Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 18
Náttúrufræðingurinn 18 svæði. Botngerð við strönd (um 5 m út frá bakka) var metin í þessa flokka: 1) leir/drulla; 2) sandur; 3) möl; 4) smágrýti (<20–30 cm að þvermáli) og 5) stórgrýti (>30 cm að þvermáli). Þéttleiki mosadýra var metinn sem 1) lítill/á stöku stað; 2) talsverður/ósamfelld dreifing; 3) mikill/nokkuð samfelld dreifing. Vífilsstaðavatn í Garðabæ er um 0,27 km2 að flatarmáli og er strand- lengja þess um 2,5 km löng. Vatnið er í um 38 m hæð yfir sjávar- máli. Í það renna kaldavermsl sem eiga upptök sín suðaustan vatnsins en úr því rennur Vífilsstaðalækur (einnig nefndur Hraunholtslækur) í gegnum byggðina í Garðabæ, um þriggja kílómetra leið til sjávar í Arnarnesvogi. Vatnið er grunnt, eða að meðaltali um 0,5 m.27 Hafravatn í nágrenni Reykjavíkur er um 1,1 km2 að flatarmáli og hefur um 5 km langa strandlengju. Vatnið er í 76 m hæð yfir sjávarmáli. Meðal- dýpi þess er um 8 m og mesta dýpi 28 m. Seljadalsá rennur í vatnið en auk þess rennur í það grunn- og lindarvatn með svokölluðum Mos- fellsheiðarstraumi. Úlfarsá (Korpa) rennur úr vatninu, um 10 km leið til sjávar.28,29 Önnur vötn/ár Lausleg úttekt var gerð á tilvist mosadýra í þessum vötnum og ám: Elliðavatni, Leirvogsvatni, Meðal- fellsvatni, Eyrarvatni, Þórisstaða- vatni og Geitabergsvatni í Svína- dal, Hlíðarvatni í Selvogi, Breta- vatni á Mýrum, Álftavatni við Þingvelli, Mývatni, Hraunvatni á Skaga, Elliðaám, Laxá í Leirársveit, Suðurá og Hólmsá á vatnasvæði Elliðavatns, Úlfarsá/Korpu, Vífils- staðalæk, Laxá í Aðaldal og þverá hennar, Mýrarkvísl (2. mynd). Í fyrrgreindum vötnum var mosa- dýra leitað á líklegum búsvæðum í um tvær klst. Fyndust mosadýr var sýnum safnað og þau sett í 70% etanól-lausn til tegundagreiningar síðar. Tegundagreining Öll mosadýr sem safnað var voru skoðuð undir víðsjá og smásjá og þau greind til tegundar samkvæmt fyrirliggjandi greiningarlyklum sem byggjast á byggingarlegum ein- kennum dýranna.3 Niðurstöður Vífilsstaðavatn og Hafravatn Tvær tegundir mosadýra fundust í báðum vötnunum, Plumatella repens og Fredericella sultana. Yfirlit botn- gerðar og útbreiðslu mosadýra- tegunda í vötnunum tveimur má sjá á 3., 4. og 5. mynd. Í Vífilsstaðavatni var útbreiðsla P. repens mun meiri en F. sultana og fannst dýrið víðs vegar við strand- lengjuna eða á níu af ellefu (82%) skilgreindum 200 m rannsóknar- svæðum. F. sultana fannst hins vegar einungis á einu rannsóknarsvæði (9%), í útfalli Vífilsstaðalækjar og í nágrenni þess. Mikill þéttleiki var á báðum tegundunum í útfallinu sjálfu. Enn fremur var mikið af F. sultana efst í læknum en þar fannst ekkert af P. repens. Nokkuð var af P. repens báðum megin við útfallið en auk þess í vatninu suðvestan- og austanverðu (3. mynd (a)). Tegundin fannst einkum á neðra borði stór- grýtis og/eða á smærra grjóti sem lá í malarkenndum botni. Engin mosa- dýr fundust á tveimur 400 metra köflum, í sunnan- og suðvestan- verðu vatninu annars vegar og hins vegar í því norðanverðu. Á þessum svæðum er botninn drullu- eða leir- kenndur og ýmist steinlaus eða með stöku smágrýti (3. mynd (b)). Í Hafravatni voru báðar fyrr- greindar tegundir talsvert algengar. Mosadýr fundust á 17 af 25 rann- sóknarsvæðum (68%); F. sultana á níu svæðum (36%) en P. repens á ellefu (44%). Í grófum dráttum var F. sultana allsráðandi í norðan- og vestanverðu vatninu en austanvert vatnið var meira eða minna undir- lagt af P. repens (4. og 5. mynd). Einungis á um 200 m kafla í norð- vestanverðu vatninu fundust báðar tegundirnar samhliða. Líkt og í Víf- ilsstaðavatni var mosadýr einkum að finna á stórgrýti eða smærra grjóti sem lá á malarkenndum botni. F. sultana fannst í mjög miklum mæli í útfalli Úlfarsár og í efsta hluta árinnar sjálfrar. Auk þess var mjög mikið af tegundinni á svæði þar sem er nokkuð aðdjúpt, malarbotn og mikið af stórgrýti. Utan eins svæðis við suðvestanvert vatnið fannst P. repens almennt í fremur litlu magni í Hafravatni. Á um 1 km svæði við sunnanvert vatnið fundust engin mosadýr en þar var sand- eða leir- botn og engir steinar, hvorki stórir né smáir (4. og 5. mynd). Önnur vötn/ár Yfirlit mosadýrategunda sem fund- ust í öðrum stöðuvötnum og ám víðs vegar um landið er gefið í 1. töflu. Mosadýr fundust í öllum tólf vötnum og átta ám þar sem þeirra var leitað. P. repens fannst á öllum stöðunum og F. sultana í öllum vötnum og ám nema Hraunvatni á Skaga (95,2% vatnasvæða), þar sem einungis fannst P. repens. Auk fyrrnefndra tegunda fannst P. fun- gosa í þremur vötnum (Hlíðarvatni, Bretavatni, Mývatni) og tveimur ám (23,8%), í Laxá í Aðaldal og Mýrar- kvísl, sem báðar eru á vatnasvæði Mývatns, en auk þeirrar tegundar fundust bæði P. repens og F. sultana á þessum stöðum. Ein tegund til viðbótar, Cristatella mucedo, fannst í litlum mæli á einum stað, Vatns- endamegin í Elliðavatni (4,8%). Almennt um fundarstaði mosadýra Nokkuð áberandi var í rannsókn- inni hvað útbreiðsla tegundanna var ólík. Útbreiðsla Plumatella-tegunda var almennt meiri en F. sultana og ekki eins bundin við ákveðin bú- svæði (3., 4. og 5. mynd). Í öllum til- fellum var þéttleiki F. sultana mestur í straumvatni, bæði í ám og í útfalli stöðuvatna eða við útföllin. Að auki fannst tegundin ekki á svæðum með leirbotni nema þar sem dýpið var talsvert (um 50–100 cm) og steinar mjög stórir. Sambýlisform og dreifingarform mosadýrategundanna P. repens, F. sultana og P. fungosa eru sýnd á 6., 7. og 8. myndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.