Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 5
5 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Aðeins brot af þeim lífverum sem berast þannig langt frá heim- kynnum sínum lifir flutningana af og enn færri tegundir þrífast við þau lífsskilyrði sem eru til staðar á nýja staðnum.9,10 Mörg dæmi eru þó um að aðfluttum tegundum vegni betur á nýja staðnum en í náttúrulegum heimkynnum sínum. Oftast er þá ekki að finna neina náttúrulega óvini sem hugsanlega gætu haldið tegund- inni í skefjum á nýja staðnum11 og geta aðfluttu tegundirnar þá orðið ágengar. Ágeng telst sú framandi lífvera sem veldur skaða í vistkerfi eða er skaðleg heilsufari manna eða veldur efnahagslegu tjóni (sbr. skil- greiningu Alþjóða-náttúruverndar- samtakanna, IUCN). Skaðinn getur verið smávægilegur en einnig mjög alvarlegur. Mörg ár, jafnvel áratugir, geta liðið þar til hægt er að meta áhrif aðfluttra tegunda á lífríkið.9 Ekki verða allar framandi sjávar- lífverur ágengar og er erfitt að spá fyrir um við hvaða aðstæður það gerist. Miklu skiptir magn innfluttra lífvera og hversu oft þær berast, einnig hvort hið nýja umhverfi er svipað því upprunalega, og hvort um náttúrulega óvini er að ræða í hinum nýju heimkynnum. Til að meta hvort líklegt sé að viðkomandi tegund verði ágeng getur verið gott að athuga hvernig tegundinni hefur vegnað annars staðar þar sem hún hefur verið flutt inn. Í núverandi umfjöllun telst framandi tegund sem ekki er vitað hvort hafi áhrif á lífríkið, vera „mögulega ágeng“, ef hún hefur alla burði til að verða ágeng og á sér sögu um ágengni annars staðar frá. Á undanförnum áratugum hefur fundist fjöldi tegunda í strand- sjónum við Ísland sem ekki voru þekktar hér áður.12,13,14 Oft er erfitt að meta hvort um er að ræða nýja landnema eða hvort auknar rann- sóknir valda því að fleiri tegundir finnast. Sé um að ræða nýja land- nema getur einnig verið erfitt að segja til um hvort þeir hafa borist hingað með náttúrulegum hætti, t.d. í kjölfar breyttra umhverfisað- stæðna af náttúrulegum orsökum sem gera þeim kleift að nema land á nýjum slóðum, eða hafa borist hingað beint eða óbeint af manna- völdum. Við slíkt mat er gagnlegt að skoða útbreiðslusögu tegund- anna, t.d. hvort þær eru upprunnar á fjarlægum hafsvæðum, og líklegt að þær hafi dreifst af mannavöldum. Í þessari samantekt er fjallað um allar tegundir framandi sjáv- arlífvera sem fundist hafa í strand- sjónum við Ísland og taldar eru hafa borist hingað af mannavöldum. Þessar tegundir hafa ýmist fundist hér ítrekað og/eða í miklu magni og teljast því hafa tekið sér bólfestu hér við land. Að því er virðist lifa flestar þessara framandi tegunda hér án þess að hafa neikvæð áhrif á lífverur sem fyrir eru. Sumar tegundirnar eru hins vegar ágengar eða gætu orðið það. Útbreiðslu tegundanna við landið er lýst, líklegum flutn- ingsleiðum, og áhrifum á lífríkið. Til frekari fróðleiks er lesendum bent á ágætt yfirlit um framandi og ágengar tegundir í greinum sem birst hafa nýlega í Náttúru- fræðingnum.15,16 Svifþörungar Heterosigma akashiwo (Y. Hada) Y. Hada ex Y. Hara & M. Chihara Í maí 1987 varð mikill laxadauði í eldiskvíum í Hvalfirði. Á sama tíma varð vart við blóma svifþörungs- ins Heterosigma akashiwo (1. mynd) og var talið að hann hefði valdið fiskadauðanum.17 Þetta er í eina skiptið sem þessi tegund hefur fundist hér við land. Hugsanleg skýring er að tegundin hafi borist til landsins um þetta leyti, e.t.v. með kjölfestuvatni, skilyrði verið hag- stæð fyrir hana þá og hún fjölgað sér mikið. Hún hafi síðan ekki lifað af þau skilyrði sem henni voru búin það sem eftir var ársins, eða lagst í dvala. H. akashiwo er algeng við strendur Evrópu og er ekki ólíklegt að hún geti blómstrað hér aftur. Tegundin barst sennilega af mannavöldum úr Kyrrahafi í Norð- ur-Atlantshaf18 þar sem hún hefur fundist víða og oft valdið tjóni í fisk- og skeldýraeldi. Hér á landi verður tegundin að teljast hafa verið ágeng. Stephanopyxis turris (Greville & Arnott) Ralfs Kísilþörungurinn Stephanopyxis turris (2. mynd) fannst fyrst hér við land sumarið 1997. Hann fannst í sýnum úr Hvalfirði.19,20 Margar athuganir höfðu verið gerðar á svifþörungum í Hvalfirði og í Faxaflóa allt frá alda- mótunum 1900 án þess að tegundin hefði fundist. Síðan tegundin fannst fyrst hefur hún oft fundist í Hvalfirði í þónokkrum þéttleika. Við teljum því líklegt að hún hafi borist inn á svæðið af mannavöldum skömmu áður en hún fannst þar fyrst. Á seinni árum hefur S. turris fundist víða í Faxaflóa og í Breiðafirði og hefur að öllum líkindum borist þangað úr Hvalfirði. Náttúruleg heimkynni tegundarinnar eru á strandsvæðum við Evrópu og við austurströnd Norður-Ameríku. 1. mynd. Svifþörungurinn Heterosigma akashiwo. Ljósm./Photo: Wenche Eikrem og Jahn Throndsen. 2. mynd. Svifþörungurinn Stephanopyxis turris. Ljósm./Photo: Karl Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.