Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 17
17
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
rannsóknir á þeim afar takmarkaðar
allt til aldamótanna 2000 saman-
borið við aðra hópa í fánu ferskvatns.
Fyrstu heimildir um mosadýr hér á
landi eru frá árinu 1928 og er þar
greint frá mosadýrum í tjörn í um
tveggja kílómetra fjarlægð vestan
Reykjavíkur.11 Seinna er greint frá
mosadýrum í Neðra-Selvatni við
Vatnsfjörð í Ísafjarðardjúpi, í tjörn
við Arngerðareyri við Ísafjarðardjúp
og í Þingvallavatni.12 Á áttunda tug
síðustu aldar birtust tvær greinar
um mosadýr í Mývatni og í Laxá
og Kráká á vatnasviði Mývatns.13,14
Nýjasta og umfangsmesta rann-
sóknin á mosadýrum á Íslandi var
gerð í Urriðakotsvatni við Hafnar-
fjörð árið 1981.15 Áður en sú rann-
sókn hófst sem frá er greint hér á
eftir höfðu fimm tegundir mosa-
dýra fundist í íslensku ferskvatni,
þ.e. Fredericella sultana, Plumatella
repens, P. fungosa, Cristatella mucedo
og Hyalinella punctata.11,12,13,14,15
Um síðustu aldamót urðu kafla-
skil í rannsóknum á mosadýrum
þegar í ljós kom að dýrin eru
nauðsynlegir millihýslar í lífsferli
alvarlegs sjúkdómsvalds sem herjar
á laxfiska.16 Þessi uppgötvun hefur
leitt til gríðarlegrar aukningar í rann-
sóknum á vistfræði mosadýra. Sjúk-
dómsvaldurinn er smásætt sníkju-
dýr, Tetracapsuloides bryosalmonae
(Myxozoa, Malacosporea), sem
veldur svokallaðri PKD-nýrnasýki
(e. Proliferative Kidney Disease) en
lífsferill sníkjudýrsins krefst tveggja
ólíkra hýsiltegunda, laxfiska og
mosadýra. Sníkjudýrið, og sjúk-
dómurinn sem það veldur, er vel
þekkt erlendis og um það liggja
fyrir miklar rannsóknir sem taka
bæði til laxfiska og mosadýra, enda
hefur PKD-nýrnasýki víða valdið
gríðarlegu tjóni, bæði í fiskeldi sem
og í villtum stofnum laxfiska. Sem
dæmi má nefna að sýkin er talin
meginorsök um 85% samdráttar í
framleiðslu laxaseiða í ánni Åelva í
Norður-Noregi og 50% samdráttar
urriðastofna í svissneskum stöðu-
vötnum.17,18,19,20 PKD-nýrnasýki er
beintengd vatnshita, sem þarf að
ná a.m.k. 12°C í nokkurn tíma
svo fiskar sýni sjúkdómseinkenni.
Sníkjudýrið er þó fært um að ljúka
lífsferli sínum við lægri vatnshita
og getur smitað fiska sem ekki sýna
sjúkdómseinkenni. Þannig getur
smit viðhaldist í köldu árferði.21
Nú er þekkt að allmargar tegundir
mosadýra geta gegnt hlutverki
millihýsils fyrir sníkjudýrið sem
sýkinni veldur. Almennt er þó talið
að tegundir af ættkvíslunum Plu-
matella og Fredericella séu mikil-
vægastar í því sambandi.16,22,23
Haustið 2008 greindist PKD-
nýrnasýki í fyrsta skipti á Íslandi í
bleikju úr Elliðavatni við Reykja-
vík.24 Frekari rannsóknir hafa leitt í
ljós að sníkjudýrið T. bryosalmonae
er útbreitt í íslenskum laxfiskum og
hefur nú greinst í bleikju, urriða og
laxi. Í mörgum tilfellum hefur hlut-
fall fiska með alvarleg sjúkdóms-
einkenni verið hátt og á það ekki
síst við um bleikjuna.24,25 Þar sem
sjúkdómsins verður aðeins vart ef
vatnshiti nær a.m.k. 12°C má leiða
að því líkur að með hlýnandi veður-
fari undanfarna áratugi hafi mynd-
ast forsenda fyrir sjúkdómnum á
Íslandi. Í því sambandi má nefna
að meðalhiti í Elliðavatni yfir sum-
armánuðina hækkaði marktækt á
tímabilinu 1988–2006, mest í ágúst
um 2,3°C. Á sama tíma hafa bleikju-
stofnar í mörgum vötnum á Íslandi
átt verulega undir högg að sækja.26
Nú eru í gangi umfangsmiklar rann-
sóknir á Íslandi þar sem útbreiðsla
PKD-nýrnasýki í íslensku ferskvatni
og áhrif hennar á villta stofna lax-
fiska er könnuð (Árni Kristmunds-
son, munn. uppl.).
Markmið rannsóknarinnar var að
bæta við þá takmörkuðu þekkingu
sem tiltæk er á tegundafjölbreytni
og útbreiðslu mosadýra í íslensku
ferskvatni og fá um leið vitneskju
um forsendur fyrir tilvist PKD-
nýrnasýki í íslenskum laxfiskum.
Efniviður og aðferðir
Vífilsstaðavatn og Hafravatn
Gerð var ítarleg úttekt á tegundum
mosadýra og útbreiðslu þeirra í Víf-
ilsstaðavatni og Hafravatni. Strand-
lengju vatnanna var skipt niður í 200
m löng svæði og mosadýra leitað
með skipulegum hætti á steinum,
vatnagróðri og öðrum líklegum bú-
svæðum. Dýpi á hverjum stað réð
hversu langt út frá ströndinni rann-
sóknarsvæðið náði. Almennt var
reglan sú að rannsaka um 5 m svæði
út frá strönd eða að 50–60 cm dýpi.
Mosadýrum af mismunandi form-
gerð var safnað af hverju svæði og
varðveitt í 70% etanól-lausn þar til
tegundagreining fór fram (1. mynd).
Þéttleiki dýranna var metinn gróf-
lega, sem og botngerð á hverju
2. mynd. Stöðuvötn og ár þar sem mosadýra var leitað. – Location of lakes and rivers where
bryozoans were searched.