Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 31
31
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
fjórðungi vatnamúsa á fundarstað
hafi verið safnað og miðað við
þann fjölda voru áætluð 320 eintök
á staðnum. Sumar voru í vatninu
við bakkann en aðrar höfðu skolast
upp á land.
5. Ormarsá, Þistilfirði, N.-Þing.
(66.414612°N; 15.902303°V),
um 2002–2010.
Hundruð eintaka fundust á þessu
árabili en aðeins nokkrum tugum
eintaka var safnað. Gunnur
Jónasdóttir og Guðjón Bjarnason,
Reykjavík. Árið 2014 fengust 26
eintök hjá finnanda sem hélt eftir
10–15 eintökum. – Gunnur segir að
fyrst hafi sést vatnamýs um 2002
neðst við Ormarsá, bæði við ána
sjálfa og á sjávarströndinni rétt
utan óssins, í Hjallhöfn. Eintökum
var safnað á mismunandi árstímum
í rúman áratug og þá helst þeim
„fallegu og stóru“ eins Gunnur
komst að orði. Mörg eintök eru
varðveitt hjá finnanda, bæði í
sumarbústað á Hóli við Raufarhöfn
og á heimili í Reykjavík, og hafa
þau eintök hvorki verið skoðuð
né mæld. Gestir hafa iðulega verið
leystir út með eintaki til minja.
Því má gera ráð fyrir að tugir
vatnamúsa frá þessum slóðum séu
í vörslu annarra.
Einn höfunda (Ævar Petersen)
og Guðmundur Ö. Benediktsson
á Kópaskeri komu á staðinn 11.
ágúst 2012 til að skyggnast um eftir
vatnamúsum. Leitað var um 400 m
upp með vesturbakka árinnar og
aðeins út fyrir ósinn. Fundust tugir
vatnamúsa sem kastast höfðu upp
á land, flestar voru fullmyndaðir
vöndlar en einnig lágu þarna
ólögulegir mosavafningar, lausir
í sér. Í litlu viki upp með ánni
hafði fjöldi vatnamúsa fokið eða
kastast upp á gras innan um
rekaspýtur. Sum eintök voru gróin
niður í grassvörð og gróður jafnvel
farinn að spíra upp úr þeim. Var
greinilega talsverður tími liðinn frá
því að vatnamýsnar bárust upp á
land. Aðrir vöndlar voru nýlegir og
lágu lausir á árbakkanum.
6. Hraunsskeið, við Ölfusárós,
Árn. (63.876948°N;
21.215756°V), 23. júlí 2005.
14 eintök og öllum safnað.
Erling Ólafsson, Hafnarfirði. –
Vatnamýsnar fundust á sjávar-
ströndinni vestan við árósinn.
Vöndl arnir eru úr mosa sem aðeins
vex á landi eða í ferskvatni og
hafa því borist til sjávar niður eftir
Ölfusá hvort sem þeir hafa myndast
í þeirri á, í vötnum sem tengjast
henni eða þverám sem renna í hana.
7. Hraunsfjarðarvatn, Helga-
fellssveit, Snæf. (64.923282°N;
22.935769°V), júní 2006.
10 eintök og var tveimur
safnað. Sigurborg Sturludóttir,
Stykkishólmi (Róbert A. Stefánsson,
Náttúrustofu Vesturlands, munnl.
uppl.) (2. mynd). – Annað eintakið
er varðveitt á Náttúrustofu
Vesturlands en hitt var sent til
tegundargreiningar á Akureyri.
Það kom síðan í hlut Bergþórs
Jóhannssonar að greina mosann
í því. Hann reyndist vera af
tegundinni lautahnúskur (líka
kallaður lautabrúskur) Kiaeria falcata.
Nauðsynlegt reyndist að skera geira
inn í eintakið til að nálgast sýni.
Þá kom í ljós að vatnamúsin var
óvenju þétt í sér. Fíngerð jarðefni
höfðu blandast við mosann sem að
auki var lifandi. Vatnamýsnar úr
Hraunsfjarðarvatni eru einu heilu
mosavöndlarnir úr lifandi mosa
sem fundist hafa hérlendis.
Nokkru eftir fundinn, 27. júní
2006, var farið á staðinn að nýju
(Róbert A. Stefánsson) en þá var
hann kominn undir vatn. Hafði
Hraunsfjarðarvatn verið tekið undir
miðlunarlón og yfirborð hækkað til
muna frá því vatnamýsnar fundust.
8. Þjórsárver, sunnan
Hofsjökuls. (64.600121°N;
18.726985°V), fyrir 2007.
Fjöldi eintaka a.m.k. 58 skv. ljósmynd
en engum safnað. Guðmundur P.
2. mynd. Vatnamús úr lifandi mosa af tegundinni Kiaeria falcata. Fannst í
Hraunsfjarðarvatni árið 2006. Eini fundur vatnamúsar úr lifandi mosa á Íslandi. Því miður
var fundarstaðurinn færður á kaf undir miðlunarlón skömmu eftir fundinn. – False lake ball
made of live moss of the species Kiaeria falcata found in 2006 at Lake Hraunsfjarðarvatn.
This is the only locality where entire false lake balls of live moss have been found in Iceland.
Unfortunately, the finding locality was turned into a reservoir shortly after the lake balls
were discovered. Ljósm./Photo: Róbert A. Stefánsson, 15.6. 2006.