Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 4
Náttúrufræðingurinn 4 Framandi sjávar- lífverur við Ísland Náttúrufræðingurinn 85 (1–2), bls. 4–14, 2015 Karl Gunnarsson, Guðrún G. Þórarinsdóttir og Óskar Sindri Gíslason Inngangur Á síðustu áratugum hefur flutn- ingur sjávarlífvera langt út fyrir náttúruleg heimkynni aukist veru- lega á heimsvísu. Áætlað er að á hverjum degi séu um 10 þúsund tegundir á ferðinni milli hafsvæða með skipum. Við strendur Evrópu uppgötvast að meðaltali ein ný framandi tegund aðra eða þriðju hverju viku.1,2 Skilgreining fram- andi tegundar hefur verið nokkuð á reiki. Í núverandi umfjöllun telst tegund framandi ef hún hefur flust til nýrra heimkynna af manna- völdum, viljandi eða óviljandi, og nær að lifa þar af og fjölga sér. Að- alflutningsleiðir framandi sjávar- lífvera eru taldar vera með skipum, annaðhvort utan á skipsskrokknum eða í kjölfestuvatni, með lifandi4 eldisdýrum, þá sérstaklega skel- dýrum, sem flutt eru milli svæða, og með efnivið í skrautfiskaræktun sem sendur er milli heimsálfa.3,4 Langstærsti hópur aðfluttra tegunda eru botnlífverur, þ.e. botnþörungar og botndýr.2 Egg, okfrumur, gró og ungstig (t.d. lirfur) botnlífvera berast líklega aðallega með kjölfestuvatni sem skip tekur á einum stað og losar á öðrum. Ætla má að fullorðinsstig margra aðfluttra tegunda berist áföst við skipskrokka, losni svo af á nýjum stað og taki sér þar bólfestu. Skeldýr og fiskar hafa öldum saman verið flutt lifandi til eldis um langan veg. Slíkir flutningar eru enn í gangi um allan heim. Eldisdýr geta borið sjúkdóma (sníkjudýr, bakteríur og veirur) og einnig ásætutegundir sem geta tekið sér bólfestu í nýjum heim- kynnum og hugsanlega ógnað þar staðbundnu lífríki.5 Veðurfarsbreytingar sem rekja má til athafna mannsins valda því að norðurheimskautsísinn er umfangs- minni á sumrin en áður og hafa greitt fyrir náttúrulegum flutningi sjáv- arlífvera úr Norður-Kyrrahafi yfir í Norður-Atlantshafið.6,7 Manngerðir skurðir milli aðskilinna heims- hafa, svo sem Súesskurðurinn, hafa einnig auðveldað flutning tegunda milli heimshafa.8 Æ fleiri framandi sjávarlífvera verður vart í strandsjónum við Ísland. Alls er vitað af fimmtán tegundum og hefur um helmingur þeirra numið hér land á undanförnum tveimur áratugum. Meðal þeirra eru sex tegundir þörunga, svifþörungarnir Heterosigma akashiwo, Stephanopyxis turris og Mediopyxis helysia, og botnþörungarnir sagþang (Fucus serratus), rauðflóki (Bonnemaisonia hamifera) og hafkyrja (Codium fragile); fjögur krabbadýr, grjótkrabbi (Cancer irroratus), sandrækja (Crangon crangon), fitjafló (Orchestia gamarellus) og ögnin Praunus flexuosus; tvær samlokur, hjartaskel (Cerastoderma edulis) og sandskel (Mya arenaria); eitt möttuldýr, glærmöttull (Ciona intestinalis); og tvær tegundir fiska, flundra (Platichthys flesus) og græni marhnútur (Taurulus bubalis). Flestar þessara tegunda hafa líklega borist til landsins með kjölfestuvatni skipa eða sem ásætur á skipsskrokkum. Einnig er mögulegt að nokkrar hafi borist með sandi eða grjóti úr fjörum, sem notað var sem kjölfesta. Líklegt er að flestar tegundanna hafi borist frá Evrópu. Hefur það verið staðfest um þrjár tegundir með erfða- fræðilegum samanburði á einstaklingum við Ísland og einstaklingum sömu tegundar annars staðar í Norður- Atlantshafi. Grjótkrabbi er eina tegundin sem örugglega hefur borist hingað frá austurströnd Norður-Ameríku. Allar tegundirnar hafa tekið sér bólfestu á grunnsævi hér við land. Flestra tegundanna varð fyrst vart á suðvesturhorni landsins, þar sem skipaumferð er hvað mest við landið og sjávarhiti hæstur. Almennt verður aðeins lítill hluti framandi lífvera ágengur. Af þeim framandi tegundum sem hafa tekið sér bólfestu í sjó við Ísland eru það helst sagþang, grjótkrabbi, sandrækja, glærmöttull og flundra sem talið er að séu ágengar eða gætu orðið það. Ritrýnd grein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.