Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 7
7
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
fundist hér við land. Rannsóknir
hafa sýnt að gróliðir geta myndað
gró ef hiti er hærri en 10°C þegar
dagur er stuttur, þ.e. sól skín skemur
en 12 tíma daglega.34 Það hendir
stöku sinnum hér við land að hita-
stig sjávar helst hærra en 10°C eftir
haustjafndægur en sá hiti varir e.t.v.
ekki nógu lengi til að plönturnar nái
að fullþroska gró, þau spíri og upp
vaxi kynliðir.
Víða í Norður-Atlantshafi þar
sem rauðflóki hefur komið sér fyrir
er hann algengur en hér við land er
hann sjaldgæfur, a.m.k. ennþá, og
getur því ekki talist ágengur.
Hafkyrja, Codium fragile
(Suringar) Hariot
Grænþörungurinn hafkyrja (Codium
fragile) (6. mynd) fannst fyrst við Ís-
land árið 1974 í Hvalfirði35 og síðar
einnig á Vatnsleysuströnd og við
Hafnir á utanverðu Reykjanesi.33 Í
Hvalfirði og við Hafnir vex hafkyrja
á hrúðurkörlum á grunnu vatni,
neðan fjörunnar, en á Vatnsleysu-
strönd vex hún í fjörupollum, allra
efst í fjörunni. Hafkyrja vex á vorin
upp af þráðum eða þalbrotum sem
hafa lifað af veturinn. Hún vex yfir
sumarið og verða stærstu plöntur
um 15 cm háar. Hafkyrja hverfur
svo aftur sjónum að hausti en eftir
verða þræðir á botninum sem nýjar
Athuganir hér á landi hafa hins
vegar sýnt að þar sem sagþang
hefur náð fótfestu verður það ríkj-
andi í neðri hluta fjörunnar og þang-
tegundir sem fyrir eru víkja.30,31 Í
því ljósi er sagþangið talin ágeng
tegund.
Rauðflóki, Bonnemaisonia
hamifera Hariot
Kyrrahafstegundin rauðflóki
(Bonnemaisonia hamifera) fannst fyrst
við strendur Evrópu í lok 19. aldar.
Frá Evrópu barst tegundin til aust-
urstrandar Norður-Ameríku þar
sem hún fannst fyrst árið 1927.
Við Ísland fannst rauðflóki (5.
mynd) fyrst á árunum milli 1964 og
1975. Tegundin fannst þá í Dýrafirði
þar sem hún óx á skúfþangi (Fucus
distichus).32 Síðar, árið 2004, fannst
þörungurinn einnig í Hvalfirði þar
sem hann óx neðan fjöru á kóral-
þörungnum Lithothamnion sp.33
Í lífsferli rauðflóka eru tveir ætt-
liðir, gróliður og kynliður, og eru
þeir ólíkir útlits. Gróliðurinn er
gerður úr fíngerðum, greinóttum
þráðum sem ýmist eru skriðulir
eða mynda litla skúfa, en kynliður-
inn er stærri og myndar þykkari
greinar. Einungis gróliðurinn hefur
plöntur spretta upp af næsta vor.
Ekki hafa fundist æxlunarfæri á haf-
kyrju hér við land. Rannsóknir hafa
sýnt að hafkyrja getur myndað æxl-
unarfæri ef hitastig sjávar er hærra
en 12°C.36 Hér við land verður
sjávarhiti oft hærri í lok sumars
inni á fjörðum suðvestan- og vest-
anlands.37 Því gæti hafkyrja hugs-
anlega æxlast hér við land í heitum
árum eða a.m.k. þroskað æxlunar-
færi.
Talið er að hafkyrja hafi borist
úr Kyrrahafi í Norður-Atlantshaf á
19. öld. Hafkyrja er mjög breytileg
í lögun og benda rannsóknir til að
líklega sé um að ræða tvær undir-
tegundir, fragile og atlanticum. Talið
er að einungis undirtegundin fragile
sé aðflutt úr Kyrrahafi og atlanticum
hafi þróast við Atlantshafsstrendur
Evrópu.38
Víða á útbreiðslusvæði sínu í
Norður-Atlantshafi er hafkyrja ágeng.
Hún hefur sums staðar náð miklum
þéttleika og rutt burt innlendum
tegundum. Einnig hefur hún valdið
tjóni við sjávarnytjar, svo sem þar
sem hún hefur tekið sér bólfestu á
skelfiski.39,40 Hér við land er hafkyrja
hins vegar hvergi algeng. Rúm 40 ár
eru liðin síðan hún fannst hér og hún
er enn sjaldgæf. Hafkyrja getur því
ekki talist ágeng nú um stundir, hvað
sem verður í framtíðinni.
6. mynd. Hafkyrja (Codium fragile). Ljósm./Photo: Svanhildur Egilsdóttir.
5. mynd. Rauðflóki (Bonnemaisonia ha-
mifera). Ljósm./Photo: Svanhildur Egilsdóttir.