Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 40
Náttúrufræðingurinn 40 (5. mynd) síðar yfirdýralæknir, og Halldór Grímsson efnafræðingur, viðamiklar klínískar og meina- fræðilegar rannsóknir á mæði (6. mynd).20 Ennfremur voru gerðar sýkingartilraunir sem sýndu að hægt var að sýkja lömb með safa úr lungnavef mæðikinda sem síaður var í gegnum bakteríuþétta síu.21 Það benti til þess að sýkillinn væri veira. Meðgöngutíminn var um tvö ár, sem staðfesti fyrri athug- anir Guðmundar Gíslasonar.13,15 Björn og samstarfsmenn hans gerðu einnig sýkingartilraunir með visnu í kindum.16,22 Þegar síuðum, tærum safa úr heilavef visnukinda var sprautað inn í heilahólf heilbrigðra lamba sýndu þau klínísk einkenni visnu eftir 1–2 ár. Það vakti athygli að einkjörnungum fjölgaði verulega í mænuvökva skömmu eftir sýkingu. Það ferli stóð yfir í nokkrar vikur eða mánuði og benti til bólgusvars í mið- taugakerfi snemma í sýkingarferlinu. Við rannsóknir sínar á mæði og visnu varð Birni sérstaklega hug- leikinn hinn óvenjulega langi með- göngutími þessara smitsjúkdóma. Allt að 2–3 ár liðu frá því að smit átti sér stað og þar til klínísk ein- kenni komu í ljós. Annað einkenni þeirra var langur og oftast reglu- bundinn sjúkdómsgangur sem alltaf lauk með dauða. Að hans mati var grundvallarmunur á þessum sjúk- dómum annars vegar og bráðum og krónískum smitsjúkdómum hins vegar, og lagði Björn til að þeir yrðu nefndir hæggengir smitsjúkdómar (slow infections).5 Við smásjárrann- sóknir á vefjum kinda sem var lógað eftir sýkingu en áður en ein- kenni komu fram fundust bólgur í lungnavef mæðikinda og í heilavef visnukinda, sem gaf til kynna að sýkingin lægi ekki í dvala á þessum tíma heldur ætti sér stað hægfara sýkingarferli sem að lokum leiddi til sjúkdómseinkenna. Aukinn frumu- fjöldi í mænuvökva visnukinda fáeinum vikum eftir smit, löngu áður en einkenni komu í ljós, benti einnig til virkrar sýkingar á með- göngutímanum.22 Ræktun á visnuveiru í frumurækt Á sjötta áratugnum voru allmargar veirur einangraður í frumurækt, bæði veirur sem ollu þekktum sjúkdómum í mönnum og dýrum og áður óþekktar veirur. Ræktunin auðveldaði mjög rannsóknir á veir- unum því að nú var hægt að mæla magn þeirra með meiri nákvæmni og skoða þær í rafeindasmásjá. Björn taldi því eðlilegt að næsta skref í rannsóknum á visnu væri að reyna að rækta veiruna í frumurækt. Fyrstu tilraunir í þessu skyni voru gerðar á Tilraunastöðinni á Keldum snemma árs 1957. Vefjaskoðun á heilum visnukinda hafði sýnt út- breiddar bólguskemmdir í hvít- unni umhverfis hliðlæg heilahólf. Vefjabiti var því tekinn úr þessu svæði í heilbrigðum heila og komið fyrir í hænsnaplasma í tilrauna- glasi, en það var sú aðferð sem þá var notuð við útplöntun á vef til frumuræktar. Frumur sem líktust bandvefsfrumum (fíbróblöstum, e. fibroblasts) uxu út frá vefjabitanum og mynduðu einfrumulag í tilrau- naglasinu (7. mynd a). Síuðum safa úr heila visnukindar var þá sáð í frumuræktarglasið. Eftir um það bil tvær vikur komu í ljós breytingar í frumuræktinni og einkenndust þær af fjölkjarna risafrumum (7. mynd b).23 Svipaðar breytingar í frumurækt af völdum veira, t.d. mislingaveiru, voru þekktar á þessum tíma. Tilraunin var endur- 6. mynd. Fyrstu sérfræðingarnir á Keldum: Páll Agnar Pálsson, Björn Sigurðsson, Guðmundur Gíslason, Halldór Grímsson. The first scientists at Keldur. Ljósm./Photo: Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.