Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 62

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 62
Náttúrufræðingurinn 62 veitti hann Hvítá í gegnum ásinn til frekari varna, en áður féll hún um Melrakka dal.7 Sagan virðist vera hreinn tilbúningur því það var ekki á færi fornmanna að veita slíku vatnsfalli sem Hvítá er úr einum far- vegi í annan. Auk þess er augljóst að engin á hefur runnið um Mel- rakkadal frá því í ísaldarlok. Þó gæti leynst sannleikskjarni í þessari sögn. Áður en Hallmundarhraun rann hefur áin vafalítið runnið um aura sína nokkru norðar en hún gerir nú. Hraunið hrakti hana svo úr farvegi sínum og þröngvaði henni suður og vestur fyrir Gunnlaugshöfða og upp að Hraunsásnum neðan við bæinn. Höfðinn er jökulurðarhryggur norðan árinnar, og hefur áin skilið höfðann frá Hraunsásnum í þessum tilflutningum.5 Fóturinn fyrir frá- sögninni gæti því verið minning seinni alda manna um tilflutning árinnar einhvern tíma á landnáms- tíð þegar hinn þjóðsagnakenndi Músa-Bölverkur bjó í Hraunsási og stóð í vígaferlum við nágranna sína. Týndir bæir Í Landnámabók eru nefndir bæir innst í Hvítársíðu sem enginn veit lengur hvar stóðu. Þessir bæir eru Sturlustaðir, Grímsgil, Karlastaðir, Hranastaðir og Kollshamar. Að auki er Reykholt hið forna nefnt í gömlum þjóðsögum (5. mynd). Allir staðirnir hafa verið í grennd við Kalmanstungu og Húsafell og er merkilegt að svo margir bæir á þessu litla svæði skuli gleymdir og horfnir með öllu. Til samanburðar má geta þess að í Landnámu eru nafngreindir 90–100 bæir í Borgar- fjarðar- og Mýrasýslum. Nú eru 10 þessara bæja týndir, helmingurinn á slóðum Hallmundarhrauns. Hafi þessir bæir verið til má vel ímynda sér að þeir hafi lent undir hrauninu. Sturlustaðir. Sturla goði var sonur Kalmans landnámsmanns í Kalm- anstungu og „bjó á Sturlustöðum uppi undir Tungufelli upp frá Skáldskelmisdal, en síðan bjó hann í Kalmanstungu“.7 Örnefnin Sturlu- staðir, Tungufell og Skáldskelmis- dalur eru öll týnd. Líklegasta stað- setning bæjarins er norðan undir fellinu Tungu um tvo kílómetra norðvestur af Kalmanstungu þar sem Norðlingafljót fellur nú um Hallmundarhraun. Í Landnámu er ekki mikið sagt um Sturlu Kalm- ansson. Þó er hans getið í tengslum við Hellismenn, og var Sturla á Hellisfitjum þegar þeir voru felldir. Líklega hefur hann verið helsti foringi bænda í þeirri viðureign. Þess er líka getið að hann átti son sem Bjarni hét. Hann stóð í jarða- deilum um Tunguna litlu, sem var landspilda við Hvítá suðvestur af Kalmanstungu. Hann vann málið og reisti sér þar bæ sem fékk nafnið Bjarnastaðir. Þessar deilur gætu hafa spunnist af því að þrengt hafði að Kalmanstungubændum þegar 3. mynd. Fljótstunga, Þorvaldsstaðir og Litlafljót. Líklegir farvegir Norðlingafljóts og Hvítár fyrir gos (bláar línur). – A map indicating the farms Fljótstunga and Þorvaldsstaðir, the rivulet Litlafljót and possible channels (blue lines) of the rivers Norðlingafljót and Hvítá before the er- uption of Hallmundarhraun. Kort/Maps: Landmælingar Íslands, Atlaskort 35 og 45. 4. mynd. Hraunsás, bær Músa-Bölverks – Hraunsás farm, the home of the warrior Músa-Böl- verkur. Ljósm./Photo: Árni Hjartarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.