Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 10
Náttúrufræðingurinn 10 landsins með kjölfestuvatni frá nátt- úrulegum heimkynnum sínum í Vestur-Evrópu. Erfitt er að meta áhrif tegundarinnar á lífríkið þar sem skelin finnst alltaf í tiltölu- lega litlum þéttleika og er því varla ágeng. Hún gæti þó verið í samkeppni við aðrar samlokur um fæðu og pláss, svo sem sandskel, kúfskel og krókskel. Möttuldýr Glærmöttull, Ciona intestinalis (Linnaeus, 1767) Glærmöttull (Ciona intestinalis) (13. mynd) er eina framandi möttul- tegundin sem fundist hefur við Ís- land. Hans varð fyrst vart í Straums- vík árið 2007.70 Árið 2010 fannst tegundin síðan undir flotbryggjum í nokkrum höfnum á Suðvestur- landi. 71 Glærmöttull er algeng ásæta á skipsskrokkum, bryggjum, baujum og eldiskvíum og er talinn hafa breiðst út með skipum fyrst og fremst. Glærmöttull finnst nú um allan heim, að Suðurskauts- landinu undanskildu, og er talinn upprunninn í Norður-Atlantshafi en hefur flust til annarra heims- hafa af mannavöldum.72 Þar sem glærmöttull hefur numið land sem framandi tegund telst hann víð- ast hvar ágengur.73,74 Glærmöttull hefur valdið skaða í skeljarækt, er í samkeppni við skelina um pláss og fæðu, hann er ásæta, bæði á skel og ræktunarútbúnaði, og hefur valdið miklu fjárhagslegu tjóni. Lirfustig glærmöttuls varir mjög stutt og sest lirfan í nágrenni við foreldrana.75 Hann hefur því að öllum líkindum borist til landsins sem ásæta á skipsskrokkum. Hann er sjaldgæfur hér við land, a.m.k. enn sem komið er, og getur því ekki talist ágengur en líklegt er að hann geti orðið það. Fiskar Flundra, Platichthys flesus (Linnaeus, 1758) Flundra (Platichthys flesus) (14. mynd) hefur náttúrulegt útbreiðslu- svæði í Norðaustur-Atlantshafi. Hún er algeng á grunnsævi við meginland Vestur-Evrópu og eins í Færeyjum.76 Fyrsti skráði fundur flundru við Ísland var haustið 1999 í mynni Ölfusár77 en síðan hefur hennar orðið vart víða. Nú finnst hún í sjó, ísöltu vatni og ferskvatni réttsælis frá sunnanverðum Aust- fjörðum til Skagafjarðar og hefur náð hér fótfestu.78 Flundra hefur sennilega flust til Íslands af manna- völdum, með kjölfestuvatni. Sú flutningsleið er þekkt frá Banda- ríkjunum þar sem flundran hefur einnig fundist.79 Um áhrif flundru á íslenskt lífríki er lítið vitað en þó er ljóst að hún stundar afrán á laxfiska- seiðum og er í samkeppni um fæðu við laxfiska, ál og hornsíli.80 Gæti tegundin því orðið ágeng við Ísland. Græni marhnútur, Taurulus bubalis (Euphrasen, 1786) Græni marhnútur (Taurulus bubalis) (15. mynd) fannst fyrst hér við land árið 2005, við Vatnsleysuströnd. Árið eftir veiddust nokkrir fiskar í fjörupolli á Seltjarnarnesi,81 meðal annars kynþroska hængur. Græni marhnútur er grunnsævisfiskur sem lifir fyrst og fremst í fjörum. Hann er um 10 cm að lengd, og eru náttúruleg heimkynni hans við Atlantshafsstrendur Vestur-Evrópu, í Eystrasalti og í Miðjarðarhafi vest- anverðu. Í byrjun 20. aldar töldu 13. mynd. Glærmöttull (Ciona intestinalis). Ljósm./Photo: Pálmi Dungal. 14. mynd. Flundra (Platichthys flesus). Ljósm./Photo: Jónbjörn Pálsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.