Morgunblaðið - 09.06.2016, Page 32

Morgunblaðið - 09.06.2016, Page 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 ÞJÓÐVEGURINN Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hegranes er eyja í Skagafirði, fleyg- ur sem gengur frá strönd inn til landsins. Héraðsvötnin, hin vestari og austari, eru sín til hvorrar hliðar í þessu landi, en frá vötnum og upp í ásana eru ágæt ræktarlönd þar sem skógur dafnar. Norðarlega á nesinu Geitaberg, 122 metra hátt. Þaðan er vítt til allra átta og af endurvarpsstöð þar berast öldur ljósvakans til allra átta. Hegranesið er 15 kílómetrar á lengd og fimm kílómetrar á breidd og einkennist af klöppum og klettum. Austanvert í sveitinni er kirkjustað- urinn Ríp. Samkvæmt orðabók þýðir orðið ríp klettur og hér eru klettarnir næsta kynlegir staðir. Sautján bæir í byggð Margir telja að í Hegranesi búi huliðsverur af ýmsu tagi, jafnvel í meira mæli en annars staðar á Ís- landi. Sambúð hinna dularfullu afla og mennskra vera er hér yfirleitt góð. Heimildir segja frá því að í Hegra- nesinu hafi huldufólk átt að vera í hömrum, nykur í tjörnum og slæð- ingur látinna manna, til dæmis þeirra sem drukknað höfðu í Héraðsvötnum. Frægastur þeirra er sennilega helj- armennið Jón Ósmann Magnússon, sem lengi var ferjumaður við vestur- ós vatnanna hvar hann drukknaði ár- ið 1914. Stytta af honum við ósinn var reist fyrir nokkrum árum og er áber- andi þegar ekið er austur yfir vötnin. Skammt frá styttunni er svo hægt að beygja til suðurs og fara Hegranes- hringinn, sem er um 20 kílómetrar. Við skulum fara þangað. Í Hegranesi eru sautján bæir í byggð. Í Byggðasögu Skagafjarðar segir frá 30 barna föður í Hegranesi, prjónavélabyltingu og Sigurlaugu á Kárastöðum, sem las í garnir á haust- in og sagði fyrir um veður á komandi vetri. Þetta og fleira er arfleifðin í sveitinni á eyjunni þar sem fólk er yfirleitt með blandaðan búskap; kýr, sauðfé og hross. En eins og víða í sveitum landsins sækja margir at- vinnu og viðurværi í þéttbýli sem kallar á góðar samgöngur. En það verður að segjast að hringleiðin um þessa byggð er fremur braut en veg- ur. Nú stendur hins vegar til að bæta úr því með endurbyggingu vegarins á nesinu austanverðu. Stórt bú á skagfirska vísu „Það er kominn tími til að bæta vegina. Núverandi ástand er ekki boðlegt,“ segir Birgir Þórðarson, bóndi á Ríp. Þau Ragnheiður Hrefna Ólafsdóttir kona hans sitja þar á föð- urleifð hans og eru með um 50 hross og 550 fjár, sem telst allstórt á skag- firska vísu. Það er líka gott undir bú á Ríp; hagarnir grónir og láglendið sem liggur niður að Austari-Héraðs- vötnum er frjósamt svo þar hafa verið ræktuð víðfeðm tún. Í ræktunarstarfinu hefur Birgir svo þurft að taka tillit til þess að fleiri en mennskar verur búa Rípurbóndi „Þetta varð mér rækilegur lærdómur,“ segir Birgir Þórðarson, hér í úthaga sínum.  Gamla brúin yfir ós Vestari Héraðsvatna er falleg. Nú aðeins ætluð gangandi fólki. Álfabyggðin í eyjunni  Hegranesið er landið milli Héraðsvatna í Skagafirði  Eftirtektarvert og gott sambýli huldufólks við mennskar verur  Klettar, ásar, grónir hagar og frjósöm jörð  Hringvegurinn er með botnlanga Hegranesleiðin SAUÐÁRKRÓKUR 2 3 4 5 1 Loftmyndir ehf. Þegar ekið er til austurs frá Sauðárkróki yfir Hegranesið er út við nes- odda farið yfir blindhæð þar sem heitir Tröllaskarð. Og þegar farið er niður brekkuna þar blasir brúin á Austari-Héraðsvötnum við. Nýr vegur þarna var lagður 979 og þá stóð til að sprengja klappirnar í Trölla- skarði niður og útrýma blindhæðinni. Þetta hefði verið rakið dæmi ef ekki hefðu komið til skilaboð á miðilsfundum um að þarna í bústöðum álfa ætti ekki að sprengja. Einnig lét fornkonan Gríma í sér heyra, en hún átti að hafa lagt álög á þennan stað. Fyrst ætluðu vegagerðar- menn að fara sínu fram í Tröllaskarði, en þegar ýta sem átti að mylja klöpp á þessum slóðum bilaði og fleiri óþægindi komu upp varð að endurmeta mál. Skilaboð bárust víða og stjórnendur Vegagerðarinnar funduðu með Hafsteini Björnssyni miðli. „Sennilega hafa fá fyrirtæki á Íslandi staðið í jafn alvarlegum samn- ingaumleitunum við handanheimsöfl,“ segir í grein í Morgunblaðinu 1997. Niðurstaðan af þessu var sú að fundinn var „millivegur“, það er að þjóðbrautin var lögð á öðrum stað en áformað var. Þar hefur allt gengið slysalaust þótt við vegagerð sé almennt reynt að útrýma blind- hæðum og flöskuhálsum. Þess eru nefnilega mörg dæmi við vegagerð að tekið sé tillit til afla úr annarri veröld. Í dag kallast það íbúa- lýðræði. Millivegur í Tröllaskarði MIÐILSFUNDIR VEGNA HÆTTULEGRAR BLINDHÆÐAR Þjóðvegur Í Tröllaskarði er farið um álfabyggðir sem ekki má raska.  Sjá síðu 34

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.