Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 53
UMRÆÐAN 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 Um ókomin ár verða jarðgöng sunn- an Arnarfjarðar, að Dýrafjarðargöngum meðtöldum, ein mikil- vægustu samgöngu- mannvirki fjórðungs- ins sem rjúfa endan- lega alla vetrarein- angrun milli byggð- anna á sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum. Í at- vinnu- og samgöngulegu tilliti stytta þau vegalengdina milli Vest- urbyggðar, Barðastrandar og byggðanna norðan Hrafnseyrar- heiðar sem fær fljótlega sitt fyrsta og síðasta dánarvottorð. Í beinu framhaldi af Dýrafjarðargöngum eru það stutt göng undir Meðalnes- fjall til að vegfarendur losni endan- lega við slysahættuna í Mjólkárhlíð. Um tvennt stendur valið til að hægt sé að tryggja örugga veg- tengingu byggðanna norðan Hrafn- seyrarheiðar við sunnanverða Vest- firði eftir að Austur- og Vestur-Barðastrandarsýslur voru settar undir sýslumannsembættið á Ísafirði. Þarna sitja menn uppi með ein verstu mistökin sem skaða sam- göngumál fjórðungsins. Vegna snjóþyngsla og mikils blindbyls á Hrafnseyrarheiði lokast báðar leið- irnar til Ísafjarðar þegar heima- menn á svæðinu sunnan Dynjand- isheiðar og í Vesturbyggð komast hvergi vegna slysahættunnar á Klettshálsi og á Ódrjúgs- og Hjallahálsum sem Ögmundur Jón- asson, fyrrverandi innanríkis- ráðherra, vildi byggja upp í óþökk heimamanna. Þvert á allar veður- spár hefur of mikið fárviðri og nærri 10 metra snjódýpt sýnt og sannað að nýi vegurinn í Arnkötlu- dal verður aldrei 100% öruggur og hindrunarlaus heilsársvegur milli Dalabyggðar og Strandabyggðar. Þetta eru skýr skilaboð um að ástandið í Arnkötludal er engu betra en á Steingrímsfjarðarheiði sem erfitt var að treysta þrjú síð- ustu árin. Í nýrri samgönguáætlun sem kom út í tíð Ögmundar Jón- assonar, þáverandi yfirmanns sam- göngumála, eru engar hugmyndir til um að leysa þetta vandamál með jarðgöngum til að dæmið klárist endanlega. Með uppbyggðum vegi á snjóþungu svæði um Arnkötludal sem vonlaust er að treysta heldur það áfram og stoppar hvergi Vest- firðingum til mikillar hrellingar. Samgöngunefnd fagnar því að ákvörðun skuli nú liggja fyrir um upphaf framkvæmda við gerð Dýrafjarðarganga sem hefðu með fullum þunga átt að hefjast einu ári eftir að Fáskrúðsfjarðargöng voru tekin í notkun. Það máttu fyrrver- andi þingmenn Vestfirðinga aldrei heyra þegar þeim þótti sjálfsagt að reka hornin í samgöngumál fjórð- ungsins áður en Alþingi var blekkt til að samþykkja kjördæmabreyt- inguna sem skaðaði alla lands- byggðina. Þegar allt stefnir í að framkvæmdir við Dýrafjarðargöng geti hafist 2017 áréttar samgöngu- nefnd að í þessu samhengi skuli nú þegar hefjast undirbúningur að rannsóknum og hönnun jarðganga sem leysa endanlega af hólmi núverandi veg á illviðrasömu og snjó- þungu svæði í 500 m hæð á Dynjandisheiði. Göng sem grafin yrðu undir heiðina úr botni Vatnsdals og Dynjand- isvogi yrðu að öllum líkindum 10-11 km löng. Spurningin er hvort hagkvæmara sé að leysa þetta vanda- mál með styttri göng- um inn í Geirþjófsfjörð sem grafin yrðu úr Trostansfirði og Dynjandisvogi, þá mætti líka skoða möguleika á þriðju göngunum úr Smjördal sem kæmu út í Trostans- firði. Við framkvæmd Dýrafjarðar- ganga verður að samræma þessi verkefni þannig að full notkun verði af þessum samgöngu- mannvirkjum sem tengja byggð- irnar norðan Hrafnseyrarheiðar við sunnanverða Vestfirði. Lagt var til í samgöngunefnd að árið 2008 yrði upphaf samhangandi verkefna á Vestfjörðum. Þetta sama ár hafði efnahagskreppan mikil áhrif um allan heim þegar þessi áform urðu aldrei að veruleika. Eftir standa stór verkefni sem þola enga bið til að endanleg markmið náist. Til þess verður Alþingi að samþykkja nýja samgönguáætlun sem gagnast Vestfirðingum enn betur en sú fyrri. Samgönguáætlun, sem sam- þykkt var í tíð fráfarandi rík- isstjórnar, skaðar hagsmuni landsbyggðarinnar, hana skal Al- þingi ógilda. Sitt rétta andlit sýndi Steingrímur J. þegar hann notaði misheppnaða fjármögnun Vaðla- heiðarganga til að reka hornin í Austfirðinga og Vestfirðinga. Þann- ig vottaði jarðfræðingurinn úr Þist- ilfirði þeim sína dýpstu fyrirlitn- ingu þegar Alþingi samþykkti tillögu Arnbjargar Sveinsdóttur um undirbúning að rannsóknum og hönnun jarðganga milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar. Flýtum útboði Dýrafjarðarganga. Skoðum mögu- leika á stuttum göngum undir Með- alnesfjall. Samþykkjum strax tillögu Ólínu Þorvarðardóttur. Göng sunnan Arnarfjarðar Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson » Samgöngunefnd fagnar því að ákvörðun skuli nú liggja fyrir um upphaf fram- kvæmda við gerð Dýra- fjarðarganga. Höfundur er farandverkamaður. Það sem við blasir, nú þegar vænt- anlega verður kosið til þings í haust, er að ríkisstjórninni hefur tekist vel upp í efnahagsmálum. Krónan hefur styrkst frá því sem var og nú fáum við fleiri evrur fyrir krónurnar okk- ar. Verðbólga er mjög lág og unnið hefur verið að lausn aflands- krónuvandans. Atvinnuleysi er mjög lítið og kaupmáttur fólks hefur sjaldan verið meiri. Það sem helst má gagnrýna ríkisstjórnina fyrir er að þeir sem fá tekjur sínar frá Tryggingastofnun mættu búa við betri kjör. Gangi ríkisstjórninni að leysa úr því máli geta ríkisstjórn- arflokkarnir reiknað með góðum kosninganiðurstöðum í haust. Sigurður Guðjón Haraldsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Kæra ríkisstjórn Fundur Bréfritari er ánægður með árangur ríkisstjórnar í efnahagsmálum. —með morgunkaffinu Verslun Tunguhálsi 10 | Sími 415 4000 | www.kemi.is | kemi@kemi.is Lyktareyðandi niðurbrotsefni fyrir safntanka ferðaklósetta Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Garðsláttur Láttu okkur sjá um sláttinn í sumar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.