Morgunblaðið - 09.06.2016, Page 46

Morgunblaðið - 09.06.2016, Page 46
EM Í FÓTBOLTA KARLA46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 BAKSVIÐ Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Á sama tíma og keppendur eru í loka- undirbúningi fyrir Evrópumót karla í knattspyrnu í Frakklandi eru öryggissveitir þar í landi sérstaklega á varðbergi fyrir hugsanlegum hryðjuverkum. Er óttast að vopnaðir hópar íslamista láti til skarar skríða gegn þeim fjölmörgu sem í hyggju hafa að sækja Frakkland heim á með- an mótið stendur yfir. Meðal þess sem franska ríkis- stjórnin hefur látið gera þegar kemur að öryggisráðstöfunum á Evrópu- mótinu er sérstakt snjallsímaforrit, en það á að vara notendur þess við hvers kyns öryggisógnum. Að sögn talsmanns innanríkisráðuneytis Frakklands er hægt að nálgast forrit þetta án endurgjalds og á tveimur tungumálum, þ.e. ensku og frönsku. „Hugsanleg skotmörk á EM 2016 eru íþróttaleikvangar, svæði stuðn- ingsmanna, staðir sem sýna frá mótinu, samgöngukerfi og sam- göngustöðvar,“ hefur fréttaveita AFP eftir innanríkisráðuneytinu. Stjórnvöld í Bretlandi hafa einnig gefið út viðvörun vegna hugsanlegra hryðjuverka, en í tilkynningu frá þeim segir meðal annars að uppi sé „mjög mikil ógn vegna hryðjuverka“ allan þann tíma sem Evrópumótið stendur yfir. Þá hafa stjórnvöld vestanhafs einnig varað bandaríska ríkisborgara við ferðalögum til Evr- ópu vegna hættu á hryðjuverkum í sumar, einkum á umræddu móti. Þótt bandarísk stjórnvöld hafi margsinnis áður gefið út sams konar viðvaranir fyrir hin og þessi svæði í heiminum er þetta einungis í þriðja skipti sem það er gert fyrir Evrópu á 20 ára tímabili. Evrópubúar verið í afneitun Breska ríkisútvarpið (BBC) greinir frá því að Shamila Chaudhary, fyrr- verandi ráðgjafi ríkisstjórnar Bar- acks Obama Bandaríkjaforseta, segir það venju samkvæmt að stjórnvöld í Bandaríkjunum gefi út ferðaviðvar- anir fyrir þá staði þar sem hryðjuverk eru „normið“ en það segir hún eiga við um Evrópu nú. „Ég tel að Evrópubúar hafi verið í afneitun þegar kemur að hryðjuverk- um innanlands,“ segir Chaudhary í samtali við BBC. Richard Barrett, fyrrverandi yfir- maður þeirrar deildar bresku leyni- þjónustunnar MI6 sem berst gegn hryðjuverkum, dregur hins vegar nokkuð úr ógninni. Segir hann ferða- viðvörun ráðamanna í Washington DC ekki þýða að öruggt sé að víga- menn geri hryðjuverkaárás. „Þeir eru að tala um alla Evrópu,“ hefur BBC eftir Barrett, en óljósar upplýsingar eru sagðar fylgja viðvör- un Bandaríkjamanna. Fjölskyldan kemur ekki með Þýski landsliðsmaðurinn Jerome Boateng segir í samtali við AFP að eiginkona hans og tvö börn þeirra muni ekki fylgja honum til Frakk- lands vegna hættu á hryðjuverkum. „Hver og einn verður að ákveða sjálfur hvernig hann tekst á við þetta. Ég hef þegar tekið ákvörðun,“ segir hann við fréttamann þýska frétta- blaðsins SportBild og heldur áfram: „Fjölskylda mín og börn munu ekki mæta á leikvanginn. Áhættan er ein- faldlega of mikil.“ Nýverið var greint frá því að ungur karlmaður með ríkisfang í Frakklandi hefði verið handtekinn í Úkraínu. Í fórum hans fannst mikið magn vopna, s.s. skotvopn og sprengiefni, og er hann sagður hafa ætlað sér að fremja voðaverk á Evrópumótinu. Fram kom í yfirlýsingu frá stjórn- völdum í Úkraínu að maðurinn, sem er 25 ára gamall, hefði ætlað að ráðast á moskur og sýnagógur í Frakklandi. AFP greinir frá því að ráðamenn í París hafi enn ekki viljað tjá sig opin- berlega um handtökuna og að sak- sóknurum sem sérhæfa sig í málum er tengjast hryðjuverkum hafi heldur ekki verið falið að sjá um málið. Þykir þetta að sögn AFP til marks um að stjórnvöld telji manninn ekki hafa verið ógn við mótið. Æfa viðbrögð við árásum Franskar öryggissveitir hafa undanfarnar vikur æft viðbrögð við árás vígamanna á fjölmenna staði. Ein slík æfing var gerð á íþróttaleik- vanginum í Lyon, þar sem sjálfs- vígssprengjuárásir voru settar á svið. Breska blaðið The Guardian segir að minnst 30 stórar æfingar hafi verið haldnar af lögreglu á þeim stöðum þar sem mótið fer fram. Auk viðbragða við sjálfsvígssprengjumönnum hafa verið æfð viðbrögð við sýkla- og efnavopna- árásum og skot- og sprengjuárásum. „Við gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir árás hryðjuverka- manna og búum okkur undir að takast á við þær,“ segir Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands. Alls munu um 90.000 manns skipa öryggissveitir á Evrópumótinu. Af þeim verða um 42.000 lögreglumenn, 30.000 sérsveitarmenn og um 10.000 hermenn í fullum herklæðum. Þá verða einnig um 13.000 öryggisverðir frá einkareknum öryggisfyrirtækjum fengnir til að standa vörð. Richard Walton, yfirmaður að- gerða gegn hryðjuverkum hjá bresku lögreglunni á Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012, segir að aldrei fyrr hafi jafn mikil ógn beinst gegn nokkr- um íþróttaviðburði og nú. Varar hann við því að treysta um of á þá aðferð að fylla allar götur og al- menningsstaði af einkennisklæddum öryggissveitum. Mun mikilvægara sé að styrkja og auka upplýsingaöflun og samhæfingu aðgerða. Fleiri vandamál en hryðjuverk Hugsanleg hryðjuverk eru ekki það eina sem frönsk stjórnvöld þurfa nú að glíma við, en þar í landi hafa menn jafnframt þurft að takast á við afleiðingar flóða og verkfalla fjöl- margra starfsstétta. Í hópi þeirra sem lagt hafa niður störf undanfarið eru sorphirðumenn og er rusl því víða farið að safnast upp með tilheyrandi óþrifnaði. AFP greinir frá því að vandamál þetta sé meðal annars til staðar í borginni Saint-Etienne, þar sem Ís- land leikur fyrsta leik sinn. Leikið í skugga ógnar  Við gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir árás, segir innanríkisráðherra Frakklands  Um 90.000 manns skipa öryggissveitir á Evrópumótinu  Lögreglan haldið fjölmargar æfingar var kostnaðurinn af því að reisa eða endurnýja 10 leikvanga Áætlaður heildarfjöldi áhorfenda á leikvöngunum greiddur fyrir útsendingarrétt 24 lið taka þátt í mótinu en ekki 16 eins og í síðustu 5 mótum 6.500 sjálfboðaliðar 10 er fjöldi borga þar sem leik- irnir fara fram (125.000 krónur) er verðið á dýrasta miðanum á úrslita- leikinn á Stade de France í París 230 lönd og landsvæði þar sem leikirnir verða sýndir í sjónvarpi 5 lönd taka þátt í EM í fyrsta skipti, þeirra á meðal Ísland Evrópumótið í tölum Heimild: UEFA 1,7milljarðar € 2,5 milljónir 895 € 1 milljarður € AFP Við æfingar Sérsveitarmenn æfa viðbrögð við árás vígamanna á íþróttaleikvanginum í Lyon. AFP Hervernd Franskir hermenn standa þungvopnaðir vaktina í Nice í suðausturhluta landsins. AFP Óþrifnaður Verkfall sorphirðumanna setur sterkan svip á miðborg Parísar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.