Morgunblaðið - 09.06.2016, Side 38

Morgunblaðið - 09.06.2016, Side 38
Morgunblaðið/Ófeigur Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vorið hefur verið miklu hagstæðara gróðri í höfuðborginni en í fyrra. Samkvæmt yfirliti Veðurstofu Ís- lands var meðalhitinn í Reykjavík í maí síðastliðnum 6,6 gráður, heilum tveimur gráðum hærri en í maí 2015, þegar hann var 4,6 gráður. Gróður tók því lítt við sér í fyrravor. Nú er aðra sögu að segja, að sögn Jónu Valdísar Sveinsdóttur, yfir- garðyrkjufræðings hjá Grasagarð- inum í Laugardal. Nú þegar er orðið mjög blómlegt í garðinum og að- sóknin hefur verið í takt við veðrið, mjög góð. „Þetta eru mikil viðbrigði frá í fyrra. Þá kom vorið seint og sumarið fór seint af stað,“ segir Jóna Valdís. Þá hefur einnig verið mjög mikið að gera hjá Café Flóru í Grasagarð- inum. Þar er opið daglega frá 10-22. Grasagarður Reykjavíkur er lif- andi safn undir berum himni, segir í kynningu á garðinum. Grasagarður- inn var stofnaður árið 1961 og er rekinn af Reykjavíkurborg. Hlutverk Grasagarðsins er að varðveita og skrá plöntur til fræðslu, rannsókna og yndisauka, eins og segir í kynningunni. Í garðinum eru varðveittar um 5.000 tegundir af plöntum í átta safndeildum. Plöntu- söfnin gefa hugmynd um fjölbreytni gróðurs í tempraða beltinu nyrðra. Sérhver safndeild gegnir ákveðnu hlutverki, til dæmis að sýna og kynna íslenskar plöntur, trjágróður eða mat- og kryddjurtir. Tekið á móti hópum Eitt meginhlutverka Grasagarðs- ins er fræðsla og boðið er upp á fjöl- breytta fræðslu fyrir almenning og skólahópa árið um kring. Markmið fræðslunnar er að nýta hin marg- víslegu plöntusöfn til fræðslu um umhverfið, garðyrkju, grasafræði, dýralíf, garðmenningu og grasnytjar sem og til eflingar útiveru og lýð- heilsu. Hópar geta pantað leiðsögn um garðinn á borgard@reykjavik.is. Grasagarðurinn er opinn alla daga í sumar frá klukkan 10 til 22. Jóna Valdís hvetur fólk til að koma í heimsókn og upplifa grósku- mikinn gróðurinn. Gróðurinn blómstrar í blíðunni  Blómlegt er orðið í Grasagarðinum í Laugardal og að- sóknin í takt við það  Vorið mun hagstæðara nú en í fyrra 38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.