Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 15
15 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Mosadýr (Bryozoa) í íslensku ferskvatni - grundvöllur PKD-nýrnasýki í laxfiskum Árni Kristmundsson og Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Inngangur Mosadýr (Bryozoa) eru smásæir hryggleysingjar sem lifa bæði í ferskvatni og í sjó. Að útliti minna dýrin um margt á mosa, sem skýrir nafngiftina, og lengi vel voru þau ýmist flokkuð til plantna eða dýra.1 Meginhluti þeirra 8.000 tegunda sem þekktar eru í heiminum eru sjávartegundir og eru einungis um 90 ferskvatnstegundir þekktar, þar af 25 í Evrópu.2 Í ferskvatni er mosadýr jafnan að finna í tiltölulega grunnu vatni, bæði í stöðuvötnum, lækjum og ám, þar sem gruggmyndun er lítil og greiðlega flæðir um þau. Á svæðum sem njóta sólarljóss eða góðrar birtu Mosadýr (Bryozoa) eru hópur smásærra vatnadýra sem litla athygli hefur fengið á Íslandi. Dýrin lifa áföst steinum og gróðri í vötnum og ám og mynda þar sambýli margra einstaklinga sem oft líkjast meira plöntum en dýrum. Um síðustu aldamót kom í ljós að dýrin gegna hlutverki millihýs- ils í lífsferli sníkjudýrsins Tetracapsuloides bryosalmonae sem veldur alvar- legum sjúkdómi í laxfiskum, svokallaðri PKD-nýrnasýki sem greindist fyrst á Íslandi árið 2008. Markmið rannsóknarinnar sem hér er skýrt frá var að kanna tegundafjölbreytni og útbreiðslu mosadýra í íslensku ferskvatni og afla vitneskju um forsendur fyrir tilvist PKD-nýrnasýki í íslenskum lax- fiskum. Mosadýrafána Vífilsstaðavatns og Hafravatns var rannsökuð ítar- lega í því skyni og einnig mosadýr í 12 öðrum vötnum og átta ám. Rannsóknin sýnir að mosadýr eru útbreidd í íslensku ferskvatni. Alls fundust fjórar tegundir sem allar hafa áður greinst á Íslandi. Mosadýra- tegundir af ættkvíslum Plumatella og Fredericella virðast fyrirferðarmestar en þær eru almennt taldar mikilvægustu millihýslar fyrir sníkjudýrið sem veldur PKD-nýrnasýki. Flest bendir því til þess að forsendur fyrir tilvist T. bryosalmonae séu almennt til staðar í íslensku ferskvatni. Líklegt má telja að fleiri tegundir mosadýra sé að finna hérlendis og því full ástæða til frekari rannsókna. 1. mynd. Til vinstri: Mosadýra leitað í Vífilsstaðavatni. Til hægri: Sýnum af mosadýrum safnað af steinum til tegundagreininga. – Left: Looking for bryozoans in Lake Vífilsstaðavatn. Right: Samples of bryozoans taken from stones for species identification. Ljósm./Photo: Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir. Ritrýnd grein Náttúrufræðingurinn 85 (1–2), bls. 15–23, 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.