Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 47
47 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags hlaupum. Talað er um seltuveður og þau mestu geta valdið rafmagns- truflunum um mikinn hluta lands- ins. Áraun seltu er áhugavert veð- urfræðilegt viðfangsefni en rann- sóknir á saltögnum í lofti á köldum og kaldtempruðum svæðum eru takmarkaðar. Mergð smárra saltagna í lofti getur við viss veður- skilyrði orðið gríðarmikil, þannig að seltumóða dregur stórlega úr skyggni. Einkum eru áhugaverð tilvik þegar þurr loftmassi steypist ofan af Grænlandi með vestlægum vindi yfir Grænlandshaf. Stormur ýfir upp sjóinn og sjávarlöður gufar upp en smágerðar seltuagnirnar verða eftir og berast með hvössum vindi yfir landið úr vestri. Brim við ströndina eykur síðan enn á flæði seltu úr sjónum til andrúmsloftsins. Rafmagnstruflanir vegna seltu verða öðru hverju. Til að mynda gerðist þetta þrisvar árið 2001, í jan- úar, febrúar og nóvember.1 Seltu- veðrið í nóvember 2001 er það mesta sem mælst hefur á Íslandi. Þá var vestan og suðvestan stormur víða á landinu og vindstyrkur allt að 40 m/s með norðurströndinni og 50 m/s í fjallshæð. Saltagnir bárust með vindi fleiri hundruð kílómetra frá ströndu og má nefna að seltu varð vart fremst í Bárðardal.2,3 Seltuveðrið 10. janúar 2012 var af nokkuð ólíkum toga (1. mynd). Vindstyrkur var töluvert minni og hvassviðrið bæði staðbundnara og stóð styttra yfir. Selturáraunar varð ekki vart á eins miklum hluta lands- ins og í seltuveðrinu 2001 en hún 2. mynd. Saltagnir myndast þegar loftbóla springur í yfirborði sjávar. Fyrst myndast mjög litlir dropar sem gufa upp og skilja eftir saltagnir, þvermál ~0,3 mm. Þegar loftbólan fellur saman geta myndast stærri dropar, sem skjótast allt að 15 cm upp í loftið. Mynd endurteiknuð eftir Wallace & Hobbs.12 – A schematic to illustrate the production of film droplets and jet drops when an air bubble bursts at the surface of water. Over the oceans some of the droplets and drops evaporate to leave sea-salt particles and other material in the air. Við yfirborð hafs flæðir raki, hiti og skriðþungi á milli lofthjúpsins og hafsins. Þessi flæði stjórnast af mismun hita, raka og skriðþunga frá hafi upp í lofthjúpinn, sem og af þéttleika loftsins og af vindhraða. Með þessu móti talar hafið við lofthjúpinn. Ef kaldur, þurr og hvass vindur blæs yfir fremur hlýtt haf verður mikið kvikuflæði skin- og dulvarma frá hafi til lofthjúpsins. Í sumum tilvikum getur hafið tapað svo miklum hita að yfirborðssjórinn kólnar og eðlismassinn eykst að því marki að hann sekkur og myndar djúpsjó. Þetta gerist í miklum mæli á örfáum stöðum í Norður-Atlantshafi: Í Labradorhafi, norðan Svalbarða og líkast til einnig á Grænlandshafi þar sem lágrastir myndast vegna áhrifa Grænlands á loftstreymið.11 Þessi lóðrétta hreyfing er mikilvægur hluti hita-seltuhringrásarinnar í Atlantshafi, sem flytur hlýjan yfirborðssjó norður Atlantshafið með Golfstraumnum og Norður- Atlantshafsstraumnum en kaldan og þungan djúpsjó suður með botninum. Þessi hringrás er vegna varmaflutningsins nátengd veðurfari við Atlantshaf. Samspil lofthjúps og hafs 3. mynd. Vindur (vindörvar) og hæð (línur, dm) í 300 hPa hæð, 6 tíma spá. Svartur fáni merk- ir 50 hnúta vind (25 m/s) og lituðu svæðin sýna svæðin með mestan vindhraða. Vindhraði er í hnútum. Jafnhæðalínur flatarins eru dregnar með 4 dekametra (40 m) millibili. Spá frá Reikni- miðstöð evrópskra veðurstofa, gildistími 10. janúar 2012 kl. 06. – Wind speed (wind barbs) and the height (lines, dm) at 300 hPa, 6 hour forecast. A triangle represents 50 kt wind speed (25 m/s) and the shaded regions show the areas with the largest wind speed. Wind speed is in kt. The isoheight interval is 4 dm (40 m). A forecast from the European Centre of Medium Range- Weather Forecasts, valid 10 January 2012 at 06 UTC.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.