Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 17

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 17
17 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags rannsóknir á þeim afar takmarkaðar allt til aldamótanna 2000 saman- borið við aðra hópa í fánu ferskvatns. Fyrstu heimildir um mosadýr hér á landi eru frá árinu 1928 og er þar greint frá mosadýrum í tjörn í um tveggja kílómetra fjarlægð vestan Reykjavíkur.11 Seinna er greint frá mosadýrum í Neðra-Selvatni við Vatnsfjörð í Ísafjarðardjúpi, í tjörn við Arngerðareyri við Ísafjarðardjúp og í Þingvallavatni.12 Á áttunda tug síðustu aldar birtust tvær greinar um mosadýr í Mývatni og í Laxá og Kráká á vatnasviði Mývatns.13,14 Nýjasta og umfangsmesta rann- sóknin á mosadýrum á Íslandi var gerð í Urriðakotsvatni við Hafnar- fjörð árið 1981.15 Áður en sú rann- sókn hófst sem frá er greint hér á eftir höfðu fimm tegundir mosa- dýra fundist í íslensku ferskvatni, þ.e. Fredericella sultana, Plumatella repens, P. fungosa, Cristatella mucedo og Hyalinella punctata.11,12,13,14,15 Um síðustu aldamót urðu kafla- skil í rannsóknum á mosadýrum þegar í ljós kom að dýrin eru nauðsynlegir millihýslar í lífsferli alvarlegs sjúkdómsvalds sem herjar á laxfiska.16 Þessi uppgötvun hefur leitt til gríðarlegrar aukningar í rann- sóknum á vistfræði mosadýra. Sjúk- dómsvaldurinn er smásætt sníkju- dýr, Tetracapsuloides bryosalmonae (Myxozoa, Malacosporea), sem veldur svokallaðri PKD-nýrnasýki (e. Proliferative Kidney Disease) en lífsferill sníkjudýrsins krefst tveggja ólíkra hýsiltegunda, laxfiska og mosadýra. Sníkjudýrið, og sjúk- dómurinn sem það veldur, er vel þekkt erlendis og um það liggja fyrir miklar rannsóknir sem taka bæði til laxfiska og mosadýra, enda hefur PKD-nýrnasýki víða valdið gríðarlegu tjóni, bæði í fiskeldi sem og í villtum stofnum laxfiska. Sem dæmi má nefna að sýkin er talin meginorsök um 85% samdráttar í framleiðslu laxaseiða í ánni Åelva í Norður-Noregi og 50% samdráttar urriðastofna í svissneskum stöðu- vötnum.17,18,19,20 PKD-nýrnasýki er beintengd vatnshita, sem þarf að ná a.m.k. 12°C í nokkurn tíma svo fiskar sýni sjúkdómseinkenni. Sníkjudýrið er þó fært um að ljúka lífsferli sínum við lægri vatnshita og getur smitað fiska sem ekki sýna sjúkdómseinkenni. Þannig getur smit viðhaldist í köldu árferði.21 Nú er þekkt að allmargar tegundir mosadýra geta gegnt hlutverki millihýsils fyrir sníkjudýrið sem sýkinni veldur. Almennt er þó talið að tegundir af ættkvíslunum Plu- matella og Fredericella séu mikil- vægastar í því sambandi.16,22,23 Haustið 2008 greindist PKD- nýrnasýki í fyrsta skipti á Íslandi í bleikju úr Elliðavatni við Reykja- vík.24 Frekari rannsóknir hafa leitt í ljós að sníkjudýrið T. bryosalmonae er útbreitt í íslenskum laxfiskum og hefur nú greinst í bleikju, urriða og laxi. Í mörgum tilfellum hefur hlut- fall fiska með alvarleg sjúkdóms- einkenni verið hátt og á það ekki síst við um bleikjuna.24,25 Þar sem sjúkdómsins verður aðeins vart ef vatnshiti nær a.m.k. 12°C má leiða að því líkur að með hlýnandi veður- fari undanfarna áratugi hafi mynd- ast forsenda fyrir sjúkdómnum á Íslandi. Í því sambandi má nefna að meðalhiti í Elliðavatni yfir sum- armánuðina hækkaði marktækt á tímabilinu 1988–2006, mest í ágúst um 2,3°C. Á sama tíma hafa bleikju- stofnar í mörgum vötnum á Íslandi átt verulega undir högg að sækja.26 Nú eru í gangi umfangsmiklar rann- sóknir á Íslandi þar sem útbreiðsla PKD-nýrnasýki í íslensku ferskvatni og áhrif hennar á villta stofna lax- fiska er könnuð (Árni Kristmunds- son, munn. uppl.). Markmið rannsóknarinnar var að bæta við þá takmörkuðu þekkingu sem tiltæk er á tegundafjölbreytni og útbreiðslu mosadýra í íslensku ferskvatni og fá um leið vitneskju um forsendur fyrir tilvist PKD- nýrnasýki í íslenskum laxfiskum. Efniviður og aðferðir Vífilsstaðavatn og Hafravatn Gerð var ítarleg úttekt á tegundum mosadýra og útbreiðslu þeirra í Víf- ilsstaðavatni og Hafravatni. Strand- lengju vatnanna var skipt niður í 200 m löng svæði og mosadýra leitað með skipulegum hætti á steinum, vatnagróðri og öðrum líklegum bú- svæðum. Dýpi á hverjum stað réð hversu langt út frá ströndinni rann- sóknarsvæðið náði. Almennt var reglan sú að rannsaka um 5 m svæði út frá strönd eða að 50–60 cm dýpi. Mosadýrum af mismunandi form- gerð var safnað af hverju svæði og varðveitt í 70% etanól-lausn þar til tegundagreining fór fram (1. mynd). Þéttleiki dýranna var metinn gróf- lega, sem og botngerð á hverju 2. mynd. Stöðuvötn og ár þar sem mosadýra var leitað. – Location of lakes and rivers where bryozoans were searched.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.