Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 23
23
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
frjókorna en er sýndur á 5. mynd c.
Þessu birkiskeiði lauk með breyttu
loftslagi, jarðvegur varð mjög blautur
og fyrir um 7.000 árum var birki nær
horfið. Birkið breiddist aftur út hægt
og hægt og náði hámarki fyrir um
5.000 árum en hefur hörfað eftir
það. Hlutfall ilmbjarkarfrjókorna
hefur lækkað samfara almennri
fækkun birkifrjókorna. Afbrigðileg
birkifrjókorn fundust í mörgum
sýnum, mest fyrir um 7.400 árum og
aftur fyrir um 3.300 árum (3. mynd c).
Samanburður þessara þriggja
mósniða sýnir að ilmbjörk var fyrst
að ná fótfestu við Hellu í Eyjafirði,
fór hægar af stað við Eyvík í
Grímsnesi en náði ekki að breiðast
út nærri Ytra-Álandi í Þistilfirði
fyrr en nærri þrjú þúsund árum
seinna. Áhrif loftslags á birkiskóga
sést þegar hlutfall ilmbjarkar í
heildarfjölda þurrlendisfrjókorna er
borið saman við loftslagsgögn úr
Grænlandsískjarna17 (4. mynd).
Svo virðist sem samband sé
milli blöndunar tegundanna og
framgangs ilmbjarkar í umhverfi
þar sem fjalldrapi er fyrir. Þó er
ekki ljóst hvaða kennistærð eða
stiki hefur sterkust tengsl við tíðni
afbrigðilegra birkifrjókorna og gæfi
þannig skýrustu vísbendingar um
tegundablöndun. Var þetta nokkuð
mismunandi milli rannsóknar-
staðanna þriggja. Kennistærðir sem
tengjast tegunda blöndun eru t.d.
hlutfall ilmbjarkar af heildarfjölda
birkifrjókorna, meðalþvermál birki -
frjókorna og reiknaður ár leg ur
uppsöfnunarhraði (PAR) birki-
frjókorna (5. mynd).
5. mynd. Hlutfall birkifrjókorna með fleiri en
þrjú frjópípugöt (hringir) í samanburði við
aðrar breytur (línur). Litaðir hringir tákna
sýni þar sem fjöldi afbrigðilegra frjókorna
bendir til þess að tegundablöndun hafi átt sér
stað. a) Hlutfall ilmbjarkar af heildarfjölda
birki frjó korna við Hellu í Eyjafirði. b) Meðal-
þvermál birkifrjókorna við Eyvík í Grímsnesi.
c) Reiknaður árlegur upp söfnunarhraði
birkifrjókorna við Ytra-Áland í Þistilfirði.
Takið eftir að lóðréttir mæli kvarðar eru
mismunandi þótt lárétti tímakvarðinn sé sá
sami í a, b og c. – Frequencies of nontriporate
Betula pollen (open circles) compared with
other variables (lines). Filled circles represent
samples where the frequency of abnormal
pollen suggests species hybridisation. a) Pro-
portion of B. pubescens in total Betula pol-
len at Hella. b) Average Betula pollen
diameter at Eyvík. c) Calculated Betula pol-
len PAR (Pollen Accumulation Rate) values
at Ytra-Áland. Notice different vertical
scales although the horizontal time scale is
the same in a, b and c.
4. mynd. Hlutfall ilmbjarkarfrjókorna í
heildarfjölda þurrlendisfrjókorna frá Hellu í
Eyjafirði (græn lína), Eyvík í Grímsnesi
(rauðgul lína) og Ytra-Álandi í Þistilfirði
(blá lína), borið saman við hlutfall súrefnis-
ísótópa í Grænlandsjökli17 (grá lína) sem
gefur vísbendingu um hitastig. – Proportion
of Betula pubescens pollen in total land
pollen at Hella (green line), Eyvík (orange
line) and Ytra-Áland (blue line), compared
with the temperatures based on oxygen
isotope proportions from the Greenland
Icecore Project17 (grey line).