Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 8
Náttúrufræðingurinn 8 Við mælingar í reitunum var sleppt 1 m jaðarsvæði. Lögð voru 18 m löng mælisnið endilangt eftir hverjum reit og réðu tilviljunar- tölur staðsetningu þeirra. Þéttleiki fullorðinna (blómstrandi) lúpínu- plantna var metinn með því að telja plöntur á 18 m × 0,5 m (9 m2) sniði í flestum reitanna. Þar sem þéttleiki var mjög mikill voru plöntur taldar á fjórum 2 m bilum, á 2–4 m, 6–8 m, 10–12 m og 14–16 m (samtals 4 m2). Kímplöntur og ungar lúpínuplöntur voru taldar í fimm 0,25 m2 (0,5 m × 0,5 m) römmum sem komið var fyrir með tilviljunartölum á sniðinu. Kímblöð lúpínu eru greinileg og auðþekkjanleg og voru þau notuð til að greina milli kímplantna og ungplantna. Þekja plantna var metin í fimm 0,25 m2 (0,5 m × 0,5 m) römmum sem lagðir voru á 18 m snið eftir tilviljunartölum. Í hverjum ramma var þekja lifandi gróðurs, sinu og ógróins yfirborðs metin að næstu 5%, þannig að saman mynduðu þau 100% þekju. Þá voru allar tegundir æðplantna skráðar og þekja hverrar metin sjálfstætt með eftirfarandi kvarða: 1 = <1%, 2 = 1–5%, 3 = 5–10%, 4 = 10–15%, 5 = 15–25%, 6 = 25–50%, 7 = 50–75% og 8 = 75– 100%. Heildarþekja mosa og fléttna var metin eftir sama kvarða og að auki þekja valdra mosategunda, þ.e. engjaskrauts (Rhytidiadelphus squarrosus), runnaskrauts (R. triquetrus) og hraungambra (Rac- omitrium lanuginosum). Tegundir æðplantna sem fundust í reitnum en utan mældra ramma voru skráðar. Úrvinnsla Talningar á fjölda lúpínuplantna voru umreiknaðar yfir í þéttleika plantna á fermetra fyrir hvern reit. Miðgildi einkunna í þekjukvarðanum var notað við útreikninga á þekju tegunda og var tegundum sem fundust í reit utan mæliramma gefin 0,1% þekja. Lögð var saman þekja mismunandi plöntuhópa, þ.e. grasa, sefs og hæra, tvíkímblaða jurta (annarra en lúpínu) og smárunna. Meðaltöl fyrir hvern reit voru notuð við alla greiningu og samanburð. Fervikagreining á endurteknum mælingum var notuð til að meta áhrif meðferðar (sláttur, eitrun, ómeðhöndlað) og tíma (2011 og 2015) á þéttleika og þekju lúpínu, tegundaauðgi, heildarþekju gróðurs og þekju mismunandi tegundahópa. Meðaltöl voru borin saman með aðlögun Tukeys (α=0,05). Til að uppfylla skilyrði um jafna dreifni (e. variance) og normaldreifingu leifa (e. residuals) var tekin kvaðratrót af þéttleikagögnum áður en gerðar voru fervikagreiningar á þeim. Samanburður á meðal - tölum var gerður á umreikn- uðum þéttleikagögnum en í niður stöðukafla eru sýnd bakreiknuð meðaltöl (sett í annað veldi). Fervikagreiningar voru gerðar með forritinu SAS Enterprise Guide útg. 6.1 (SAS Institute Inc., Cary; NC, USA). Tegundasamsetning æðplantna í reitunum árin 2011 og 2015 var greind með hnitunargreiningu (e: Detrended Correspondence Analy- sis = DCA) sem notast einungis við tegundagögn. Tegundaauðgi, heildar þekja gróðurs og gróðurhópa 1. tafla. Tíðarfar í Stykkishólmi árin 2010–2015. Upplýsingar af vef Veðurstofu Íslands, www.vedur.is. – A summary of the weather in Stykkishólmur during the research period 2010–2015, based on information from the Icelandic Met Office (www.vedur.is). Ár Year Almennt um tíðarfar General description Allt árið Year Sumar (júní- sept.) Summer (June-Sept) Allt árið Year Sumar (júní- sept.) Summer (June-Sept) M eð al hi ti Av er ag e te m pe ra tu re (° C ) R öð h ei tu st u ár a R an k of w ar m es t y ea rs M eð al hi ti Av er ag e te m pe ra tu re (° C ) Rö ð he itu st u su m ra B R an k of w ar m es t s um m er s Ú rk om a P re ci pi ta tio n (m m ) % a f m eð al ta li % o f a ve ra ge Ú rk om a P re ci pi ta tio n (m m ) % a f m eð al ta li % o f a ve ra ge 2010 Hlýtt, þurrt og snjólétt Warm, dry, limited snow cover. 5,4 2/165 A 11,1 1 458 65 115 62 2011 Að mestu hagstætt. Vor kalt og þurrt Mostly favourable, cold and dry spring. 4,5 20–23 /166 9,3 21 919 130 134 72 2012 Að mestu hagstætt. Vor og sumar þurr og sólrík Mostly favourable, spring and summer dry and sunny. 5,0 7/167 10,0 6 672 95 117 62 2013 Að mestu hagstætt. Minni sumarsól en síðustu ár Mostly favourable, summer less sunny than recent years. 4,4 26/168 9,2 26 766 109 338 181 2014 Að mestu hagstætt. Hlýtt en fremur sólarrýrt Mostly favourable, warm but cloudy. 5,3 3/169 10,6 2 679 96 228 122 2015 Óhagstætt framan af, síðbúið vor Late and unfavourable spring. 4,1 43/170 9,0 34 804 113 172 92 A: 165 vísar til N, þ.e. af hve mörgum mögulegum / The number below the slash (/), here 165, refers to N. B: N=67 öll árin / N=67 all years.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.