Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 63
63
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Hallmundarhraun rann, og Sturlu-
staðir hurfu undir hraun ásamt
miklu og góðu landi við Norðlinga-
fljót. Þeir þurftu því að byggja upp
og hasla sér völl á nýjum stöðum.
Kirkja var á Bjarnastöðum strax á 10.
öld en var seinna flutt að Kalmans-
tungu.2,5
Grímsgil. Það er ekki víst að
bærinn hafi heitið þessu nafni. Í
Landnámu segir að Grímur land-
námsmaður hafi numið land hið
syðra uppfrá Giljum til Grímsgils
og að bærinn hafi verið við Gríms-
gil. Ekki er vitað með vissu hvar
hið forna Grímsgil var. Brynjúlfur
frá Minna-Núpi8,9 telur að rústir við
gil það sem nú kallast Hringsgil
séu húsarústir Grímsgilsbæjarins.
Guðmundur Ólafsson, fornleifa-
fræðingur,10 lýsir þessum rústum
og af rannsóknum hans verður
ekki ráðið að um landnámsbæ
sé að ræða. Þorsteinn Þorsteins-
son11 segir að sumir álíti fornar
tóftir uppi með gilinu vera af
bænum Grímsgili en telur það
sjálfur ólíklegt enda væri bæj-
arstæðið þá í 260 m hæð. Taka
verður undir þessa skoðun. Sé
tilgáta Brynjúlfs rétt, að Hrings-
gil hafi fyrrum heitið Grímsgil,
er líklegast að bærinn hafi staðið
niðri á láglendinu, t.d. þar sem
Hringsgil kom niður á flata vell-
ina við Hvítá, og bæjarstæðið sé
því undir hrauninu 2–3 km vestan
við Húsafell.
Hranastaðir. Samkvæmt Land-
námu bjó Hrani á Hranastöðum.
Hann var sonur Gríms í Gríms-
gili. Brynjúlfur á Minna-Núpi
velti töluvert fyrir sér hvar sá bær
hefur staðið.12 Hann nefnir að tóftir
við ármót Kaldár og Hvítár ekki
langt frá Húsafelli kunni að vera
hinir fornu Hranastaðir. Staðsetn-
ing Brynjúlfs er ágiskun ein. Allt
eins má hugsa sér að bærinn hafi
lent undir hrauninu og væri það
ástæðan fyrir því að menn hafa ekki
getað bent á bæjarstæðið. Bærinn
gæti hafa staðið nálægt Grímsgili,
t.d. þar sem Deildargil og Hvítá
komu saman á sínum tíma, áður en
hraunið breytti landslaginu og ýtti
ánni til suðurs (5. mynd).
Karlastaðir var bær Karla Konáls-
sonar sem sagt er af í Landnámu.
Þorsteinn Þorsteinsson11 nefnir að
Karlastaðir hafi að sumra sögn verið
í Kaldárbotnum nærri Húsafelli, en
segir að það sé ágiskun ein. Guð-
mundur Ólafsson10 lýsir þessum
rústum og segir hann að án frek-
ari rannsóknar sé ógerlegt að gera
sér grein fyrir frá hvaða tíma elstu
mannvirkin í Kaldárbotnum séu
eða segja til um hvort þar séu
leifar Karlastaða. Karlastaðir eru því
meðal hinna týndu bæja á slóðum
Hallmundarhrauns.
Kollshamar. Kýlan, bróðir Kalm-
ans í Kalmanstungu, bjó fyrir neðan
Kollshamar. Í Þórðarbók Landnámu
er hann nefndur Karlshamrar. Ekk-
ert er vitað um staðsetningu þessa
bæjar annað en að hann hefur verið í
Hvítársíðu, og gæti því vel hafa lent
undir hrauninu.
Reykholt hið forna. Þessi bær er
ekki nefndur í Landnámu en hans
er getið í munnmælum og þjóð-
sögum. Jónas Hallgrímsson segir:
„Reykholt hið forna var uppi á
Geitlandi, millum Geitár og Hvítár,
nokkru innar en Kalmanstunga. Þá
var hverinn Skrifla þar, en síðan
flutti hann sig um set að Reyk-
holti í Reykholtsdal. ... Reykholt hið
forna eyddist síðar í hraunflóði, þó
vottar enn að nokkru fyrir túninu
og túngarðinum á parti, ekki síst
sjást glöggt ummerki hinnar fornu
Skriflu; en þess vegna flutti hver-
inn sig að föt af ósekum manni er
myrtur var í Kalmanstungu voru
þvegin í honum, hvað aldrei skyldi
verið hafa.“2 Þessa sérkennilegu
5. mynd. Týndir bæir. Hugsanleg staðsetning bæja sem getið er um í Landnámu en enginn veit nú með vissu hvar voru. Þessir bæir eru Sturlu-
staðir, Grímsgil, Karlastaðir, Hranastaðir, Kollshamar, og að auki Reykholt hið forna sem nefnt er í yngri heimildum. – Possible locations of five
farms covered by Hallmundarhraun that are mentioned in the Book of Settlement and one, Reykholt, in younger sources. Kort/Maps: Landmæl-
ingar Íslands, Atlaskort 35 og 45.