Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 75

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 75
75 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags meta hversu vel spádómar um áhrif hefðu staðist.24 Íslenskar fjörur eru fjölbreyttar25 og áhrif af vega- gerð mismunandi eftir fjörugerð og öðrum aðstæðum.26 Áhrif fjarðar- þverunar eru einnig mjög mismun- andi.27 Brúin yfir Dýrafjörð var byggð yst á Lambadalseyrarodda, að mestu á þurru, en sundið var um 500 m. Þar af voru um 300 m á meira en 12 m dýpi en mesta dýpi 13 m miðað við meðalstraum.28 Innan við eyrina er dýpið um og yfir 20 m. Vegfyllingin er um 380 m en brúin 120 m og var gert ráð fyrir að falla- skipti yrðu óbreytt á meðalstraumi. Mæliniðurstöður frá 2011 sýna að á flóði og fjöru er frávik sjávar- hæðar innan við þverunina lítið.29 Nú er langt um liðið síðan fjörð- urinn var þveraður og ættu áhrif framkvæmdanna á dýralíf að vera komin í ljós. Athugun á dýralífi eftir þverun var því orðin tímabær og áhugaverð bæði frá náttúrufræði- legu sjónarmiði og frá sjónarmiði Vegagerðarinnar þar sem slík rann- sókn ætti að nýtast við mat á áhrifum vegagerðar þar sem kostirnir eru að fara fyrir fjörð eða yfir. Náttúrustofa Vestfjarða fékk styrk úr Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar til að endurtaka rannsóknir í Dýra- firði. Fóru þær fram á árunum 2003–2007, eða 18–22 árum eftir fyrri rannsóknir. Rannsóknirnar eru eins og áður í þremur aðalhlutum, um fugla, fjörur og botndýr, og birtust í fimm áfangaskýrslum í skýrsluröð Náttúrustofu Vestfjarða.30,31,32,33,34 Rannsóknir í Dýrafirði eru með þeim fyrstu sem gerðar voru á lífríki fjarða vegna hugsanlegrar þverunar, en aðferðirnar voru þó orðnar vel mótaðar. Þeim var ágætlega lýst í niðurstöðugreinum og var því til- tölulega einfalt að endurtaka þær á sambærilegan hátt. Einn af höf- undum þessarar greinar, Þorleifur Eiríksson, vann við fyrri rannsókn- irnar á fjöru og botni fjarðarins bæði á vettvangi og við úrvinnslu, og auðveldaði það nákvæmni við endurtekninguna. Þá voru sýna- tökustöðvar á botni skráðar í mæli- kerfi Vegagerðarinnar og því vitað nákvæmlega um staðsetningu þeirra. Er þetta sennilega í fyrsta skipti sem sýnatökustöðvar í firði vegna vegagerðar eru skráðar á þennan hátt. Hér verður fjallað um rannsóknir á botndýrum og fjörum í Dýrafirði árin 2006 og 2007 og niðurstöður þeirra rannsókna bornar saman við niðurstöður rannsókna árið 1985. Sérstaklega eru skoðaðar breytingar á tegundafjölda og á fjöl- breytni- og einsleitnistuðlum. Skyld- leiki svæða milli rannsóknartímabila og samanburður sömu svæða innan tímabils er einnig hafður til við- miðunar. Með þessum aðferðum er hægt að greina breytingar á samfélögum hryggleysingja í fjörunni, í leirum eða á botni fjarðarins, og athuga hvort þær má rekja til þverunar- innar. 1. mynd. Horft í norður eftir veginum yfir Dýrafjörð stuttu eftir tengingu sumarið 1991. – A northern view of the road over Dýrafjörður shorty after the road was opened in 1991. Ljósm./Photo: Gísli Eiríksson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.