Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 70

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 70
Náttúrufræðingurinn 70 3. mynd. Galileo Galilei (1564–1642). 4. mynd. Evangelista Torricelli (1608–1647). Það var á 17. öld sem þrjú helstu mælitæki veðurfræðinnar voru þróuð og smíðuð af frumherjum vísindalegra athugana og mælinga. Þetta eru hitamælir,5 loftvog6 og rakamælir. Áhöld þessi þykja nú á dögum harla hversdagsleg en eiga hvert sína sögu, allt frá því mönnum hugkvæmdist að notfæra sér sam- hengi eðlisþátta, svo sem samhengi rúmmáls vökva og hita – og tengja breytingar við talnastærðir, tákna þær með tölum.7,8,9,10,11 Enginn annar en Galileo Galilei (1564–1642) er sagður hafa smíðað fyrsta hitamælinn, sennilega á síð- asta áratug 16. aldar. Haldið var áfram að betrumbæta hitamælinn næstu öldina og komu þar við sögu ýmsir garpar vísindasögunnar, svo sem Mersenne, Descartes, Huy- gens, Boyle, Hooke og sjálfur Ísak Newton. Síðast en ekki síst ber að nefna þá Fahrenheit, Réaumur og Celsius, hverra nöfn voru heiðruð er fram liðu stundir með því að skil- greina með þeim mælieiningar á hitamælum. Árið 1615 taldi Galileo loft þyngdarlaust. Seinna á ævinni reyndi hann að mæla þyngd lofts með snjallri tækjauppsetningu, en vandamálið vafðist enn um sinn fyrir vísindamönnum þar sem ekki var gerður greinarmunur á loft- þyngd og loftþrýstingi. Það kom í hlut lærisveins Galileos, Torricelli, (4. mynd) að gera tilraun sem kom honum svo á sporið að hann smíð- aði fyrstu kvikasilfursloftvogina um miðja öldina. Líkt og hitamælirinn var loftvogin betrumbætt næstu ára- tugina og tæki af allt öðru tagi en frumsmíð Torricellis komu einnig til sögunnar. Ýmsir lögðu hönd á plóginn, Descartes, Berti, Hooke, Boyle, svissneski veðurfræðingur- inn Deluc og hinn mikli heimspek- ingur og stærðfræðingur Leibniz (1646–1716). Rakamælir á sér ekki samfellda sögu. Kardínálinn Nikulás de Cusa, heimspekingur og stærðfræðingur, lýsti rakamæli þegar á 15. öld og þúsundþjalasmiðurinn Leonardo da Vinci er sagður hafa smíðað sér raka- mæli um aldamótin 1500. Löngu síðar býr Robert Hooke til áhald til að mæla raka í lofti, en það er fyrst og fremst þýski stærðfræðingur- inn Johann Lambert (1728–1777) (5. mynd) sem á heiðurinn af smíði áreiðanlegs rakamælis. Hann gerði ýmsar tilraunir og birti fyrstur manna veðurfræðilegar mælingar og niðurstöður í línuritum frekar en í töflum eins og tíðkast hafði. Fyrrnefndur Deluc lét sig líka skipta notkun rakamælisins og lýsti til- lögum og úrbótum í greinaröð sem kom út síðasta aldarfjórðung 18. aldar. Á 19. öld lögðu tugir vísinda- manna fram vinnu við að fullkomna rakamælinn. Raunar spruttu upp ólíkar tegundir mæla sem byggðust á ólíkum aðferðum við að ákvarða raka í lofti.12 Veðurathuganir og aflfræði lofthjúps Þriðja og síðasta skeiðið í sögu veð- urfræðinnar byrjar því um alda- mótin 1800 og hefur það mótast af gífurlegri grósku tæknilegra fram- fara á mörgum sviðum og tengslum við undirstöðufræðigreinar á borð við stærðfræði, eðlisfræði og efna- fræði. Reglubundnar veðurathug- anir voru stundaðar öðru hverju á fyrri öldum. T.d. voru gerðar slíkar athuganir í Grikklandi á 5. öld f.Kr. Á Vesturlöndum á Englendingur, William Merle, heiðurinn af því að hafa skráð fyrstur manna daglegar athuganir. Þær voru gerðar í Oxford á sjö ára tímabili, frá 1337 til 1344. Þá stunduðu ýmsir þekktustu vísinda- menn síðmiðalda skipulegar athug- anir, m.a. Johan Werner, Tycho Brahe og Jóhannes Kepler. Robert Hooke samdi reglur um athuganir og mæli- tæki svo að unnt yrði að samræma athuganir á fjarlægum stöðum og bera saman. Hann gaf reglurnar út árið 1663 og er bók hans talin skipta sköpum í þróun veðurfræðinnar. Næstu tvær aldir safnaðist mikil vit- neskja um eðli víðáttumikilla fyrir- bæra í lofthjúpi. Fjarskiptatækninni sem kom til sögunnar á 19. öld (rit- síminn) var því tekið opnum örmum. 5. mynd. Johann Heinrich Lambert (1728–1777).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.