Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 88

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 88
Náttúrufræðingurinn 88 Mývatns – Einstök vistkerfi undir álagi“. Markmiðið með verkefninu er að koma á framfæri nýjum rann- sóknum á náttúru Mývatns-Laxár og Þingvallavatns. Einnig verður fjallað um verndarstöðu vatnasvið- anna og þær ógnir sem kunna að steðja að hinum sérstæðu vist- kerfum vatnanna. Í þessu skyni hefur verið leitað eftir styrkjum til að fjármagna útgáfuna. Jákvæðar undirtektir hafa nú þegar fengist á þremur stöðum. Náttúruverndar- sjóður Pálma Jónssonar veitti styrk upp á 700.000 kr., Samfélagssjóður Landsbankans styrkir verkefnið með 250.000 kr. og umhverfis- og auðlindaráðuneyti lagði fram ver- kefnisstyrk, 500.000 kr. Gott er að eiga góða að. „Höfuðsafn á leið á götuna“ Barátta HÍN fyrir hagsmunum Nátt- úruminjasafns Íslands hefur haldið áfram en staða stofnunarinnar er vægast sagt erfið. Nú, tveimur dögum fyrir þennan aðalfund, var forsíðufyrirsögn Fréttablaðsins „Höfuðsafn á leið á götuna“. Frétt blaðsins, og fleiri fjölmiðla, var sú að leigusamningi safnsins í Loft- skeytastöðinni hafi verið sagt upp og framtíðin því í algerri óvissu. Þetta er afleit staða og kallaði borg- arstjórinn í Reykjavík þetta þjóðar- skömm. Stjórn HÍN hefur sótt tvo ráð- herra heim á starfsárinu til að kynna þeim málefni safnsins og tengsl HÍN við það. Hinn 2. júní gengu Árni Hjartarson og Jóhann Þórs- son á fund þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar. Ásamt ráðherra voru þeir Jón Geir Pétursson skrif- stofustjóri og Sigurður Þráinsson líffræðingur á fundinum. Sigrún Magnúsdóttir tók við ráðherrastarf- inu eftir áramótin. Hinn 23. janúar var hún sótt heim og var sendi- nefndin þá aftur skipuð þeim Árna og Jóhanni. Með Sigrúnu á fund- inum voru Ingveldur Sæmunds- dóttir aðstoðarmaður ráðherra og Sigurður Þráinsson líffræðingur. Á báðum þessum fundum fór fram ágæt kynning og umræður um NMSÍ og lýstu ráðherrar stuðningi við málstað safns og félags. Sig- urður Ingi vildi þó fáu lofa en Sig- rún var sérdeilis vinsamleg safninu. Hét hún stuðningi við náttúrusýn- ingu í Perlunni, og við þá baráttu að upp rísi höfuðsafn í náttúrufræðum í borginni. Margítrekuð ósk HÍN um fund með menntamálaráðherra hefur legið inni í ráðuneyti hans allt frá haustinu 2013. Í nóvember kom loks svar um að ráðherra gæti því miður ekki fundað með fulltrúum HÍN en boðið var upp á fund með aðstoðar- manni ráðherra, Sigríði Hallgríms- dóttur. HÍN-fulltrúar, þau Árni, Hafdís Hanna og Herdís Helga Scopka, mættu svo á þann fund 21. nóvember. Þá kom í ljós að aðstoðar- maðurinn gat ekki mætt en sendi á fundinn Karítas Gunnarsdóttur skrifstofustjóra og Eirík Þorláksson sérfræðing. Umræður voru góðar en bagaleg þótti fjarvera aðstoðar- mannsins og fálæti ráðherrans. Sem betur fer er þessi framganga eins- dæmi. Ósk um fund með mennta- málaráðherra hefur verið ítrekuð og er enn beðið viðbragða úr ráðu- neytinu. Lokaorð Starfsárið 2014–2015 getur kallast köflótt ár, með bjartar hliðar og dökkar. Útgáfa tímaritsins hefur gengið vel og samstarfið við NMSÍ er farsælt. Fjárhagsstaðan er góð og fræðslufundirnir hafa þótt áhuga- verðir og vel heppnaðir. Fækkun félagsmanna veldur á hinn bóginn áhyggjum og baráttan fyrir bættri stöðu Náttúruminjasafnsins hefur ekki skilað árangri. Reykjavík 20. febrúar 2015 Árni Hjartarson, formaður Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra tók á móti fulltrúum félagsins hinn 23. janúar 2015. Ráðherra var sérdeilis vinsamlegur safninu og hét stuðningi við náttúrusýningu í Perlunni og við þá baráttu að upp rísi höfuðsafn í náttúrufræðum í borginni. Hér er Sigrún ásamt Árna Hjartarsyni formanni HÍN og Jóhanni Þórssyni félagsverði. Ljósm. Sigurður Þrá- insson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.