Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 75
75
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
meta hversu vel spádómar um
áhrif hefðu staðist.24 Íslenskar fjörur
eru fjölbreyttar25 og áhrif af vega-
gerð mismunandi eftir fjörugerð og
öðrum aðstæðum.26 Áhrif fjarðar-
þverunar eru einnig mjög mismun-
andi.27
Brúin yfir Dýrafjörð var byggð
yst á Lambadalseyrarodda, að
mestu á þurru, en sundið var um
500 m. Þar af voru um 300 m á meira
en 12 m dýpi en mesta dýpi 13 m
miðað við meðalstraum.28 Innan
við eyrina er dýpið um og yfir 20 m.
Vegfyllingin er um 380 m en brúin
120 m og var gert ráð fyrir að falla-
skipti yrðu óbreytt á meðalstraumi.
Mæliniðurstöður frá 2011 sýna að
á flóði og fjöru er frávik sjávar-
hæðar innan við þverunina lítið.29
Nú er langt um liðið síðan fjörð-
urinn var þveraður og ættu áhrif
framkvæmdanna á dýralíf að vera
komin í ljós. Athugun á dýralífi eftir
þverun var því orðin tímabær og
áhugaverð bæði frá náttúrufræði-
legu sjónarmiði og frá sjónarmiði
Vegagerðarinnar þar sem slík rann-
sókn ætti að nýtast við mat á áhrifum
vegagerðar þar sem kostirnir eru að
fara fyrir fjörð eða yfir.
Náttúrustofa Vestfjarða fékk styrk
úr Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar
til að endurtaka rannsóknir í Dýra-
firði. Fóru þær fram á árunum
2003–2007, eða 18–22 árum eftir fyrri
rannsóknir. Rannsóknirnar eru eins
og áður í þremur aðalhlutum, um
fugla, fjörur og botndýr, og birtust í
fimm áfangaskýrslum í skýrsluröð
Náttúrustofu Vestfjarða.30,31,32,33,34
Rannsóknir í Dýrafirði eru með
þeim fyrstu sem gerðar voru á lífríki
fjarða vegna hugsanlegrar þverunar,
en aðferðirnar voru þó orðnar vel
mótaðar. Þeim var ágætlega lýst í
niðurstöðugreinum og var því til-
tölulega einfalt að endurtaka þær
á sambærilegan hátt. Einn af höf-
undum þessarar greinar, Þorleifur
Eiríksson, vann við fyrri rannsókn-
irnar á fjöru og botni fjarðarins
bæði á vettvangi og við úrvinnslu,
og auðveldaði það nákvæmni við
endurtekninguna. Þá voru sýna-
tökustöðvar á botni skráðar í mæli-
kerfi Vegagerðarinnar og því vitað
nákvæmlega um staðsetningu
þeirra. Er þetta sennilega í fyrsta
skipti sem sýnatökustöðvar í firði
vegna vegagerðar eru skráðar á
þennan hátt.
Hér verður fjallað um rannsóknir
á botndýrum og fjörum í Dýrafirði
árin 2006 og 2007 og niðurstöður
þeirra rannsókna bornar saman við
niðurstöður rannsókna árið 1985.
Sérstaklega eru skoðaðar
breytingar á tegundafjölda og á fjöl-
breytni- og einsleitnistuðlum. Skyld-
leiki svæða milli rannsóknartímabila
og samanburður sömu svæða innan
tímabils er einnig hafður til við-
miðunar.
Með þessum aðferðum er hægt
að greina breytingar á samfélögum
hryggleysingja í fjörunni, í leirum
eða á botni fjarðarins, og athuga
hvort þær má rekja til þverunar-
innar.
1. mynd. Horft í norður eftir veginum yfir Dýrafjörð stuttu eftir tengingu sumarið 1991. – A northern view of the road over Dýrafjörður
shorty after the road was opened in 1991. Ljósm./Photo: Gísli Eiríksson.