Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 58

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 58
Náttúrufræðingurinn 58 úr ánni niður í lónið eykur veltu- hraða stofnsins, þar sem færri seiða- árgangar alast upp í ánni hverju sinni og búsvæði losna til uppeldis þegar seiðin ganga til sjávar. Breytileiki var nokkur í fari (far- leiðum og tíma) merktra bleikja. Sumar þeirra gengu ekki úr lóninu til sjávar, heldur aftur upp í Vest- urdalsá að lokinni dvöl í lóninu. Aðrar gengu út úr lóninu til sjávar, en komu síðar til dvalar í lóninu. Þær bleikjur sem gengu til sjávar dvöldust mislengi í lóninu fyrir sjó- göngu. Af 20 bleikjum gengu 6 til sjávar innan tíu daga frá merkingu, en hinar eftir 17–38 daga. Eins og áður hefur komið fram er hér um lágmarkstíma í lóninu að ræða, þar sem tíminn frá göngu úr ánni að merkingu er óþekktur. Þegar skoðaður er fjöldi skráninga á einstökum hljóðduflum í Skógalóni, og hlutfallið milli duflanna notað sem mælikvarði á dreifingu bleikjunnar í lóninu, má sjá að bleikjan dvaldist mikið í innsta (dufl 4) og ysta (dufl 7) hluta lónsins, en 75% allra skrán- inga í lóninu voru á þessum tveimur duflum. Skráningarhlutfallið milli þessara dufla var breytilegt milli tímabila og ára, en oftast voru fleiri skráningar innst í lóninu en í ytri hluta þess. Niðurstöðurnar verður að skoða í því ljósi að fiskurinn gengur nálægt þessum duflum þegar hann fer í/úr sjó og í/úr ánni. Athyglis- vert er að leiðir bleikjunnar um lónið virðast frekar liggja við suðurströnd þess en norðurströndina, þar sem miklu fleiri skráningar koma fram á dufli 5 en dufli 6. Ástæður þessa munar eru ekki þekktar, en aðstæður í lóninu, svo sem dýpi og selta, eru nokkuð mismunandi eftir svæðum, og kunna að henta bleikjunni misvel. Innst í lóninu, undan ósi Vesturdalsár, er um hálfs kílómetra breitt grunn, en annars er landgrunnið um 15–30 m breitt í lóninu. Utan þess dýpkar lónið snöggt niður á um 10 m dýpi en mesta dýpi í lóninu er um 13 m.6,7 Við norðurströnd lónsins undan Skóga- eyri er mest aðdýpi en við suður- ströndina er landgrunnið breiðara. Selta í Skógalóni er breytileg eftir stöðum og dýpi. Hún er minnst í yfir- borðslögum innst í lóninu en eykst með auknu dýpi og eftir því sem utar dregur.6,7 Í júní 1992 mældist yfir- borðsselta innst í lóninu um 18‰ en um 29‰ við botn þar sem dýpst er. Yfirborðsseltan hækkaði lítillega út eftir Skógalóni með aukinni fjarlægð frá ósi Vesturdalsár.3 Selta virðist að jafnaði einnig vera minni og breyti- legri með suðurströndinni en norð- urströndinni12,13 sem stafar líklega af því að aðfall kemur fyrst inn með norðurströndinni vegna svigkrafts jarðar og útfall er svo meira með suðurströndinni, þá blandað ferskara vatni næst ánni. Auk þess má gera ráð fyrir árstíðasveiflum, t.d. vegna breytilegs innstreymis ferskvatns og sjávar í lónið. Einnig er mögulegt að fæðuframboð sé mismunandi á þessum svæðum, þ.a. meira finnist af fæðudýrum í lóninu sunnanverðu, svo sem marfló, en á dýpri svæðum nær norðurströndinni.14 Í rannsókninni var dvalartími bleikja í sjó á bilinu 35–58 dagar, en þær höfðu áður dvalist 7–36 daga í lóninu frá merkingu og fram að sjó- göngu. Dvalartími í sjó var svipaður og í niðurstöðum annarra rannsókna á sjóbleikju af þessari tegund (Salvel- inus alpinus), en til eru dæmi um enn lengri sjávardvalartíma, um og yfir 100 daga.1,16,17,18 Heildardvalartími merktra bleikja í rannsókninni utan árinnar (þ.e. samanlagður tími í lóni og sjó) er hins vegar lengri í Vestur- dalsá en víðast annars staðar. Þetta er reyndin jafnvel þó að gera megi ráð fyrir að dvalartími bleikjanna í lóninu fyrir sjógöngu sé eitthvað lengri, þar sem nákvæmur göngutími úr ánni liggur ekki fyrir. Þessi langi dvalartími merktra bleikja utan Vesturdalsár er í sam- ræmi við fyrri rannsóknir.3 Þá veidd- ust engar bleikjur í Skógalóni í nóv- ember og janúar, en á þeim tíma var vatnshiti −1 til 0,5°C og selta 23,6 til 26,7‰. Takmarkað seltuþol hefur verið talin ein ástæða þess að bleikja dvelst almennt ekki lengur í fullsöltum sjó hverju sinni.1 Seltu- þol bleikju minnkar með lækkandi hita19 og er að auki tengt stærð fisksins. Niðurstöður rannsókna benda til þess að sjóbleikja hafi öðl- ast fullt seltuþol við 25 cm stærð.15 Bleikjurnar í þessari rannsókn voru það stórar að full ástæða er til að ætla að þær hafi stærðar sinnar vegna getað verið búnar að ná fullu seltu- þoli sjóbleikju. Lágur vatnshiti gæti hins vegar takmarkað seltuþol bleikj- unnar á ákveðnum tímum árs og þá gæti lág selta í lóninu gert henni kleift að dveljast þar lengur en ef um full- saltan sjó væri að ræða. Göngur bleikju hér á landi niður á ósasvæði að vetri til eru ekki vel 7. mynd. Far merktra bleikja milli Nýpslóns, sjávar og Vesturdalsár, byggt á niðurstöðum rann- sóknanna. – The migration of the tagged char, in Lagoon Nýpslón, to open sea and to River Vesturdalsá, based on the results of the study. * Útreikningur á dagafjölda og göngutíma miðast við sex bleikjur, þar sem ekki liggja fyrir nægjanlega nákvæm gögn um göngutíma úr sjó hjá einni bleikju. – Average number of days at the sea and return date is based on 6 char, because of lack of exact return date for one char.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.