Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 63

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 63
63 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hallmundarhraun rann, og Sturlu- staðir hurfu undir hraun ásamt miklu og góðu landi við Norðlinga- fljót. Þeir þurftu því að byggja upp og hasla sér völl á nýjum stöðum. Kirkja var á Bjarnastöðum strax á 10. öld en var seinna flutt að Kalmans- tungu.2,5 Grímsgil. Það er ekki víst að bærinn hafi heitið þessu nafni. Í Landnámu segir að Grímur land- námsmaður hafi numið land hið syðra uppfrá Giljum til Grímsgils og að bærinn hafi verið við Gríms- gil. Ekki er vitað með vissu hvar hið forna Grímsgil var. Brynjúlfur frá Minna-Núpi8,9 telur að rústir við gil það sem nú kallast Hringsgil séu húsarústir Grímsgilsbæjarins. Guðmundur Ólafsson, fornleifa- fræðingur,10 lýsir þessum rústum og af rannsóknum hans verður ekki ráðið að um landnámsbæ sé að ræða. Þorsteinn Þorsteins- son11 segir að sumir álíti fornar tóftir uppi með gilinu vera af bænum Grímsgili en telur það sjálfur ólíklegt enda væri bæj- arstæðið þá í 260 m hæð. Taka verður undir þessa skoðun. Sé tilgáta Brynjúlfs rétt, að Hrings- gil hafi fyrrum heitið Grímsgil, er líklegast að bærinn hafi staðið niðri á láglendinu, t.d. þar sem Hringsgil kom niður á flata vell- ina við Hvítá, og bæjarstæðið sé því undir hrauninu 2–3 km vestan við Húsafell. Hranastaðir. Samkvæmt Land- námu bjó Hrani á Hranastöðum. Hann var sonur Gríms í Gríms- gili. Brynjúlfur á Minna-Núpi velti töluvert fyrir sér hvar sá bær hefur staðið.12 Hann nefnir að tóftir við ármót Kaldár og Hvítár ekki langt frá Húsafelli kunni að vera hinir fornu Hranastaðir. Staðsetn- ing Brynjúlfs er ágiskun ein. Allt eins má hugsa sér að bærinn hafi lent undir hrauninu og væri það ástæðan fyrir því að menn hafa ekki getað bent á bæjarstæðið. Bærinn gæti hafa staðið nálægt Grímsgili, t.d. þar sem Deildargil og Hvítá komu saman á sínum tíma, áður en hraunið breytti landslaginu og ýtti ánni til suðurs (5. mynd). Karlastaðir var bær Karla Konáls- sonar sem sagt er af í Landnámu. Þorsteinn Þorsteinsson11 nefnir að Karlastaðir hafi að sumra sögn verið í Kaldárbotnum nærri Húsafelli, en segir að það sé ágiskun ein. Guð- mundur Ólafsson10 lýsir þessum rústum og segir hann að án frek- ari rannsóknar sé ógerlegt að gera sér grein fyrir frá hvaða tíma elstu mannvirkin í Kaldárbotnum séu eða segja til um hvort þar séu leifar Karlastaða. Karlastaðir eru því meðal hinna týndu bæja á slóðum Hallmundarhrauns. Kollshamar. Kýlan, bróðir Kalm- ans í Kalmanstungu, bjó fyrir neðan Kollshamar. Í Þórðarbók Landnámu er hann nefndur Karlshamrar. Ekk- ert er vitað um staðsetningu þessa bæjar annað en að hann hefur verið í Hvítársíðu, og gæti því vel hafa lent undir hrauninu. Reykholt hið forna. Þessi bær er ekki nefndur í Landnámu en hans er getið í munnmælum og þjóð- sögum. Jónas Hallgrímsson segir: „Reykholt hið forna var uppi á Geitlandi, millum Geitár og Hvítár, nokkru innar en Kalmanstunga. Þá var hverinn Skrifla þar, en síðan flutti hann sig um set að Reyk- holti í Reykholtsdal. ... Reykholt hið forna eyddist síðar í hraunflóði, þó vottar enn að nokkru fyrir túninu og túngarðinum á parti, ekki síst sjást glöggt ummerki hinnar fornu Skriflu; en þess vegna flutti hver- inn sig að föt af ósekum manni er myrtur var í Kalmanstungu voru þvegin í honum, hvað aldrei skyldi verið hafa.“2 Þessa sérkennilegu 5. mynd. Týndir bæir. Hugsanleg staðsetning bæja sem getið er um í Landnámu en enginn veit nú með vissu hvar voru. Þessir bæir eru Sturlu- staðir, Grímsgil, Karlastaðir, Hranastaðir, Kollshamar, og að auki Reykholt hið forna sem nefnt er í yngri heimildum. – Possible locations of five farms covered by Hallmundarhraun that are mentioned in the Book of Settlement and one, Reykholt, in younger sources. Kort/Maps: Landmæl- ingar Íslands, Atlaskort 35 og 45.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.