Morgunblaðið - 09.06.2016, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 09.06.2016, Qupperneq 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 ÞJÓÐVEGURINN Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hegranes er eyja í Skagafirði, fleyg- ur sem gengur frá strönd inn til landsins. Héraðsvötnin, hin vestari og austari, eru sín til hvorrar hliðar í þessu landi, en frá vötnum og upp í ásana eru ágæt ræktarlönd þar sem skógur dafnar. Norðarlega á nesinu Geitaberg, 122 metra hátt. Þaðan er vítt til allra átta og af endurvarpsstöð þar berast öldur ljósvakans til allra átta. Hegranesið er 15 kílómetrar á lengd og fimm kílómetrar á breidd og einkennist af klöppum og klettum. Austanvert í sveitinni er kirkjustað- urinn Ríp. Samkvæmt orðabók þýðir orðið ríp klettur og hér eru klettarnir næsta kynlegir staðir. Sautján bæir í byggð Margir telja að í Hegranesi búi huliðsverur af ýmsu tagi, jafnvel í meira mæli en annars staðar á Ís- landi. Sambúð hinna dularfullu afla og mennskra vera er hér yfirleitt góð. Heimildir segja frá því að í Hegra- nesinu hafi huldufólk átt að vera í hömrum, nykur í tjörnum og slæð- ingur látinna manna, til dæmis þeirra sem drukknað höfðu í Héraðsvötnum. Frægastur þeirra er sennilega helj- armennið Jón Ósmann Magnússon, sem lengi var ferjumaður við vestur- ós vatnanna hvar hann drukknaði ár- ið 1914. Stytta af honum við ósinn var reist fyrir nokkrum árum og er áber- andi þegar ekið er austur yfir vötnin. Skammt frá styttunni er svo hægt að beygja til suðurs og fara Hegranes- hringinn, sem er um 20 kílómetrar. Við skulum fara þangað. Í Hegranesi eru sautján bæir í byggð. Í Byggðasögu Skagafjarðar segir frá 30 barna föður í Hegranesi, prjónavélabyltingu og Sigurlaugu á Kárastöðum, sem las í garnir á haust- in og sagði fyrir um veður á komandi vetri. Þetta og fleira er arfleifðin í sveitinni á eyjunni þar sem fólk er yfirleitt með blandaðan búskap; kýr, sauðfé og hross. En eins og víða í sveitum landsins sækja margir at- vinnu og viðurværi í þéttbýli sem kallar á góðar samgöngur. En það verður að segjast að hringleiðin um þessa byggð er fremur braut en veg- ur. Nú stendur hins vegar til að bæta úr því með endurbyggingu vegarins á nesinu austanverðu. Stórt bú á skagfirska vísu „Það er kominn tími til að bæta vegina. Núverandi ástand er ekki boðlegt,“ segir Birgir Þórðarson, bóndi á Ríp. Þau Ragnheiður Hrefna Ólafsdóttir kona hans sitja þar á föð- urleifð hans og eru með um 50 hross og 550 fjár, sem telst allstórt á skag- firska vísu. Það er líka gott undir bú á Ríp; hagarnir grónir og láglendið sem liggur niður að Austari-Héraðs- vötnum er frjósamt svo þar hafa verið ræktuð víðfeðm tún. Í ræktunarstarfinu hefur Birgir svo þurft að taka tillit til þess að fleiri en mennskar verur búa Rípurbóndi „Þetta varð mér rækilegur lærdómur,“ segir Birgir Þórðarson, hér í úthaga sínum.  Gamla brúin yfir ós Vestari Héraðsvatna er falleg. Nú aðeins ætluð gangandi fólki. Álfabyggðin í eyjunni  Hegranesið er landið milli Héraðsvatna í Skagafirði  Eftirtektarvert og gott sambýli huldufólks við mennskar verur  Klettar, ásar, grónir hagar og frjósöm jörð  Hringvegurinn er með botnlanga Hegranesleiðin SAUÐÁRKRÓKUR 2 3 4 5 1 Loftmyndir ehf. Þegar ekið er til austurs frá Sauðárkróki yfir Hegranesið er út við nes- odda farið yfir blindhæð þar sem heitir Tröllaskarð. Og þegar farið er niður brekkuna þar blasir brúin á Austari-Héraðsvötnum við. Nýr vegur þarna var lagður 979 og þá stóð til að sprengja klappirnar í Trölla- skarði niður og útrýma blindhæðinni. Þetta hefði verið rakið dæmi ef ekki hefðu komið til skilaboð á miðilsfundum um að þarna í bústöðum álfa ætti ekki að sprengja. Einnig lét fornkonan Gríma í sér heyra, en hún átti að hafa lagt álög á þennan stað. Fyrst ætluðu vegagerðar- menn að fara sínu fram í Tröllaskarði, en þegar ýta sem átti að mylja klöpp á þessum slóðum bilaði og fleiri óþægindi komu upp varð að endurmeta mál. Skilaboð bárust víða og stjórnendur Vegagerðarinnar funduðu með Hafsteini Björnssyni miðli. „Sennilega hafa fá fyrirtæki á Íslandi staðið í jafn alvarlegum samn- ingaumleitunum við handanheimsöfl,“ segir í grein í Morgunblaðinu 1997. Niðurstaðan af þessu var sú að fundinn var „millivegur“, það er að þjóðbrautin var lögð á öðrum stað en áformað var. Þar hefur allt gengið slysalaust þótt við vegagerð sé almennt reynt að útrýma blind- hæðum og flöskuhálsum. Þess eru nefnilega mörg dæmi við vegagerð að tekið sé tillit til afla úr annarri veröld. Í dag kallast það íbúa- lýðræði. Millivegur í Tröllaskarði MIÐILSFUNDIR VEGNA HÆTTULEGRAR BLINDHÆÐAR Þjóðvegur Í Tröllaskarði er farið um álfabyggðir sem ekki má raska.  Sjá síðu 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.