Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 38
Morgunblaðið/Ófeigur Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vorið hefur verið miklu hagstæðara gróðri í höfuðborginni en í fyrra. Samkvæmt yfirliti Veðurstofu Ís- lands var meðalhitinn í Reykjavík í maí síðastliðnum 6,6 gráður, heilum tveimur gráðum hærri en í maí 2015, þegar hann var 4,6 gráður. Gróður tók því lítt við sér í fyrravor. Nú er aðra sögu að segja, að sögn Jónu Valdísar Sveinsdóttur, yfir- garðyrkjufræðings hjá Grasagarð- inum í Laugardal. Nú þegar er orðið mjög blómlegt í garðinum og að- sóknin hefur verið í takt við veðrið, mjög góð. „Þetta eru mikil viðbrigði frá í fyrra. Þá kom vorið seint og sumarið fór seint af stað,“ segir Jóna Valdís. Þá hefur einnig verið mjög mikið að gera hjá Café Flóru í Grasagarð- inum. Þar er opið daglega frá 10-22. Grasagarður Reykjavíkur er lif- andi safn undir berum himni, segir í kynningu á garðinum. Grasagarður- inn var stofnaður árið 1961 og er rekinn af Reykjavíkurborg. Hlutverk Grasagarðsins er að varðveita og skrá plöntur til fræðslu, rannsókna og yndisauka, eins og segir í kynningunni. Í garðinum eru varðveittar um 5.000 tegundir af plöntum í átta safndeildum. Plöntu- söfnin gefa hugmynd um fjölbreytni gróðurs í tempraða beltinu nyrðra. Sérhver safndeild gegnir ákveðnu hlutverki, til dæmis að sýna og kynna íslenskar plöntur, trjágróður eða mat- og kryddjurtir. Tekið á móti hópum Eitt meginhlutverka Grasagarðs- ins er fræðsla og boðið er upp á fjöl- breytta fræðslu fyrir almenning og skólahópa árið um kring. Markmið fræðslunnar er að nýta hin marg- víslegu plöntusöfn til fræðslu um umhverfið, garðyrkju, grasafræði, dýralíf, garðmenningu og grasnytjar sem og til eflingar útiveru og lýð- heilsu. Hópar geta pantað leiðsögn um garðinn á borgard@reykjavik.is. Grasagarðurinn er opinn alla daga í sumar frá klukkan 10 til 22. Jóna Valdís hvetur fólk til að koma í heimsókn og upplifa grósku- mikinn gróðurinn. Gróðurinn blómstrar í blíðunni  Blómlegt er orðið í Grasagarðinum í Laugardal og að- sóknin í takt við það  Vorið mun hagstæðara nú en í fyrra 38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.