verka  Úthlutað úr Samfélagssjóði Valitor Skúli Halldórsson sh@mbl.is Marco Antonio Evaristti, sem hefur verið kærður af landeiganda að Geysissvæðinu fyrir að hafa sett rauðan lit í hverinn Strokk, heldur því fram að liturinn hafi verið skað- laus. Þá hafi hann rannsakað mögu- lega skaðsemi hans áður en hann framdi gjörninginn. Þetta kom fram við aðalmeðferð málsins í Héraðs- dómi Suðurlands í gær. Er Evaristti var spurður af sak- sóknara hvernig hann gæti útskýrt þann verknað sem hann er ákærður fyrir, sagðist Marco, en það er lista- mannsnafn Evaristti, hafa fram- kvæmt listaverk í ýmsum löndum. „Ég geri það vegna þess að ég tel það nauðsynlegan þátt í umleitan minni við að annast náttúruna,“ sagði Marco. „Þetta lítur fallega út og ég not- aðist við skaðlausa ávaxtaliti. Ég gerði þetta á grundvelli skýrslu rannsóknarstofnunar í Danmörku þar sem fram kemur að þetta efni sé skaðlaust og eyðist innan nokkurra klukkutíma. Landslagið er notað sem nokkurs konar málarastrigi, til að framkvæma listaverkið,“ sagði hann. Einnig kom fram að hann hefði sett fimm lítra af litnum í hverinn og að hann teldi að hann hefði ekki raskað umhverfi hversins og honum sjálfum með einhverjum hætti. Fram kom í málflutningi saksókn- ara að ljóst væri að talsverð spjöll hefðu orðið á hvernum þegar litnum var hellt í hverinn. Liturinn hefði varað í nær viku og þannig haft slæm áhrif á upplifun þeirra sem svæðið heimsóttu á þeim tíma. Þá sagði sak- sóknari að lokum að ákæruvaldið teldi hæfilega refsingu vera 200 þús- und króna sekt. Verjandi Marco sagði engan ágreining vera um málavöxtu, held- ur aðeins hvort verknaðurinn væri refsinæmur því að 37. grein náttúru- verndarlaga fæli ekki í sér nægilega skýra refsiheimild. Segist hafa sett skað- lausan lit í Strokk  Notaði ávaxtaliti til að lita Strokk  Áhrifa gætti í viku Upplifun Verjandi Marco sagði gjörninginn vera „eins og að krota í sand á strönd“, sem myndi mást skömmu síðar. Enginn sá Strokk gjósa rauðu. Strokkur málaður » Marco Antonio Evaristti er ákærður fyrir að hafa sett rauðan lit í hverinn Strokk. » Geysir og hverasvæðið sem við hann er kennt eru ekki frið- lýst. » Ákæruvaldið telur hæfilega refsingu vera 200 þúsund króna sekt. Bíldshöfði 12 · 110 Rvk · 5771515 · skorri.is Er vagninn rafmagnslaus Frístunda rafgeymar í miklu úrvali ? Stjórn Lands- sambands kúa- bænda hefur gengið frá ráðn- ingu Margrétar Gísladóttur sem framkvæmda- stjóra LK frá og með næstu mán- aðamótum. Þá mun Baldur Helgi Benjamíns- son láta af störfum eftir 10 ár hjá LK. Margrét er menntaður al- mannatengill og markþjálfi og hef- ur reynslu af stjórnun og ráðgjöf á sviði upplýsinga- og kynningar- mála. Hún hefur undanfarið starf- að sem ráðgjafi hjá KOM ráðgjöf og rak áður eigið ráðgjafarfyrir- tæki, Taktík ehf. Árin 2013-2015 starfaði hún sem aðstoðarmaður utanríkisráðherra og sem sér- stakur ráðgjafi ráðherra í forsætisráðuneytinu. Nýr framkvæmda- stjóri kúabænda Margrét Gísladóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.