Náttúrufræðingurinn

Árgangur
Tölublað

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 10
Náttúrufræðingurinn 10 landsins með kjölfestuvatni frá nátt- úrulegum heimkynnum sínum í Vestur-Evrópu. Erfitt er að meta áhrif tegundarinnar á lífríkið þar sem skelin finnst alltaf í tiltölu- lega litlum þéttleika og er því varla ágeng. Hún gæti þó verið í samkeppni við aðrar samlokur um fæðu og pláss, svo sem sandskel, kúfskel og krókskel. Möttuldýr Glærmöttull, Ciona intestinalis (Linnaeus, 1767) Glærmöttull (Ciona intestinalis) (13. mynd) er eina framandi möttul- tegundin sem fundist hefur við Ís- land. Hans varð fyrst vart í Straums- vík árið 2007.70 Árið 2010 fannst tegundin síðan undir flotbryggjum í nokkrum höfnum á Suðvestur- landi. 71 Glærmöttull er algeng ásæta á skipsskrokkum, bryggjum, baujum og eldiskvíum og er talinn hafa breiðst út með skipum fyrst og fremst. Glærmöttull finnst nú um allan heim, að Suðurskauts- landinu undanskildu, og er talinn upprunninn í Norður-Atlantshafi en hefur flust til annarra heims- hafa af mannavöldum.72 Þar sem glærmöttull hefur numið land sem framandi tegund telst hann víð- ast hvar ágengur.73,74 Glærmöttull hefur valdið skaða í skeljarækt, er í samkeppni við skelina um pláss og fæðu, hann er ásæta, bæði á skel og ræktunarútbúnaði, og hefur valdið miklu fjárhagslegu tjóni. Lirfustig glærmöttuls varir mjög stutt og sest lirfan í nágrenni við foreldrana.75 Hann hefur því að öllum líkindum borist til landsins sem ásæta á skipsskrokkum. Hann er sjaldgæfur hér við land, a.m.k. enn sem komið er, og getur því ekki talist ágengur en líklegt er að hann geti orðið það. Fiskar Flundra, Platichthys flesus (Linnaeus, 1758) Flundra (Platichthys flesus) (14. mynd) hefur náttúrulegt útbreiðslu- svæði í Norðaustur-Atlantshafi. Hún er algeng á grunnsævi við meginland Vestur-Evrópu og eins í Færeyjum.76 Fyrsti skráði fundur flundru við Ísland var haustið 1999 í mynni Ölfusár77 en síðan hefur hennar orðið vart víða. Nú finnst hún í sjó, ísöltu vatni og ferskvatni réttsælis frá sunnanverðum Aust- fjörðum til Skagafjarðar og hefur náð hér fótfestu.78 Flundra hefur sennilega flust til Íslands af manna- völdum, með kjölfestuvatni. Sú flutningsleið er þekkt frá Banda- ríkjunum þar sem flundran hefur einnig fundist.79 Um áhrif flundru á íslenskt lífríki er lítið vitað en þó er ljóst að hún stundar afrán á laxfiska- seiðum og er í samkeppni um fæðu við laxfiska, ál og hornsíli.80 Gæti tegundin því orðið ágeng við Ísland. Græni marhnútur, Taurulus bubalis (Euphrasen, 1786) Græni marhnútur (Taurulus bubalis) (15. mynd) fannst fyrst hér við land árið 2005, við Vatnsleysuströnd. Árið eftir veiddust nokkrir fiskar í fjörupolli á Seltjarnarnesi,81 meðal annars kynþroska hængur. Græni marhnútur er grunnsævisfiskur sem lifir fyrst og fremst í fjörum. Hann er um 10 cm að lengd, og eru náttúruleg heimkynni hans við Atlantshafsstrendur Vestur-Evrópu, í Eystrasalti og í Miðjarðarhafi vest- anverðu. Í byrjun 20. aldar töldu 13. mynd. Glærmöttull (Ciona intestinalis). Ljósm./Photo: Pálmi Dungal. 14. mynd. Flundra (Platichthys flesus). Ljósm./Photo: Jónbjörn Pálsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað: 1.-2. hefti (2015)
https://timarit.is/issue/392348

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1.-2. hefti (2015)

Aðgerðir: