Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 34
Náttúrufræðingurinn 34 óðul bleikju stærri en hjá urriða, jafnvel þegar tekin eru með í reikn- inginn tölfræðileg áhrif af því að óðul dragast saman með auknu fæðuframboði. Í sömu greiningu hafði straumhraði ekki áhrif á óðals- stærð, kannski vegna þess (i) að sterk fylgni er á milli straumhraða og fæðuframboðs eins og það er mælt hér30 og (ii) að áhrif straum- hraða eru mögulega þegar inni- falin í marktækum tegundamun, þar sem bleikja notar lygnara vatn en urriðinn. Í þessari rannsókn helg- uðu stærri fiskar sér stærri óðul, sem er í samræmi við margar fyrri rann- sóknir,20 þótt ekki sé þetta samband alltaf til staðar.12 Ef óðul stækka eftir því sem einstaklingar í hverjum árgangi vaxa, eða fæðuframboð dregst saman, getur það leitt til náttúrulegrar grisjunar í villtum stofnum, ef keppt er um takmarkað rými og/eða fæðu.31,32 Hugsanlega er lítil mettun búsvæða hjá urriða (20,8%) skýring á því hvers vegna óðul þeirra dragast ekki saman með aukinni samkeppni í þessari rann- sókn, en sú skýring getur ekki átt við um bleikju þar sem mettun er mun meiri (85,6%). Þar er nærtæk- ari skýring að við mikla mettun búsvæða verji bleikjur ekki óðul sín á skilvirkan hátt og deili þeim þess vegna með öðrum einstaklingum. Í slíkum tilvikum er ef til vill réttara að tala um að sumar bleikjur nýti óvarin athafnasvæði eða jafnvel dragi sig í hópa.33 a) Óðalsstærð, lengd og fæðuframboði var umbreytt með log10, en samkeppni og straumhraða með því að taka kvaðratrót af upprunalegum gildum. – Territory size, fork length and food availability were log10 transformed, whereas intruder pressure and current velocity were square-root transformed. b) Fæðuframboð er mælt sem fjöldi hryggleysingja sem safnast fyrir í rekgildru á einni mínútu. Flatarmál munna rekgildrunnar var 0,1 m2 (breidd = 40 cm, hæð = 25 cm, netmöskvi = 250 μm). – Food availability is estimated as the number of invertebrates collected in a drift net in one minute. The sampling area of the drift net opening was 0,1 m2 (width = 40 cm, height = 25 cm, mesh size = 250 μm). c) Samkeppni var mæld sem fjöldi fiska í minna en 1 m fjarlægð frá þeim fiski sem fylgst var með. – Intruder pressure was measured as the number of fish within a 1 m radius from the focal fish. d) Flokkun botngerðar er lýst í 1. töflu. – Classification of substrate size is described in table 1. e) Þessar breytur voru fjarlægðar úr endanlegu líkani þar sem P > 0,15. Lokalíkanið, sem inniheldur allar breytur ofan við brotnu línuna, var líka með lægsta AIC-gildið af öllum mögulegum líkönum. – These variables were removed from the final model because P > 0,15. The final model, which included all variables above the dashed line, also had the lowest AIC value of all possible models. 2. tafla. Fjölþátta tölfræðigreining þar sem prófað er fyrir áhrifum tegundar og vistfræðilegra breytna á óðalsstærð fyrir 31 vorgamla (0+) bleikju og 30 vorgamla (0+) urriða í sex ám á Norðurlandi. − A multivariate model, which tests for the effect of species and ecological varia- bles on territory size for 31 Arctic charr (0+) and 30 brown trout (0+) in six streams in Northern Iceland. This table is modifed from an earlier publication.15 Vistfræðileg breyta − Ecological predictor a) Hallatala − Coefficient Staðalskekkja − Standard error F P Tegund – Species 0,203 0,063 10.403 0,002 Klauflengd – Fork length (cm) 3,464 1,128 9,424 0,003 Fæðuframboð – Food availability b) -0,272 0,083 10,754 0,002 Samkeppni – Intruder pressure c) 0,225 0,084 7,199 0,010 Straumhraði – Water current velocity (cm sek -1) 0,959 0,562 2,917 0,093 Botngerð – Substrate size d), e) -0,155 1,322 0,255 Vatnsdýpi – Water depth (cm) e) -0,066 0,234 0,631 8. mynd. Mettun búsvæða (PHS) hjá vor- gömlum (0+) bleikju- og urriðaseiðum í sex ám á Norðurlandi (þrjár fyrir hvora tegund). Mettunin gefur til kynna það hlutfall sem óðul þekja af búsvæði hvers fisks. Mettun yfir 100% gefur til kynna að óðul fiskanna skarist. Örvarnar sýna meðalmettun. – Percent habitat saturation (PHS) for 0+ Arctic charr and brown trout in six streams in northern Iceland (three for each species). PHS indicates the proportion of local habitat occupied by territories around each focal fish. PHS over 100% suggests an overlap among territories. The arrows show the mean PHS. This figure is redrawn and modified from an earlier publication.15 9. mynd. A. Bleikjuseiði halda sig í lygnu vatni og eru frekar hreyfanleg við fæðuleit. B. Laxa- seiði hafa stóra eyrugga, sem gera þeim kleift að halda sig við botninn og skima eftir fæðu á reki á straumharðari búsvæðum án þess að eyða mikilli orku við að synda á móti straumnum. – A. Young-of-the-year Arctic charr inhabit slow-running waters and are fairly mobile while se- arching for prey. B. Juvenile Atlantic salmon have large pectoral fins, which enable them to hold a position close to the substrate and search for prey in faster waters, without spending much energy on swimming against the water current. Ljósm./Photo: Stefán Óli Steingrímsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.