Morgunblaðið - 09.06.2016, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 09.06.2016, Qupperneq 70
70 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 Þetta er búið að verabrjálæðislegagaman og algjört ævintýri,“ segir Draupnir Rúnar Draupnisson sem réð sig sem flugþjón í fjögurra mánaða heims- reisu með þungarokks- hljómsveitinni Iron Mai- den. Í tónleikaferðinni er farið til 50 borga í tæp- lega 30 löndum í öllum heimsálfum fyrir utan Suðurheimskautslandið. „Það eru góð stopp í borgunum sem við ferð- umst til og það var ástæð- an fyrir því að ég réð mig í þessa ferð. Ég hef haft tíma til að kynnast landi og þjóð enda er eitt af að- aláhugamálum mínum að ferðast. Mér tókst að komast til landa sem voru á topp tíu listanum yfir þau sem mig langaði til að heimsækja eins og Japan, Nýja-Sjáland, Ástralía og Kosta Ríka.“ Draupnir er ferðasjúkur að eigin sögn og hátt í 100 landa hefur hann ferðast til bæði í leik og starfi, en Draupn- ir hefur einnig starfað sem fararstjóri, og er kennari að mennt og með MA-gráðu í blaðamennsku. Tónleikaferðin hófst 14. febrúar og er einungis vika eftir af þessari 4 mánaða heimsferð . „Þótt ferðin sé búin að vera ógleymanlegt ævin- týri með frábærum hópi þá hlakka ég til að komast í íslenska sumarið og hitta vini og vandamenn. Ég stefni á að fara út á land áður en ég hef aftur störf sem flugþjónn hjá Icelandair.“ Draupnir er staddur í Amsterdam en flýgur til Parísar í dag. Hann fagnar því fertugsafmæliskvöldinu í París. „Sjálfsagt verður farið út að borða með áhöfninni í tilefni dagsins en stór hátíðarhöld bíða betri tíma.“ Þungarokk hefur ekki verið talið til áhugasviða Draupnis; hann er þekktari fyrir Eurovision-áhuga sinn, en hann sló m.a. í gegn í mynd- bandinu við This Is My Life með Eurobandinu. „Eftir að hafa verið á nokkrum tónleikum með Iron Maiden þá er ég orðinn meiri aðdáandi en ég var. Ég er alæta á tónlist þótt mér líki betur við tónlist í léttari kantinum.“ Í Japan Draupnir með aðgangspassann sem gildir á alla tónleika Iron Maiden í túrnum. Í heimsreisu með Iron Maiden Draupnir Rúnar Draupnisson er fertugur T ómas fæddist í „Stein- inum“ á Norðfirði á Hvítasunnudag 9.6. 1946 og ólst þar upp: „Það má segja að ég hafi verið „í Steininum“ í 17 ár, en húsið þar sem við bjuggum heitir Steinninn og stendur í miðbænum, rétt við gömlu höfnina í Neskaupstað. Ég var nánast alinn upp í fjörunni og á bryggjunni og byrjaði til sjós 12 ára að aldri.“ Tómas var í Barnaskóla Norð- fjarðar og Gagnfræðaskólanum þar, stundaði síðan nám við Iðnskóla Norðfjarðar og lauk þaðan sveins- prófi í rafvirkjun 1966. Hann öðlaðist meistararéttindi 1969. Þá stundaði hann námskeið í brunavörnum og fleiru er viðkemur slökkviliðs- störfum. Tómas var á samningi hjá verk- stæðinu Straumi, en meistari hans var Guðmundur Friðriksson. Tómas starfaði hjá Kristjáni Lundberg raf- virkjameistara í Neskaupstað á ár- unum 1966-73, var síðan starfsmaður hjá RARIK, Rafmagnsveitum ríkis- ins, 1973-76. Þá hóf hann sjálfstæðan Tómas R. Zoëga, rafvirkjameistari á Norðfirði – 70 ára Ljósmynd/Jóhann Zoëga Heima er best Tómas og Sigurborg, eða Tommi og Tobba, eins og þau eru kölluð á Norðfirði, heima á verönd. Lá brotinn og fastur í jökulsprungu tvo tíma Ljósmynd/Jóhann Zoëga Jól á Dalatanga Tómas vitavörður og Sigurborg með Hrefnu um jólin 1967. Monika Helgadóttir, Hekla Sigurgeirsdóttir og Yrsa Sigurgeirsdóttir héldu tombólu í miðbæ Reykjavíkur og seldu dót sem þær voru hættar að nota. Þær söfnuðu 3.350 kr. og gáfu Rauða krossinn. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isÍshella 10 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 Nánari upplýsingar á hedinn.is Á vefsíðu Héðins er fljótlegt að fylla út helstu upplýsingar til að fá tilboð í iðnaðarhurðir og bílskúrshurðir. Mynd: Slökkvistöðin Skógarhlíð. Fáðu tilboð í hurðina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.