Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 51
51
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
einangrurum háspennulína og upp
úr klukkan 18 varð alvarleg truflun
í tengivirki Landsnets á Brennimel
vegna mikillar seltu á suður- og
vesturhluta landsins.1
í 2 m hæð var mun lægri, eða um
–4°C (8. og 9. mynd). Ásamt þessum
hitamun milli hafs og andrúmslofts,
~10°C, olli vindröstin því að mikið
af varma og raka fluttist úr hafinu í
andrúmsloftið, sjá ramma á bls. 47.
Við þennan varma- og rakaflutning
frá sjávaryfirborði varð loftið mjög
óstöðugt, lóðréttur vindhraði jókst
og éljaklakkar mynduðust. Þetta
sést glöggt á veðurtunglamynd frá
því snemma um morguninn (1.
mynd). Þá var léttskýjað næst aust-
urströnd Grænlands en eftir því
sem lengra dregur yfir hafið verða
éljaklakkarnir stærri.
Þegar leið á daginn hlýnaði loftið
sem streymdi yfir Grænlandssund
til Íslands og því minnkaði flæði
af varma upp í andrúmsloftið tölu-
vert og af raka eilítið. Í framhaldi
minnkaði éljaklakkaframleiðslan
og það dró úr úrkomu. Rakastig
við yfirborð lækkaði þá víða úr
80–90% í 50–60%, eins og sjá má
til dæmis á mælingum frá veður-
stöð Vegagerðarinnar sunnan undir
Akrafjalli (10. mynd). Enn var þó
skýjað á vestan- og norðanverðu
landinu. Afturábak-útreikningar
gefa til kynna að rakastig loftsins
sem streymdi yfir Grænlandshaf til
Íslands hafi verið í kringum 50% í
200 m hæð, óháð því hvenær dagsins
það náði landi. Líkleg ástæða fyrir
lækkandi rakastigi er því að éljum
hafi fækkað, fremur en að loftið sem
barst inn á Vesturland undir kvöld
hafi verið þurrara. Þegar dró úr
éljum skolaðist salt ekki lengur af
9. mynd. Þrýstingur við sjávarmál (hPa, svartar línur), hiti í 2 m h.y.s. (°C, litaðar línur),
vindörvar og snjókoma (mm/3 klst), 6 tíma spá. Gögn frá Reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa,
gildistími 10. janúar 2012 kl. 12. – Mean sea level pressure (hPa, black lines), 2 m temperature
(°C, coloured lines), wind barbs and snow (mm/3 hours). A 6 hour forecast from the European
Centre of Medium Range-Weather Forecast valid 10 January 2012 12 UTC.
Salt í lofti fyrir vestan og suðvestan land berst
yfirleitt ekki langt inn á landið og því er áraunin
mest við sjávarsíðuna. Öðru máli gegnir í stærri
seltuveðrum þegar flæði saltagna frá úthafinu til
loftsins verður mjög mikið. Þá bera suðvestan- og
vestanvindar saltagnirnar jafnvel yfir hálendið.
Kerfisbundnar og samfelldar seltumælingar hafa
verið gerðar í Svartárkoti fremst í Bárðardal frá
1992, en sumarmánuðum er sleppt.13 Í Bárðardal er
þurrviðrasamt og óvíða gætir meiri áhrifa
meginlandsloftslags í byggð hér á landi. Markmið
þessara seltumælinga er að bæta forsendur fyrir
raftæknilega hönnun háspennulína. Með þeim er
unnt að meta raunverulega seltuáraun hér á landi
og kanna hámarksseltuáburð á einangraraskálar
háspennulína. Í Svartárkoti hefur verið komið
fyrir upphengjum með einangraraskálum líkt og á
háspennulínum. Einu sinni í viku eru tekin sýni af
seltu og öðrum óhreinindum sem setjast á glerhluta
skálanna. Tvö sýni eru tekin, annars vegar af efra
yfirborði skálarinnar og hins vegar af neðra
yfirborði. Sýnatakan fer þannig fram að selta er
hreinsuð af ásamt öðrum óhreinindum með
bómullarhnoðrum og eimuðu vatni. Hnoðrunum
er svo komið fyrir í plastboxum og sýnin send
Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem annast
úrvinnslu.
Við úrvinnslu seltumælinga er niðurstaða sett fram
með einingunni g NaCl/m2. Eftir víðtækt
seltuveður í nóvember 2001 reyndust seltugildi í
reglubundinni mælingu í Svartárkoti vera 0,984 g
NaCl/m2. Þetta gildi er fjórum til fimm sinnum
hærra en í næsthæstu mælingunni. Í kjölfar
seltunnar í janúar 2012 mældist í Svartárkoti um
tíundi hluti þess sem mældist 2001 eða um 0,09 g
NaCl/m2 á skálahengjunum, enda var sú áraun að
mestu bundin við Suðvesturland.
Seltumælingar Landsnets í Svartárkoti