Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 18
Náttúrufræðingurinn
18
svæði. Botngerð við strönd (um 5
m út frá bakka) var metin í þessa
flokka: 1) leir/drulla; 2) sandur;
3) möl; 4) smágrýti (<20–30 cm að
þvermáli) og 5) stórgrýti (>30 cm að
þvermáli). Þéttleiki mosadýra var
metinn sem 1) lítill/á stöku stað; 2)
talsverður/ósamfelld dreifing; 3)
mikill/nokkuð samfelld dreifing.
Vífilsstaðavatn í Garðabæ er um
0,27 km2 að flatarmáli og er strand-
lengja þess um 2,5 km löng. Vatnið
er í um 38 m hæð yfir sjávar-
máli. Í það renna kaldavermsl sem
eiga upptök sín suðaustan vatnsins
en úr því rennur Vífilsstaðalækur
(einnig nefndur Hraunholtslækur)
í gegnum byggðina í Garðabæ, um
þriggja kílómetra leið til sjávar í
Arnarnesvogi. Vatnið er grunnt, eða
að meðaltali um 0,5 m.27
Hafravatn í nágrenni Reykjavíkur
er um 1,1 km2 að flatarmáli og hefur
um 5 km langa strandlengju. Vatnið
er í 76 m hæð yfir sjávarmáli. Meðal-
dýpi þess er um 8 m og mesta dýpi
28 m. Seljadalsá rennur í vatnið en
auk þess rennur í það grunn- og
lindarvatn með svokölluðum Mos-
fellsheiðarstraumi. Úlfarsá (Korpa)
rennur úr vatninu, um 10 km leið til
sjávar.28,29
Önnur vötn/ár
Lausleg úttekt var gerð á tilvist
mosadýra í þessum vötnum og ám:
Elliðavatni, Leirvogsvatni, Meðal-
fellsvatni, Eyrarvatni, Þórisstaða-
vatni og Geitabergsvatni í Svína-
dal, Hlíðarvatni í Selvogi, Breta-
vatni á Mýrum, Álftavatni við
Þingvelli, Mývatni, Hraunvatni á
Skaga, Elliðaám, Laxá í Leirársveit,
Suðurá og Hólmsá á vatnasvæði
Elliðavatns, Úlfarsá/Korpu, Vífils-
staðalæk, Laxá í Aðaldal og þverá
hennar, Mýrarkvísl (2. mynd). Í
fyrrgreindum vötnum var mosa-
dýra leitað á líklegum búsvæðum
í um tvær klst. Fyndust mosadýr
var sýnum safnað og þau sett í 70%
etanól-lausn til tegundagreiningar
síðar.
Tegundagreining
Öll mosadýr sem safnað var voru
skoðuð undir víðsjá og smásjá og
þau greind til tegundar samkvæmt
fyrirliggjandi greiningarlyklum sem
byggjast á byggingarlegum ein-
kennum dýranna.3
Niðurstöður
Vífilsstaðavatn og Hafravatn
Tvær tegundir mosadýra fundust í
báðum vötnunum, Plumatella repens
og Fredericella sultana. Yfirlit botn-
gerðar og útbreiðslu mosadýra-
tegunda í vötnunum tveimur má sjá
á 3., 4. og 5. mynd.
Í Vífilsstaðavatni var útbreiðsla
P. repens mun meiri en F. sultana og
fannst dýrið víðs vegar við strand-
lengjuna eða á níu af ellefu (82%)
skilgreindum 200 m rannsóknar-
svæðum. F. sultana fannst hins vegar
einungis á einu rannsóknarsvæði
(9%), í útfalli Vífilsstaðalækjar og í
nágrenni þess. Mikill þéttleiki var
á báðum tegundunum í útfallinu
sjálfu. Enn fremur var mikið af F.
sultana efst í læknum en þar fannst
ekkert af P. repens. Nokkuð var af
P. repens báðum megin við útfallið
en auk þess í vatninu suðvestan- og
austanverðu (3. mynd (a)). Tegundin
fannst einkum á neðra borði stór-
grýtis og/eða á smærra grjóti sem lá
í malarkenndum botni. Engin mosa-
dýr fundust á tveimur 400 metra
köflum, í sunnan- og suðvestan-
verðu vatninu annars vegar og hins
vegar í því norðanverðu. Á þessum
svæðum er botninn drullu- eða leir-
kenndur og ýmist steinlaus eða með
stöku smágrýti (3. mynd (b)).
Í Hafravatni voru báðar fyrr-
greindar tegundir talsvert algengar.
Mosadýr fundust á 17 af 25 rann-
sóknarsvæðum (68%); F. sultana á
níu svæðum (36%) en P. repens á
ellefu (44%). Í grófum dráttum var
F. sultana allsráðandi í norðan- og
vestanverðu vatninu en austanvert
vatnið var meira eða minna undir-
lagt af P. repens (4. og 5. mynd).
Einungis á um 200 m kafla í norð-
vestanverðu vatninu fundust báðar
tegundirnar samhliða. Líkt og í Víf-
ilsstaðavatni var mosadýr einkum
að finna á stórgrýti eða smærra
grjóti sem lá á malarkenndum botni.
F. sultana fannst í mjög miklum mæli
í útfalli Úlfarsár og í efsta hluta
árinnar sjálfrar. Auk þess var mjög
mikið af tegundinni á svæði þar sem
er nokkuð aðdjúpt, malarbotn og
mikið af stórgrýti. Utan eins svæðis
við suðvestanvert vatnið fannst P.
repens almennt í fremur litlu magni
í Hafravatni. Á um 1 km svæði við
sunnanvert vatnið fundust engin
mosadýr en þar var sand- eða leir-
botn og engir steinar, hvorki stórir
né smáir (4. og 5. mynd).
Önnur vötn/ár
Yfirlit mosadýrategunda sem fund-
ust í öðrum stöðuvötnum og ám
víðs vegar um landið er gefið í 1.
töflu. Mosadýr fundust í öllum tólf
vötnum og átta ám þar sem þeirra
var leitað. P. repens fannst á öllum
stöðunum og F. sultana í öllum
vötnum og ám nema Hraunvatni
á Skaga (95,2% vatnasvæða), þar
sem einungis fannst P. repens. Auk
fyrrnefndra tegunda fannst P. fun-
gosa í þremur vötnum (Hlíðarvatni,
Bretavatni, Mývatni) og tveimur ám
(23,8%), í Laxá í Aðaldal og Mýrar-
kvísl, sem báðar eru á vatnasvæði
Mývatns, en auk þeirrar tegundar
fundust bæði P. repens og F. sultana
á þessum stöðum. Ein tegund til
viðbótar, Cristatella mucedo, fannst
í litlum mæli á einum stað, Vatns-
endamegin í Elliðavatni (4,8%).
Almennt um fundarstaði
mosadýra
Nokkuð áberandi var í rannsókn-
inni hvað útbreiðsla tegundanna var
ólík. Útbreiðsla Plumatella-tegunda
var almennt meiri en F. sultana og
ekki eins bundin við ákveðin bú-
svæði (3., 4. og 5. mynd). Í öllum til-
fellum var þéttleiki F. sultana mestur
í straumvatni, bæði í ám og í útfalli
stöðuvatna eða við útföllin. Að auki
fannst tegundin ekki á svæðum
með leirbotni nema þar sem dýpið
var talsvert (um 50–100 cm) og
steinar mjög stórir.
Sambýlisform og dreifingarform
mosadýrategundanna P. repens, F.
sultana og P. fungosa eru sýnd á 6., 7.
og 8. myndum.