Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 40
Náttúrufræðingurinn 40 (5. mynd) síðar yfirdýralæknir, og Halldór Grímsson efnafræðingur, viðamiklar klínískar og meina- fræðilegar rannsóknir á mæði (6. mynd).20 Ennfremur voru gerðar sýkingartilraunir sem sýndu að hægt var að sýkja lömb með safa úr lungnavef mæðikinda sem síaður var í gegnum bakteríuþétta síu.21 Það benti til þess að sýkillinn væri veira. Meðgöngutíminn var um tvö ár, sem staðfesti fyrri athug- anir Guðmundar Gíslasonar.13,15 Björn og samstarfsmenn hans gerðu einnig sýkingartilraunir með visnu í kindum.16,22 Þegar síuðum, tærum safa úr heilavef visnukinda var sprautað inn í heilahólf heilbrigðra lamba sýndu þau klínísk einkenni visnu eftir 1–2 ár. Það vakti athygli að einkjörnungum fjölgaði verulega í mænuvökva skömmu eftir sýkingu. Það ferli stóð yfir í nokkrar vikur eða mánuði og benti til bólgusvars í mið- taugakerfi snemma í sýkingarferlinu. Við rannsóknir sínar á mæði og visnu varð Birni sérstaklega hug- leikinn hinn óvenjulega langi með- göngutími þessara smitsjúkdóma. Allt að 2–3 ár liðu frá því að smit átti sér stað og þar til klínísk ein- kenni komu í ljós. Annað einkenni þeirra var langur og oftast reglu- bundinn sjúkdómsgangur sem alltaf lauk með dauða. Að hans mati var grundvallarmunur á þessum sjúk- dómum annars vegar og bráðum og krónískum smitsjúkdómum hins vegar, og lagði Björn til að þeir yrðu nefndir hæggengir smitsjúkdómar (slow infections).5 Við smásjárrann- sóknir á vefjum kinda sem var lógað eftir sýkingu en áður en ein- kenni komu fram fundust bólgur í lungnavef mæðikinda og í heilavef visnukinda, sem gaf til kynna að sýkingin lægi ekki í dvala á þessum tíma heldur ætti sér stað hægfara sýkingarferli sem að lokum leiddi til sjúkdómseinkenna. Aukinn frumu- fjöldi í mænuvökva visnukinda fáeinum vikum eftir smit, löngu áður en einkenni komu í ljós, benti einnig til virkrar sýkingar á með- göngutímanum.22 Ræktun á visnuveiru í frumurækt Á sjötta áratugnum voru allmargar veirur einangraður í frumurækt, bæði veirur sem ollu þekktum sjúkdómum í mönnum og dýrum og áður óþekktar veirur. Ræktunin auðveldaði mjög rannsóknir á veir- unum því að nú var hægt að mæla magn þeirra með meiri nákvæmni og skoða þær í rafeindasmásjá. Björn taldi því eðlilegt að næsta skref í rannsóknum á visnu væri að reyna að rækta veiruna í frumurækt. Fyrstu tilraunir í þessu skyni voru gerðar á Tilraunastöðinni á Keldum snemma árs 1957. Vefjaskoðun á heilum visnukinda hafði sýnt út- breiddar bólguskemmdir í hvít- unni umhverfis hliðlæg heilahólf. Vefjabiti var því tekinn úr þessu svæði í heilbrigðum heila og komið fyrir í hænsnaplasma í tilrauna- glasi, en það var sú aðferð sem þá var notuð við útplöntun á vef til frumuræktar. Frumur sem líktust bandvefsfrumum (fíbróblöstum, e. fibroblasts) uxu út frá vefjabitanum og mynduðu einfrumulag í tilrau- naglasinu (7. mynd a). Síuðum safa úr heila visnukindar var þá sáð í frumuræktarglasið. Eftir um það bil tvær vikur komu í ljós breytingar í frumuræktinni og einkenndust þær af fjölkjarna risafrumum (7. mynd b).23 Svipaðar breytingar í frumurækt af völdum veira, t.d. mislingaveiru, voru þekktar á þessum tíma. Tilraunin var endur- 6. mynd. Fyrstu sérfræðingarnir á Keldum: Páll Agnar Pálsson, Björn Sigurðsson, Guðmundur Gíslason, Halldór Grímsson. The first scientists at Keldur. Ljósm./Photo: Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.