Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 81

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 81
81 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags samfara kallar á aðrar tegundir en mjúki leirbotninn á öðrum svæðum. Tvær tegundir burstaorma af ætt- inni Flabelligeridae fundust ekki í síðari botndýraathuguninni, Brada villosa og Flabelligera affinis. Sú fyrrnefnda fannst á öllum stöðvum nema einni í fyrri rannsókninni.4 Rannsóknir hafa verið gerðar utar- lega í Dýrafirði vegna fiskeldis, bæði í grennd við kvíar og utan áhrifa- svæðis þeirra,39,40 en tegundirnar tvær hafa ekki fundist í þeim rann- sóknum. Rannsóknir í Ísafjarðar- djúpi sýna að þar er Flabelliger- idae-ættin frekar sjaldgæf.41 Í rann- sókn sem gerð var í Arnarnesvogi 197542 og svo aftur 200043 var mun meira af Brada villosa í seinni rann- sókninni, og er þeim ormi hugsan- lega að fjölga við strendur landsins. Ekki eru þekktar ástæður fyrir því að burstaormar af ættinni Flabelli- geridae finnast ekki í Dýrafirði í nýlegum rannsóknum og koma sjaldan fyrir í rannsóknum í Ísa- fjarðardjúpi. Niðurstöður um samlokur (Bivalvia) 1985 eru mjög sérstakar. Samlokur vantar algerlega á svæði 2 og er því mikil aukning á milli rannsóknanna. Í fyrri rannsókninni var ekki notað bórax til að hindra að skeljar leystust upp. Það kom fyrir í nokkrum sýnum að skeljar voru mjög skemmdar og má hugs- anlega rekja það til þess að bórax vantaði. Hugsanlega hafa skeljar leyst alveg upp og dýrið verið svo lítið að það sigtaðist út eða ekki var hægt að greina það (Þor- leifur Eiríksson munnl. uppl.). Um samlokur er að öðru leyti það að segja að 2007 fundust þrjár tegundir sem ekki eru skráðar 1985, en tvær tegundir sem fundust 1985 finnast ekki í seinni athuguninni, en fjöldi einstaklinga hefur aukist verulega hjá mörgum tegundanna. Sérkenni- legasta dæmið er kræklingur. Hann fannst varla á botni Dýrafjarðar í rannsókninni 1985, en árið 2007 er hann á svæðum 2, 3 og 4, og mest í miðjum firði sem er ekki ákjósanlegt búsvæði fyrir krækling. Ef það er dregið úr streymi sjávar við þverun fjarðar og þar með vatns- skiptum í firðinum, má búast við ákveðnum breytingum fyrir innan þrenginguna. Þessar breytingar eru m.a. lægri meðalselta, meiri sveifla í seltu og meiri ferskvatnsáhrif, svo sem kalt ferskt yfirborðslag í leysingum. Einnig er að vænta súrefnissnauðra bletta með tilheyr- andi myndun brennisteinsvetnis (H2S). Það má sjá í rannsóknum fyrir og eftir þverun Gilsfjarðar þar sem mjög var þrengt að vatnsskiptum og umfangsmiklar breytingar urðu á lífríkinu í kjölfarið.12,13,23,24 Þessar umhverfisbreytingar hafa yfirleitt í för með sér að tegundum hrygg- leysingja fækkar, fjölbreytni- og einsleitnistuðlar lækka. Jafnframt ætti skyldleiki að vera mun meiri milli svæða og sniða á sama tímabili en á sömu svæðum á milli tímabila. Þegar Dýrafjarðarrannsóknirnar tvær eru skoðaðar sjást ekki slíkar breytingar sem rekja mætti til þver- unarinnar. Summary Comparison of invertebrates in the littoral and benthic zone, before and after road crossing of Dýrafjörður Dýrafjörður is a fjord in the northern part of Vestfirðir peninsula (NW- Iceland) that was crossed with a new road in 1991. In 1985, or a few years be- fore the road and bridge construction commenced, there was an extensive eco- logical survey of invertebrates in the lit- toral zone and the bottom of the fjord. A later study was carried out in 2006–2007, which followed the same methodology as that used in the 1985 survey. Diversity and similarity indices were calculated between samples taken at the bottom of the fjord in 1985 and those taken in 2007. The similarity between the two stations on mudflats was 43 and 52% and in the littoral zone the similarity was 62–66%. The diversity on the bottom was very high in both surveys: H´=3.3–4.3. The diversity was lower in the littoral zone in 2006 and showed a higher variation between stations: H´=1.9–3.3. Overall, the results suggest that the road build- ing had a limited impact on the ecology of the fjord, with the exception of those stations close to the bridge. 6. mynd. Skyldleiki fjöru- og leirusniða í sýnatöku 1985 og 2006. – Similarity % between transects in 1985 and 2006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.