Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 15
15
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Mosadýr (Bryozoa)
í íslensku ferskvatni
- grundvöllur PKD-nýrnasýki í
laxfiskum
Árni Kristmundsson og Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir
Inngangur
Mosadýr (Bryozoa) eru smásæir
hryggleysingjar sem lifa bæði í
ferskvatni og í sjó. Að útliti minna
dýrin um margt á mosa, sem skýrir
nafngiftina, og lengi vel voru þau
ýmist flokkuð til plantna eða dýra.1
Meginhluti þeirra 8.000 tegunda
sem þekktar eru í heiminum eru
sjávartegundir og eru einungis um
90 ferskvatnstegundir þekktar, þar
af 25 í Evrópu.2
Í ferskvatni er mosadýr jafnan
að finna í tiltölulega grunnu vatni,
bæði í stöðuvötnum, lækjum og ám,
þar sem gruggmyndun er lítil og
greiðlega flæðir um þau. Á svæðum
sem njóta sólarljóss eða góðrar birtu
Mosadýr (Bryozoa) eru hópur smásærra vatnadýra sem litla athygli hefur
fengið á Íslandi. Dýrin lifa áföst steinum og gróðri í vötnum og ám og
mynda þar sambýli margra einstaklinga sem oft líkjast meira plöntum en
dýrum. Um síðustu aldamót kom í ljós að dýrin gegna hlutverki millihýs-
ils í lífsferli sníkjudýrsins Tetracapsuloides bryosalmonae sem veldur alvar-
legum sjúkdómi í laxfiskum, svokallaðri PKD-nýrnasýki sem greindist
fyrst á Íslandi árið 2008. Markmið rannsóknarinnar sem hér er skýrt frá var
að kanna tegundafjölbreytni og útbreiðslu mosadýra í íslensku ferskvatni
og afla vitneskju um forsendur fyrir tilvist PKD-nýrnasýki í íslenskum lax-
fiskum. Mosadýrafána Vífilsstaðavatns og Hafravatns var rannsökuð ítar-
lega í því skyni og einnig mosadýr í 12 öðrum vötnum og átta ám.
Rannsóknin sýnir að mosadýr eru útbreidd í íslensku ferskvatni. Alls
fundust fjórar tegundir sem allar hafa áður greinst á Íslandi. Mosadýra-
tegundir af ættkvíslum Plumatella og Fredericella virðast fyrirferðarmestar
en þær eru almennt taldar mikilvægustu millihýslar fyrir sníkjudýrið sem
veldur PKD-nýrnasýki. Flest bendir því til þess að forsendur fyrir tilvist T.
bryosalmonae séu almennt til staðar í íslensku ferskvatni. Líklegt má telja að
fleiri tegundir mosadýra sé að finna hérlendis og því full ástæða til frekari
rannsókna.
1. mynd. Til vinstri: Mosadýra leitað í Vífilsstaðavatni. Til hægri: Sýnum af mosadýrum safnað af steinum til tegundagreininga. – Left: Looking
for bryozoans in Lake Vífilsstaðavatn. Right: Samples of bryozoans taken from stones for species identification.
Ljósm./Photo: Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir.
Ritrýnd grein
Náttúrufræðingurinn 85 (1–2), bls. 15–23, 2015