Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 54

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 54
Náttúrufræðingurinn 54 Farleiðir sjóbleikju um ísalt svæði Mikið er af sjóbleikju (Salvelinus alpinus L.) í Vesturdalsá í Vopnafirði. Áin fellur í ísalt lón, Nýpslón, og er selta lítil við ós árinnar en eykst eftir því sem utar dregur. Bleikjur í lóninu voru merktar með rafeindamerkjum að vori og notuð sjálfvirk hlustunardufl til að fylgjast með fari þeirra í lóninu, til sjávar og upp í ána fram til hausts. Merktar voru 39 bleikjur, sem voru 26,5 til 49,0 cm langar. Hlustunarduflunum var komið fyrir á nokkrum stöðum í ánni, í lóninu og í sjó við ós lónsins. Duflin skráðu alls um 332.500 merkjasendingar, flestar nálægt ósi Vesturdalsár. Bleikjurnar virt- ust frekar ganga við suðurströnd lónsins en norðurströnd þess. Alls gengu 20 merktar bleikjur til sjávar, og var meðaldvalartími þeirra í lóninu fyrir sjógöngu 21,8 dagar. Úr sjó gengu aftur 7 bleikjur og var meðaldvalartími í sjó 46,6 dagar. Upp í Vesturdalsá gengu 12 bleikjur og voru þá að meðal- tali liðnir 71,7 dagar frá merkingu. Niðurstöðurnar sýna mikilvægi lónsins fyrir bleikjuna í Vesturdalsá og renna stoðum undir þá tilgátu að vegna lónsins dveljist bleikjan lengur utan árinnar en ef áin félli beint til sjávar. Ingi Rúnar Jónsson og Þórólfur Antonsson Náttúrufræðingurinn 85 (1–2), bls. 54–59, 2015 Ritrýnd grein Inngangur Bleikja, Salvelinus alpinus (L.), er norðlæg fisktegund sem finna má í löndum allt umhverfis norður- heimskautið og hefur hún nyrsta útbreiðslu fisktegunda í fersku vatni. Hún getur annars vegar alið allan sinn aldur í ferskvatni (stað- bundin bleikja) og hins vegar getur hún dvalist fyrstu ár ævi sinnar í fersku vatni sem seiði, gengið þá til sjávar yfir sumartímann og dvalist í ferskvatni yfir veturinn (sjóbleikja).1 Bæði lífsformin eru útbreidd hér á landi. um allt land. Beitarsvæði bleikju í sjó eru yfirleitt ekki langt frá upprunaánni.1,2 Mikið er um sjóbleikju í Vestur- dalsá í Vopnafirði og hafa allmiklar rannsóknir verið gerðar á henni.3,4,5 Vesturdalsá fellur í Nýpslón, sem skiptist um Straumseyri í Skóga- lón innan eyrarinnar og Beinalón utan eyrarinnar (1. og 2. mynd). Beinalón er um 1,9 km2 að flatar- máli, víðast fremur grunnt (<1 m) og botninn sendinn með smásteina- dreif. Skógalón er um 3,6 km2 og dýpi mun meira, um 13 m þar sem það er dýpst. Skógalón er ísalt og fer seltan vaxandi eftir því sem utar dregur. Beinalón er saltara.6,7,8,9 Nýpslón virðist hafa mikla þýðingu fyrir lífsferil og far sjóbleikju í Vest- urdalsá. Lónið er ríkt af fæðu (mest marflóm)3 sem er stórgerðari en bleikja étur allajafna í ám (mest ryk- mýslirfur). Aðstæður í lóninu ættu að nýtast bleikju af ýmsum stærðum. 1. mynd. Skógalón heitir innri hluti Nýpslóns í Vopnafirði. – The inner part of Lagoon Nýpslón, Lagoon Skógalón. Ljósm./Photo: Ingi Rúnar Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.