Morgunblaðið - 09.06.2016, Page 14

Morgunblaðið - 09.06.2016, Page 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 Fyrir konur á öllum aldri Margir litir • Stærðir S-XXXXL Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Velúrgallar Verið velkomin TAX FREEaf öllum snyrtivörum út júní Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Ef enginn flytur hingað meðbörn verður eitt barn eftirá skólaaldri í vetur, en þaðer dóttir mín, þá munum við flytja til Reykjavíkur og sækja skóla þar. Ef skólastjóri með börn sækir um stöðuna sem er laus þá verður skóli áfram. Það er ósk okkar allra að þessi frábæra menntastofnun haldi velli,“ segir Elín Agla Briem, íbúi í Árneshreppi á Ströndum og þjóðmenningarbóndi. Staða skólastjóra og kennara við Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi hefur verið auglýst. Í auglýsingunni er tekið fram að vegna smæðar sam- félagsins er fólk með börn hvatt til að sækja um en íbúð fylgir stöðu skóla- stjóra. Elín Agla bendir á að staða kaupfélagsstjóra sé einnig laus og húsnæði fylgir því líka. Í fyrsta skipti í áraraðir er einnig jörð til sölu í Ár- neshreppi. Hún bendir á að það sé því tilvalið fyrir barnafjölskyldu að kaupa jörð og stunda búskap í sveit- inni. Gjöfull tími Árneshreppur á Ströndum er fá- mennt sveitarfélag. Um 40 íbúar eru þar yfir vetrartímann, að sögn Elínar Öglu en þeim fjölgar töluvert á sumr- in. Flogið er á Gjögur tvisvar í viku en yfir vetrartímann getur verið ófært landleiðina þegar vegirnir eru ekki mokaðir. Elín Agla hafði enga tengingu í Árneshreppinn áður en hún kom þangað í fyrsta skipti árið 2007 til að gifta sig. Sama ár rak hún nefið í aug- lýsingu frá hreppnum þar sem spurt var um galdrakunnáttu en um var að ræða lausa stöðu skólastjóra við Finnbogastaðaskóla. Úr varð að Elín sótti um. Hún var eini umsækjandinn á þeim tíma og fékk starfið þrátt fyrir að vera ekki með formlega kennara- menntun. „Þetta var gjöfulasti og dýrmætasti tími sem ég hef lifað,“ segir Elín Agla sem starfaði sem skólastjóri við Finnbogastaðaskóla í þrjú ár. Samfélagið heillar mest „Það er samfélagið sem heldur mér hér. Það er eitthvað sem lifir hér sem er hollt fyrir fullorðna og börn og er mjög dýrmætt. Þegar ég kom hingað fyrst féll ég í stafi yfir sam- félaginu en náttúran er líka stór- brotin og einstök og það spillir ekki fyrir,“ segir Elín Agla. Hún segir ein- stakt að búa á Ströndunum í alla staði en samfélagið sem er fámennt en samheldið vegi þyngst í ákvörðun hennar um að búa þar. Hún segir alla í sveitinni tilbúna að leggja sitt af mörkum til samfélagsins og hjálpa hver öðrum. Þrátt fyrir að sveitarfélagið sé á meðal þeirra afskekktustu á landinu, sérstaklega yfir vetrartímann, segist Elín Agla aldrei finna fyrir einmana- leika. „Það er fátt betra yfir vetrar- tímann en að fara í Krossneslaug, horfa á stjörnurnar og norðurljósin. Þetta er fallegasta laug á landinu, einstök náttúruperla sem margir vilja komast í tæri við yfir sumartímann.“ Elínu er margt til lista lagt og nýverið bætti hún nýjum starfstitli við en hún starfar sem löndunarstjóri við Norðurfjarðarhöfn. Hún lauk ný- verið tilskildum prófum til þess og keyrir lyftara og tekur á móti silfri hafsins af rúmlega 20 smábátum. „Þetta er mjög skemmtilegt en krefjandi. Það er svo gaman að fá tækifæri til að kynnast sjávarútveg- inum sem er það dýrmætasta sem við eigum. Svo er ekki verra að vera hornsteinn kvótakerfisins. Þegar ég tók prófið var lögð áhersla á að við værum í mjög mikilvægu starfi. Við sjáum um að vigta allt og skrá það sem kemur upp úr sjónum,“ segir El- ín Agla. Í fyrradag tók hún á móti 15 þúsund kílóum af þorski. Við hlið hennar starfar Gunnsteinn Gíslason, fyrrverandi löndunarstjóri og oddviti um áratugaskeið. Hún segist vera einstaklega heppin að fá að starfa við hlið Gunnsteins sem styðji hana vel í starfinu. „Það er alltaf gaman að læra eitthvað nýtt og það hefur þetta sam- félag kennt mér. Ég vil hvetja alla til að gefa þessu tækifæri og sækja um. Það skiptir máli núna að styðja við smærri byggðir í landinu því það er fólk sem viðheldur því. Ég hlakka einlæglega til að taka á móti nýju fólki,“ segir Elín Agla. Stýrði skóla og er nú löndunarstjóri Skólahald í Árneshreppi á Ströndum gæti lagst af ef fleiri börn flytja ekki í sveitarfé- lagið en skólastjóri með börn er hvattur til að sækja um lausa stöðu við Finnboga- staðaskóla. Elín Agla hafði aldrei stigið fæti í Árneshreppinn en féll fyrir honum ár- ið 2007 þar sem hún hefur búið ásamt dóttur sinni og er löndunarstjóri í dag. Ljósmynd/Davíð Már Bjarnason Náttúruperla Krossneslaug er náttúruperla með útsýni langt út á haf. Ljósmynd/Yrsa Roca Fannberg Vinir Elín Agla Briem með tíkina Kátu í fanginu á góðri stund. Ljósmynd/Hrafn Jökulsson Löndunarstjóri „Að vinn’ á lyftara? Ekkert mál. Það er ekkert mál.“ Þetta sungu Grýlurnar forðum og ætli Elín Agla söngli ekki með í vinnunni. Flestir Reykvíkingar hafa efalítið komið í helstu almenningsgarða borgarinnar, jafnvel fengið sér ís og sest þar á bekk á góðviðris- dögum. Ekki er þó síður notalegt að viðra sig að kvöldlagi. Í göngu- för með Birni Unnari Valssyni, verk- efnastjóra í Borgarbókasafni, verð- ur hins vegar ekki til setunnar boðið, en hann er í fararbroddi bókmenntagöngu um þrjá helstu almenningsgarða í miðborginni kl. 20 til 21.30 í kvöld, 9. júní. Komið verður við í Víkurgarði, sem oft er nefndur Fógetagarður. Einnig verður gengið um fagran og friðsælan Alþingisgarðinn, sem um- kringdur er háum steinvegg og er fyrir vikið fremur falinn og að sama skapi fáfarinn, þótt hann hafi verið opinn almenningi síðan 1950. Víkurgarður og Alþingisgarðurinn eru elstu almenningsgarðar í borg- inni. Loks verður gengið um Einars- garð, snotran, lítinn almennings- garð sem liggur fyrir ofan gömlu Hringbraut og fyrir neðan mót Laufásvegar og Barónsstígs. Einarsgarður á rætur sínar að rekja til Gróðrarstöðvarinnar sem starf- aði þar milli 1899 og 1931 og heitir í höfuðið á Einari Helgasyni garð- yrkjufræðingi. Í görðunum verður lesið úr ljóðum og sögum sem tengjast þessum grónu reitum. Gangan hefst við Borgarbókasafnið í Grófinni. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Bókmenntaganga um almenningsgarða í miðborginni Morgunblaðið/Ómar Falinn og fáfarinn Alþingisgarðinn hefur verið opinn almenningi síðan 1950. Fyrir ofan garð og neðan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.