Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 16
Náttúrufræðingurinn
16
verða mosadýr undir í samkeppni
við þörungategundir. Þau þrífast því
einna best á skuggsælum stöðum,
einkum á neðra borði steina eða
vatnagróðurs og trjáróta, og raunar
á alls kyns framandi hlutum, svo
sem fljótandi spýtum, steyptum
veggjum og röralögnum.3
Dýrin mynda sambýlisform
sem samanstanda af fjölmörgum
einstaklingum sem eru erfðafræði-
lega eins og verða til með kyn-
lausri fjölgun eða knappskotum
(e. budding). Sérhver einstaklingur
í sambýli er smár, vart meira en 1
mm, en sambýli sumra tegunda geta
orðið umfangsmikil og spannað
tugi sentimetra. Útlit mosadýra-
sambýla er afar fjölbreytilegt, allt
frá hlaupkenndum massa til skrið-
jurta-líkra forma og greinóttra trjá-
eða mosalaga forma.3 Mismunandi
útlitseinkenni aðgreina tegundir eða
ættkvíslir og nýtast því við tegunda-
greiningu. Dýrin lifa á sviflægu
groti og smásæjum dýrum, svo sem
frum- og hjóldýrum. Við góð skil-
yrði getur lífmassi þeirra orðið mik-
ill og jafnvel ráðandi í fánu strand-
svæða og grynninga.4,5 Þar skapa
þau fjölbreytileg búsvæði fyrir aðrar
lífverur,6 og leika að auki stórt hlut-
verk í hringrás næringarefna.7
Öll mosadýr í ferskvatni eru
tvíkynja. Kynæxlun á sér jafnan stað
snemm- eða miðsumars og stendur
yfirleitt stutt yfir. Hjá sumum
tegundum er kynæxlun einungis hjá
hlutfallslega fáum einstaklingum og
verður jafnvel ekki vart í nokkur ár í
röð. Megin-æxlunarmáti mosadýra
er því kynlaus æxlun með myndun
svokallaðra blasta (statoblasts); ýmist
setblasta (sessoblasts) eða loftfylltra
flotblasta (floatoblasts). Blastar þessir
myndast yfir sumartímann en þegar
kólna fer á haustin og vaxtarskil-
yrði versna leggjast þeir í dvala
þar til hagstæð skilyrði skapast á
ný vorið eftir. Þá spíra blastarnir og
mynda einstakling sem fjölgar sér
með knappskotum og til verða sam-
býli sem áður er lýst.3,8,9 Misjafnt er
eftir tegundum hvers konar blastar
myndast. Sumar tegundir mynda
einungis setblasta en aðrar mynda
bæði set- og flotblasta. Setblastar
stuðla einkum að staðbundinni
dreifingu viðkomandi tegundar en
flotblastar geta borist langar leiðir
og nýtast til að nema ný og fjarlæg
búsvæði.3 Þótt meginreglan í lífsferli
mosadýra sé myndun dvalarforma
eru dæmi um að sambýli sumra
tegunda, svo sem Fredericella- og
Lophopus-tegunda, geti lifað af vet-
urinn séu skilyrði hagstæð.1
Þrátt fyrir mikla útbreiðslu og
gnægð mosadýra í ferskvatni voru
Lífsferill Tetracapsuloides bryosalmonae (T.b.) krefst
tveggja hýsla; mosadýrs og laxfisks. Sníkjudýrið
þroskast í mosadýrum og fullþroska gró berast frá
mosadýrum út í vatnsfasann þegar vatnshiti hefur
náð um 7–8°C (a). Laxfiskar smitast komist þeir í
tæri við grósmitað vatn (b). Þroskun sníkjudýrsins
heldur áfram í fiskinum og til verða annars konar
gró sem seytt er út með þvagi fisksins (c) og smita
mosadýr (d). Smitaðir fiskar fá einungis PKD-
nýrnasýki nái vatnshiti a.m.k. 12°C í nokkrar vikur
(e), ella eru þeir einkennalausir smitberar (f). Sumir
sjúkir fiskar komast yfir sjúkdóminn og mynda
ónæmi gegn sýklinum (g) en aðrir fiskar drepast (h).
Tetracapsuloides bryosalmonae (T.b.) needs two hosts
to complete its life cycle; bryozoans and salmonids.
The parasite develops inside the bryozoan host and
mature spores are released into the environment
when the water temperature reaches approx. 7–8°C.
Salmonids get infected when exposed to spore-
infected water. Inside the salmonids, another type
of infective spores develop which are released with
urine into the water, where they infect the naive
bryozoans. Infected fish only develop PKD if the
water temperature reaches at least 12°C for several
weeks, otherwise they become subclinical carriers
of the infections. Some fish recover from the disease
and gain resistance for the disease while other die.
Lífsferll sníkjudýrsins - The life cycle of the parasite